Fréttablaðið - 09.04.2011, Síða 94

Fréttablaðið - 09.04.2011, Síða 94
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR62 folk@frettabladid.is Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unn- ustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Breska þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir því að Kate Middle- ton verði hennar næsta prinsessa þegar hún gengur að eiga Vilhjálm prins. Parið hefur verið sundur og saman undanfarin ár en nú er komið að stóru stundinni. Búist er við því að 600 þúsund ferðamenn leggi leið sína til Lundúna til þess eins að fylgjast með athöfninni og öllu húll- umhæinu. Athöfnin og brúðkaupið verða í beinni útsendingu á RÚV og þau Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan munu lýsa því sem fyrir augu ber. Athöfnin stendur frá tíu að morgni föstudagsins 29. apríl til korter yfir tólf. Eftir að hafa verið gefin saman er hinum nýgiftu ekið í opnum vagni að Buckingham- höll, þar sem Vilhjálmur og Kate munu veifa til þjóðar sinnar. Til að koma í veg fyrir tafir hefur gest- um brúðkaupsins verið ráðlagt að mæta tveimur og hálfum tíma fyrir athöfnina sjálfa. Tvö þúsund gestir eru á fyrsta gestalistanum og þar má sjá nöfn á borð við Kanye West, David Beck- ham, Elton John og aðrar slík- ar stórstjörnur. Athygli vekur að fáum þjóðhöfðingjum er boðið, Barack Obama fékk ekki boðs- kort né Frakklandsforsetinn Sar- kozy eða Ólafur Ragnar Grímsson. Tvö þúsund manna listinn verður síðan skorinn niður í 600 sem verð- ur boðið í hressingu hjá Elísabetu drottningu. Aðalveislan er síðan kvöldverður í boði Karls Bretaprins en þangað fá aðeins 300 gestir boðs- kort. Ekkert hefur verið gefið út hvað verður á matseðlinum en fjöl- miðlar gera því skóna að matseðill- inn verði mjög breskur. Þá er jafn- framt búist við því að brúðkaupið sjálft eigi eftir að vera vítamín- sprauta í annars krepptan efnahag Bretlands og hafa tölur eins og þrír milljarðar punda verið nefndar í því samhengi. Varningur tengdur brúð- kaupinu eigi eftir að rjúka út, áfeng- isneysla verði umtalsverð og fólk eigi eftir að gera vel við sig í mat. Búið er að setja Kate Middleton- dúkku á markað sem sérfræðingar spá að eigi eftir að njóta mikilla vin- sælda og ekki má heldur gleyma því að sannur konungsvinur gæti keypt æskuheimili prinsessunnar sem er nú til sölu. Bretar hafa ekki upplifað jafn spennandi tíma í konunglegum ásta- málum síðan Karl Bretaprins giftist Díönu Spencer fyrir næstum þrjátíu árum en það var kallað „brúðkaup aldarinnar“ í bresku pressunni. Það markaði reyndar upphaf ákaf- lega dökkra tíma í sögu bresku kon- ungsfjölskyldunnar þar sem sögu- þráðurinn minnti á sápuóperu frá Ameríku. Því kemur það kannski engum á óvart að forsvarsmenn ensku biskupakirkjunnar skuli nú biðja fyrir því að Vilhjálmur og Kate Middleton verði hvort öðru trú í hjónabandinu og standi við þann samning sem þau gera frammi fyrir Guði og mönnum í Westminst- er Abbey. Breska blaðið Telegraph fjallar um bænina á vefsíðu sinni og rifjar upp sögu svika í Buckingham seint á síðustu öld. Þannig viður- kenndi Karl Bretaprins í sjónvarps- viðtali að hann hefði haldið framhjá Díönu með núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Díana launaði honum lambið gráa og upp- lýsti í öðru sjónvarpsviðtali að hún hefði alltaf elskað og dáð liðsfor- ingjann James Hewitt. Elísabetu Bretadrottningu svelgdist síðan á morgunkaffinu skömmu seinna þegar hún sá myndir af tengdadótt- ur sinni, Söruh Ferguson, og ást- manni hennar, John Bryan, láta vel að hvort öðru á snekkju. Sarah var þá enn gift Andrési prins. Breska þjóðin virðist hins vegar trúa því að með þessu hjónabandi ljúki hrakfallasögu ástarinnar innan bresku krúnunnar. Og þeir forðast allar hástemmdar nafngift- ir eins og brúðkaup aldarinnar. Allt kapp er lagt á að gera brúðkaupið sem glæsilegast úr garði og fjöl- miðlum er gert að sýna bæði Kate og fjölskyldu hennar tilhlýðilega virðingu, enginn vill láta prinsess- una ungu upplifa Díönu-martröðina. Í gær kvartaði fjölskylda Middleton meðal annars undan áreitni frá ljós- myndurum en þeir höfðu þá setið um móður Kate þar sem hún var að versla. freyrgigja@frettabladid.is Kate Middleton og Vilhjálmur prins ganga að eiga hvort annað þann 29. apríl næst- komandi. Búist er við því að hátt í 600 þúsund ferðamenn leggi leið sína til London til að fylgjast með brúðkaupinu og að efnahagur landsins verði fyrir þriggja milljarða punda vítamínssprautu með sölu á vörum tengdum brúðkaupinu. Allt kapp er lagt á að brúðkaupið verði óaðfinnanlegt og því eru hestvagnarnir og bílarnir sem notaðir eru í brúð- kaupinu fægðir eftir kúnstarinnar reglum. Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi Vilhjálms og Kate EKKERT VENJULEGT Það er ekkert venjulegt við brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton en því mun meðal annars bregða fyrir í ensku sápuóperunni Eastenders. Persónurnar munu þannig halda upp á brúðkaupið upp á breskan máta í sjón- varpsþættinum sjálfum. Þá hefur Channel 5 fest kaup á leikinni mynd um samband Vilhjálms og Kate sem verður sýnd í aðdraganda brúðkaupsins. Grínistinn Steindi Jr. og samstarfsfólk hans héldu heljarinnar frumsýningarveislu í gyllta salnum á Hótel Borg á fimmtudagskvöld. Fyrsti þáttur í nýrri seríu Steindans okkar var sýndur á breiðtjaldi og þotuliðið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Auðunn Blöndal mætti á svæðið ásamt kærustunni sinni Írisi Björk. Með í för voru Hugi Hall- dórsson og Kristófer Dignus. Vöðvatröllin Arnar Grant og Ívar Guðmundsson litu að sjálfsögðu inn, rétt eins og sjónvarpskokkurinn Hrefna Rósa Sætran. Þá lék Ásgeir Kolbeins- son á als oddi og gerði athugasemdir við tækjabúnaðinn í salnum, enda mikill græjukall. Orri Dýrason í Sigur Rós mætti einnig í veislu Steinda ásamt Lukku, eiginkonu sinni. Fyrirsætan Lilja Ingibjargar hafði gaman af frumsýn- ingarþættinum, rétt eins og rapparinn Erpur Eyvindarson og umboðs- maðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson, en þeir félagar eru yfirleitt ekki langt undan í veislum sem þessum. Vala Grand var einnig í miklu stuði eins og systurnar Hlín Einars og Malín Brand frá Bleikt.is. Fréttahaukarnir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson voru hrókar alls fagnaðar í veislu Steinda. Tón- listarmaðurinn Davíð Berndsen skemmti sér vel og parið Erna Bergmann fatahönn- uður og tónlistarmað- urinn Birgir Ísleifur ræddi við leikstjórann Ragnar Hansson, sem mætti beint af körfuboltavell- inum í veisluna. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI BRÚÐKAUPS-ÆÐI 85 ára afmæli Playboy-dólgsins Hugh Hefner er í dag, en Crystal Harris, unnusta hans, verður einmitt 25 ára í lok apríl. Þau ætla að ganga í það heilaga í sumar. Leiðarvísir að lífsgleði - námskeið með Siggu kling ORÐ ERU ÁLÖG Orð eru álög er einstakt námskeið og fyrsta sinnar tegundar með Siggu Kling. Námskeiðið er byggt á samnefndri bók þar sem þátttakendur læra að tengja sig sálinni, ná betri tökum á lífi sínu og finna leiðina að hamingjunni. Hentar fyrir alla aldurshópa. Námskeiðið verður haldið í fræðslusal Maður Lifandi, Borgartúni 24, þriðjudaginn 12. apríl, kl.18:00 og kostar aðeins 2.900 kr. Að auki fá allir þátttakendur hljóðdiskinn „Þú ert frábær“ Skráning á madurlifandi@madurlifandi.is Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.