Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 104

Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 104
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR72 FÓTBOLTI Manchester United getur náð tíu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag tak- ist liðinu að leggja Fulham á Old Trafford. Arsenal spilar ekki fyrr en á morgun, sem fer í taugarnar á Arsene Wenger, stjóra Ars enal, enda gæti bilið stækkað fyrir hvern leik Arsenal og sett auka- pressu á hans lið. Man. Utd verður án Waynes Rooney í dag þar sem hann er í tveggja leikja banni vegna munn- safnaðar. Það eru slæm tíðindi fyrir liðið, þar sem Rooney hefur loksins verið að finna taktinn í síð- ustu leikjum. Í hans stað kemur markahæsti leikmaður deildar- innar, Dimitar Berbatov, sem hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu meðan Rooney og Jav- ier Hernandez hafa spilað. „Ég er kátur yfir að Rooney spilar ekki, enda var hann frábær gegn Chelsea. Það er plús fyrir okkur að hann skuli ekki spila,“ sagði Mark Hughes, stjóri Fulham, en hvað finnst honum um bannið sem Rooney fékk? „Það rífa allir kjaft og það sést oft. Hann gerði aftur á móti mistök með því að tala svona beint í myndavélina.“ Drengirnir hans Hughes hafa aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og mæta því nokkuð brattir til leiks á Old Trafford. „Við erum auðvitað að spila gegn besta liðinu og besta stjóranum. Að vinna slíkan leik er magnað afrek,“ sagði Hughes, sem lék með Man. Utd til margra ára. „Við erum svekktir með bann Rooneys en það mun þjappa okkur saman engu að síður. Það er frá- bær andi í hópnum,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sem er án fleiri leikmanna en Rooney. „Rafael er ekki klár í slag- inn. Hann ætti þó að geta spil- að á þriðjudag. Wes Brown og John O’Shea eru aftur á móti til- búnir. Við erum að fá menn smám saman til baka og Anderson stend- ur okkur einnig til boða. Ég á enn eftir að ákveða liðið og verð að hafa Meistaradeildarleikinn gegn Chelsea á þriðjudag í huga. Ful- ham er erfitt lið og spegilmynd stjórans síns – grjóthart og bar- áttuglatt. Við verðum því að sýna góðan leik,“ sagði Ferguson. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, mun eflaust líka gera einhverjar breytingar á sínu liði vegna Meist- aradeildarleiksins eftir helgi. David Luiz kemur klárlega aftur inn í lið Chelsea og Yossi Benayo- un gæti einnig spilað sinn fyrsta leik síðan í september. Alex verður aftur á móti á bekknum þar sem hann er ekki enn búinn að ná sér fullkomlega af meiðslum sínum. Það er mikið slúðrað um Chelsea þessa dagana, þá helst um framtíð stjórans Carlo Ancelotti, en fyrir- liðinn John Terry sagði í gær að allir í klefanum styddu stjórann sinn. henry@frettabladid.is Verður Fulham áfram til vandræða fyrir Man. Utd? Manchester Utd tekur á móti Fulham í dag án Wayne Rooney. Fulham hefur oft reynst United erfitt í gegnum tíðina. Arsenal spilar á morgun gegn Blackpool á útivelli en Chelsea tekur á móti Wigan. Man. City og Liverpool spila á mánudag. PIRRAÐIR Fulham náði 2-2 jafntefli gegn Man. Utd fyrr í vetur en United sættir sig ekki við neitt minna en þrjú stig í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppn- ari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á loka- mínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega! Ciao Carlo Hjörvar Hafliðason sparkspekingur BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir úr TBR getur jafnað met Elsu Nielsen á meistaramóti Íslands í badminton sem fram fer í TBR- húsunum við Gnoðarvog um helgina. Ragna á möguleika á að verða Íslandsmeistari í einliðaleik í áttunda sinn á níu árum en Elsa Nielsen á metið eftir að hafa orðið átta sinnum Íslandsmeistari á árunum 1991 til 2000. Ragna er sigurstranglegust á mótinu en hún fær örugglega mestu keppnina frá Tinnu Helgadóttur sem hefur staðið sig með prýði í dönsku deildinni. Helgi Jóhannesson úr TBR er með fyrstu röðun í einliðaleik karla á mótinu og því talinn lík- legur til að vinna titilinn fjórða árið í röð en hann fær væntan- lega mestu keppnina frá Atla bróður sínum. Úrslitin í mótinu ráðast með úrslitaleikjum á sunnudaginn. - óój Meistaramótið í badminton: Jafnar Ragna met Elsu? RAGNA INGÓLFSDÓTTIR Getur unnið sinn áttunda titil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FIMLEIKAR Íslandsmeistararnir Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir náðu bestum árangri Íslendinga á Evrópu- mótinu í áhaldafimleikum í Berl- ín í Þýskalandi. Viktor Kristmannsson bar af íslensku strákunum og náði 79.600 stigum í fjölþrautinni sem skilaði honum í 40. sæti. Bróð- ir hans, Róbert Kristmannsson, fékk 76.850 í einkunn og endaði í 54. sæti, þremur sætum á undan Ólafi Garðari Gunnarssyni. Thelma Rut Hermannsdóttir fékk 46.900 í einkunn og endaði í 49. sæti. Hún var sex sætum á undan Dominiqua Ölmu Belányi, Embla Jóhannesdóttir lenti í 56. sæti og Jóhanna Rakel Jónasdótt- ir varð í 58. sætinu. - óój Evrópumótið í fimleikum: Tvö komust inn á topp fimmtíu VIKTOR OG THELMA RUT Urðu Íslands- meistarar á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson átti sögulegt kvöld í DHL-höllinni í fyrrakvöld og varð þar fyrsti íslenski leikmaðurinn sem skorað 34 stig fyrir sigurlið í í oddaleik um sæti í lokaúrslitum í sögu úrslitakeppninnar. Brynjar skoraði stigin sín 34 á 32 mínútum og úr 21 skoti en hann hefur brotið tuttugu stiga múrinn í fimm af sjö leikjum KR í úrslitakeppninni. Brynjar var í miklu stuði í þremur síðustu leikjum einvígisins á móti Keflavík þar sem hann skoraði 26,3 stig að meðaltali og setti alls niður þrettán þrista. Brynjar var aðeins einu stigi frá því að jafna stigamet Íslendings í slíkum leik en Falur Harðarson skoraði 35 stig fyrir Keflavík á móti Njarðvík í oddaleik undanúrslitanna 1998. Falur átti auk þess 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði þó ekki til sigurs. Ívar Webster átti áður metið í sigurleik en hann skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti Val í undanúrslitum 1985. - óój Flest stig Íslendings í oddaleik um sæti í úrslitum: 35 stig Falur Harðarson, Keflavík í tapleik á móti Njarðvík 1998 34 stig Brynjar Þór Björnsson, KR í sigurleik á móti Keflavík 2011 31 stig Guðni Guðnason, KR í tapleik á móti Keflavík 1992 31 stig Ívar Webester, Haukum í sigurleik á móti Val 1985 29 stig Valur Ingimundarson, Njarðvík í sigurleik á móti Val 1988 28 stig Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli í sigurleik á móti KR 2010 27 stig Kristinn Friðriksson, Keflavík í tapleik á móti Njarðvík 1994 26 stig Teitur Örlygsson, Njarðvík í sigurleik á móti Keflavík 1998 26 stig Sturla Örlygsson, Val í sigurleik á móti Keflavík 1987 Brynjar Þór Björnsson: Einu stigi frá stigameti Fals BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON Fór illa með Keflvíkingana á fimmtudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LAUGARDAGUR: Wolves - Everton Blackburn - Birmingham Bolton - West Ham Chelsea - Wigan Man. Utd - Fulham Sunderland - WBA Tottenham - Stoke SUNNUDAGUR: Blackpool - Arsenal Aston Villa - Newcastle STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Man United 31 19 9 3 68-32 66 Arsenal 30 17 8 5 59-29 59 Man City 31 16 8 7 50-27 56 Chelsea 30 16 7 7 54-25 55 Tottenham 30 13 11 6 41-34 50 Liverpool 31 13 6 12 42-38 45 Everton 31 9 14 8 42-41 41 ------------------------------------------------------------ Birmingham 30 7 13 10 30-42 34 Aston Villa 31 8 10 13 39-53 34 Blackpool 31 9 6 16 45-63 33 West Ham 31 7 11 13 38-53 32 Wolves 31 9 5 17 36-53 32 Wigan Athletic 31 6 13 12 29-51 31 HELGIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.