Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 102
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR70
sport@frettabladid.is
54% stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta munu spila þrjá fyrstu leiki sína í undankeppni EM 2013 á Laugardals-
vellinum. Fyrsti leikur liðsins verður á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 19. maí. Norðmenn koma næst í heimsókn
í Laugardalinn 17. september og Belgar spila síðan á Laugardalsvellinum fjórum dögum seinna.
Páskaeggjaleikur
BÍLALINDAR
Opið virka da
ga
kl. 10.00–18.0
0
Laugardaga
kl. 11.30–15.0
0
Við felum páskaegg á
hverjum degi til páska í
bíl eða ferðavagni og sá
sem finnur má eiga!
Þeir sem kaupa eða selja bíl
hjá okkur fram að
páskum fá einnig páskaegg.
Allt sem þú þarft
PÁLL ÓSKAR
Í PERLUNNI
Það er aðeins ein sneið af frábærri
dagskrá á 10 ára afmælishátíð
Fréttablaðsins 16. apríl í Perlunni.
Fylgstu með!
IE-deild kvenna:
Keflavík-Njarðvík 61-51
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst,
Lisa Karcic 14/16 fráköst/4 varin skot, Ingibjörg
Jakobsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5
fráköst/5 stoðsendingar, Marina Caran 7/4
fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/9 fráköst.
Njarðvík : Julia Demirer 14/14 fráköst, Shayla
Fields 12/7 fráköst, Dita Liepkalne 10/13
fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Helga Pálsdóttir
8, Auður R. Jónsdóttir 4/4 fráköst, Eyrún Líf
Sigurðardóttir 3.
N1-deild kvenna:
Valur-Fram 24-20 (10-9)
Mörk Vals (skot) : Ragnhildur Rósa Guðmunds-
dóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10),
Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4),
Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel
1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta
Pétursdóttir 1 (4).
Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4,
49%).
Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur,
Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)
Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3),
Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra
Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnars-
dóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla
Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2,
40%),
Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )
Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)
Utan vallar: 12 mínútur
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Val. Næsti leikur
liðanna fer fram í Safamýri á sunnudag klukkan
16.00.
Sænski körfuboltinn:
Sundsvall-Södertalje 78-63
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig, gaf 8
stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Sundsvall.
Hlynur Bæringsson skoraði 6 stig, tók 8 fráköst
og gaf 4 stoðsendingar fyrir sama lið.
Staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er því 1-0
fyrir Sundsvall.
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Þrjú ár þykir langur
tími í bið eftir þeim stóra í mekka
kvennakörfunnar í Keflavík en
Keflavíkurkonur eru nú Íslands-
meistarar á ný eftir 61-51 sigur á
Njarðvík í Toyota-höllinni í gær í
þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi
Iceland Express-deildar kvenna.
Þetta er fjórtándi Íslandsmeist-
aratitill kvennaliðs Keflavíkur
þrátt fyrir að það séu ekki nema
23 ár síðan að sá fyrsti kom í hús
árið 1988.
Keflavík vann einvígið 3-0 og
alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslita-
keppninni í ár. Keflavíkurkonur
eru þar með fyrsta liðið í fjögur
ár sem vinnur tvöfalt í kvennabolt-
anum, það er, tekur báða stóru titl-
ana, Íslandsmótið og bikarinn, en
Haukar höfðu afrekað það síðast
árið 2007.
Keflavík komst í 17-2 í fyrsta
leikhluta og var alltaf skrefinu á
undan þrátt fyrir að Njarðvíkur-
liðið hafi nokkrum sinnum náð að
minnka muninn niður í tvö stig.
Njarðvíkurkonum tókst aldrei að
komast yfir og Keflavíkurliðið
fagnaði
„Tilfinningin er alltaf jafngóð,“
sagði Pálína Gunnlaugsdóttir eftir
að Íslandsmeistaratitilinn var í
höfn. „Þetta var besti leikurinn
okkar í úrslitaeinvíginu og í kvöld
náðum við loksins að sýna okkar
besta andlit. Flestum stelpunum í
okkar liði dauðlangaði í sumarfrí í
kvöld,“ sagði Pálína.
„Njarðvík er með hörkulið og
þær hefðu alveg eins getað unnið
okkur. Við vorum heppnar í fyrsta
leiknum, áttum svo fínan annan
leikhluta í leik númer tvö og svo
vorum við bara með þetta í kvöld.
Þetta leit út fyrir að vera burst í
byrjun en við vissum samt alveg
að Njarðvík myndi koma til baka,“
sagði Pálína sem átti frábæran
leik, fór fyrir Keflavíkurliðinu á
báðum endum vallarins og endaði
með 17 stig og 7 fráköst.
„Ég var ákveðin í kvöld því mig
langaði í sumarfrí. Ef við hefðum
tapað í kvöld þá hefði ég þurft að
fara á æfingu í fyrramálið,“ sagði
Pálína sem var að verða Íslands-
meistari í fjórða sinn á síðustu
sex árum. „Þetta er bara æðislegt
og tilfinning sem er ekki hægt að
lýsa,“ sagði Pálína.
Auk Pálínu átti Ingibjörg Jak-
obsdóttir góðan leik en hún kom
til Keflavíkur fyrir tímabilið og
var að verða Íslandsmeistari í
fyrsta sinn á ferlinum. Annars var
það breiddin sem landaði þessum
sigri umfram allt annað og þegar
úrslitaeinvígið er gert upp verður
erfitt að taka einn leikmann Kefla-
víkurliðsins út úr þegar velja á
besta leikmann úrslitakeppninnar.
Marina Carin var frábær í fyrsta
leik, Bryndís Guðmundsdóttir lék
frábærlega í öðrum leik og svo átti
Pálína stjörnuleik í gær.
Njarðvíkurliðið steig risaskref
með því að komast í úrslitin í
fyrsta sinn en eftir grátlegt tap í
fyrsta leiknum var alltaf á bratt-
ann að sækja. Öskubusku-ævintýr-
ið endaði því á sópi.
Eftir öll silfurverðlaunin á und-
anförnum árum tókst Jóni Hall-
dóri Eðvaldssyni og stelpunum
hans loksins að landa gullinu og
uppskera fyrstu tvennuna í Kefla-
vík síðan tímabilið 2003-2004.
ooj@frettabladid.is
TVÖFALT HJÁ KEFLAVÍK
Keflavík er Íslandsmeistari í kvennakörfunni í fjórtánda sinn á 23 árum eftir
sigur á Njarðvík í þriðja úrslitaleiknum í Keflavík í gær. Keflavík vann úrslita-
einvígið 3-0, sex af sjö leikjum úrslitakeppninnar og báða stóru titla tímabilsins.
BIKARINN Á LOFT Birna Valgarðsdóttir
tók á móti bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SIGURKOSSINN Keflavíkurstelpur taka hér á móti Íslandsbikarnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍE.
HANDBOLTI Valsstúlkur unnu virki-
lega mikilvægan sigur, 24-20, í
gær gegn Fram í fyrsta leik lið-
anna um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn var jafn stóran part
af leiktímanum en Valur sleit
sig frá gestunum undir lokin og
vann flottan sigur. Guðný Jenný
Ásmundsdóttir, markvörður Vals,
var hreint út sagt stórkostleg en
hún varði 23 skot og lagði grunn-
inn af sigri Vals í gær.
„Það er gríðarlega mikilvægt
að byrja einvígið vel,“ sagði Stef-
án Arnarson, þjálfari Vals, eftir
sigurinn í gær.
„Fyrsti leikurinn er alltaf mjög
erfiður og mikil barátta einkennir
liðin. Mistökin voru mörg í kvöld
og ég bjóst svo sem alveg við því.
Við klárum leikinn í kvöld á frá-
bærri vörn og stórkostlegri mark-
vörslu. Ég reikna með háu spennu-
stigi allt einvígið og við verðum
bara að læra að notfæra okkur
það,“ sagði Stefán.
„Það er alltaf hundfúlt að tapa
svona leik,“ sagði Einar Jónsson,
þjálfari Fram, eftir tapið gegn Val
í gær.
„Ég sé samt margt jákvætt
eftir þennan leik sem liðið á að
geta byggt á. Við vorum að spila
fínan varnarleik og börðumst allan
tímann, en það sem verður okkur
að falli hér í kvöld eru 18 tapaðir
boltar eftir tæknifeila hjá mínum
leikmönnum. Í raun og veru spil-
um við einnig ágætan sóknarleik
og náum að skapa okkur fullt af
færum sem við hefðum mátt nýta
betur. Við þurfum bara að skoða
alla þessa hluti og jafna síðan ein-
vígið í næsta leik á okkar heima-
velli,“ sagði Einar. - sáp
Valur hóf úrslitaeinvígið gegn Fram vel er liðin mættust í Vodafonehöllinni í gær:
Valsstúlkur unnu fyrstu orrustuna
BARÁTTA Íris Ásta Pétursdóttir stöðvar
hér Karen Knútsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN