Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 92

Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 92
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR60 Myndlist ★★★★ Hann og hún - Ég og þau/ He and She - Me and Them Hannes Lárusson Kling og Bang við Hverfisgötu Hannes Lárusson á víðfeðman feril að baki. List hans er ekki til þess fallin að vera flokkuð undir einn hatt. Þó má líklega með sanni segja að verk hans byggi á arfleifð hugmyndalistar sem fram kom á síðari hluta 20. aldar. Hugmyndalistin á sér síðan rætur lengra aftur í tímann og svo mætti áfram halda; þannig teng- ist list samtímans liðinni tíð jafnan órofa böndum. Hannes er nú heiðurslistamaður Sequences-hátíð- arinnar, er byggir á tímatengdri list og gjörningum sem eiga sér stað víða um bæinn og stendur í nokkra daga. Hann sýnir í Kling og Bang og tileinkar sýn- ingarstaðnum innsetningu sína sem er allt í senn; inn- setning, gjörningur, myndband, málverk og fleira. Eitt af hugðarefnum Hannesar hefur um nokkurt skeið verið tengsl handverks og listar og þessi tengsl skoðar hann m.a. með tilliti til viðhorfs almennings til listar og listamanna, en lífseig er sú skoðun að listamenn „ættu nú bara að fá sér vinnu“. Líklega er hún eins gömul og orðtækið um að bókvitið verði ekki í askana látið. Sýning Hannesar byggir á gjörningi sem stendur fram á sunnudag 10. apríl og sýningu sem er uppi til 1. maí. Gjörningurinn er einnig tvískiptur, annars vegar sá gjörningur sem átti sér stað á opnun hinn 1. apríl og síðan nærvera listamannsins í sýningarrým- inu til 10. apríl þar sem hann situr við að smíða ausur úr tré og afsannar þar með klisjuna um að listamenn vinni ekki fyrir brauði sínu. Gjörningurinn á opnun er undirstaða sýningar- innar, sem hefur breytt sýningarsalnum í eitt stórt athafnamálverk. Myndband sýnir áhorfendur á opnun kasta vatnsblöðrum fylltum litum í Hannes og aðstoðarkonu hans þar sem þau hringsnúast fest á stór spjöld sem minna á pyntingartæki. Blöðrurnar sprungu ýmist á spjöldunum eða veggjum gallerís- ins, kannski á fórnarlömbunum, en myndbandið sýnir áhorfendur að verki og viðbrögð þeirra. Hér koma saman nokkrir þættir sem einkennt hafa gjörninga- list. Líkamleg þjáning og úthald, ögrun við áhorfend- ur og þátttaka áhorfenda í listaverki á óþægilegan máta. Ekki síst birtist staða listamannsins á kald- hæðnislegan hátt. Samspil myndbandsins, verksummerkin í rýminu og vinnuaðstaða listamannsins þar sem hann smíðar ausur og steypir blýform er óvenjulegt og frumlegt eins og Hannesi er lagið. Verk hans eru jafnan marg- laga og má túlka þau á ýmsa vegu. Sýningin einkenn- ist af grundvallarþáttum sem verða eins og tákn fyrir undirstöður mannlegrar tilveru; handverk, vinnuað- staða, endurtekning. Gjörningurinn með blöðrunum býr síðan yfir karnivalskri grimmd sem er miðalda- leg í einfeldni sinni um leið og hún kallast á við mun yngri sögu gjörningalistarinnar. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Sérstæð og eftirminnileg sýning þar sem Hannes Lárusson tvinnar saman jafn ólíka þætti og hefð- bundið íslenskt handverk og ögrandi gjörningalist. Áleitin og forvitnileg sýning sem óhætt er að mæla með. Undirstöður mannlegrar tilveru Danska dagblaðið Politiken hælir sænskri þýðingu á smásagnasafni Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, í hástert í ritdómi sem birtist í vikunni. Í dómi sínum líkir ritrýnirinn, Thomas Bredsdorff, Gyrði við bandaríska rithöfundinn Ray- mond Carver og segir hann vera meistara hins knappa, eimaða prósa. Með verki sínu hafi Gyrðir gert sterkt tilkall til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs og það væri engin skömm að því að veita honum þau. Politiken gefur hjörtu í stað stjarna og gefur Bredsdorff bókinni fimm hjörtu af sex mögulegum. Bredsdorff er virtur gagnrýnandi í Danmörku og var prófessor í norrænum bók- menntum frá 1978 til 2004. Gyrðir er tilnefndur til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs fyrir hönd Íslands ásamt Ísaki Harðarsyni. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin á þriðjudag. - bs Politiken hælir Gyrði GYRÐIR ELÍASSON Ritrýnir danska dagblaðsins Politiken segir að með smásagnasafninu Milli trjánna geri Gyrðir sterkt tilkall til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rúmlega fjögur hundruð dansar- ar frá tuttugu löndum hafa sótt um stöðu hjá Íslenska dansflokknum. Þrír dansarar, Katrín Á. Johnson, Katrín Ingvadóttir og Guðmundur Elías Knudsen, leggja senn dans- skóna á hilluna og skapast þar með pláss fyrir nýja dansara. Jóhanna Pálsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslenska dansflokknum, segir mikið gleðiefni hversu margar umsóknir bárust. „Þetta sýnir hversu mikillar virðingar dansflokkurinn nýtur á alþjóðlegum vettvangi og má þakka því ötula starfi hér hefur verið unnið undir stjórn Katrínar Hall,“ segir Jóhanna. „Hún hefur skapað flokknum sterka ímynd og fengið til samstarfs mörg stærstu nöfnin í dansheiminum.“ Fimmtán íslenskir dansarar sóttu um hjá flokknum. Prufur fyrir þá hafa þegar verið haldn- ar og segir Jóhanna þá njóta for- gangs yfir aðra umsækjendur. Hinir umsækjendurnir hafa verið grisjaðir niður í 60 og þreyta þeir prufur í Oldenburg í Þýskalandi í næstu viku, þar sem Íslenski dans- flokkurinn tekur þátt í alþjóðlegri danshátíð. Jóhanna segir það ekki síður vitnisburð um hversu mik- ils metinn dansflokkurinn er að flestir dansaranna ferðast á eigin kostnað til Oldenburg til að taka þátt í prufunum. Ellefu dansarar eru nú hjá Íslenska dansflokknum og því talsverðar hræringar þegar þrír reyndir dansarar láta af störf- um, en öll þrjú hafa dansað með flokknum síðan Katrín Hall tók við stjórnartaumunum 1996. Ekki liggur fyrir hvort ráðið verður í allar stöðurnar eða hvort dönsur- um flokksins verður fækkað vegna samdráttar. 400 sækja um hjá ÍD ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Flokkurinn tekur þátt í alþjóðlegri danshátíð í Þýska- landi í næstu viku og notar tækifærið í leiðinni og heldur prufur fyrir um sextíu vongóða umsækjendur. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Þetta var geggjuð flott sýning, eins og gelgjan sagði. Og hvað viljið þið meira?“ B.S., pressan.is „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.