Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 37
Ein af þeim sem leitar til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir aðstoð er Kolbrún Birgisdóttir. Hún á fjögur börn, þrjú eru uppkomin en fjórða býr hjá pabba sínum. Kolbrún er öryrki eftir slys 1991. Hver er staðan hjá þér í dag? Ég bjó áður fyrr á götunni með óreglu og öllu því sem því fylgir, það var ekki gott líf. Í dag er ég komin á betri braut, er edrú og líður þannig lagað vel. En fjárhagslega er staðan mjög slæm. Ég er að borga mikið á mánuði, leigu á íbúðinni, yfirdrátt og lán. Svo er ég að glíma við lungna- og hjartasjúkdóm. Kostnaður vegna veikindanna er mikill og Hjálparstarfið hefur veitt mér stuðning til að geta ráðið við þetta. Ég er á mörgum lyfjum og það kostar heilmikið á hverjum mánuði. Geturðu lýst því hvernig það er að vera í þeirri stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar? Hvað er erfiðast? Í morgun þegar ég vaknaði þurfti heilmikið til, til að koma sér á fætur og fara svo til að fá aðstoð, þetta er hálfpartinn eins og að betla. Þetta hefur verið svona hjá mér í u.þ.b. 10 ár. Stundum fer ég ekki og er frekar matarlaus. Það fylgir þessu skömm. Þetta á alls ekki að vera svona en það er eitthvað með hvernig maður upplifir þetta. Maður nær bara ekki endum saman. Það er 20. apríl í dag og ég fer síðar í mánuðinum til læknis og á ekki fyrir því. Svona er þetta bara. Hvaða stuðning hefur þú fengið hjá Hjálparstarfinu og hvernig hefur aðstoðin nýst þér? Ég hef fengið stuðning vegna lyfja og mataraðstoð. Vilborg félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu hefur hjálpað mér mest í gegnum þetta, ég tala við hana um allt. Hvað finnst þér um stöðuna á Íslandi í dag? Hvaða breytingar vildir þú sjá í þjóðfélaginu? Mér finnst hræðilegt að sjá að gamla fólkið þarf líka að leita sér aðstoðar, það er eitthvað óeðlilegt við það. Ég vildi að Ísland væri eins og það var fyrir kreppu og að bætur og stuðningur væri meiri frá yfirvöldum. Örorkubætur eru allt of lágar, 159.000 krónur á mánuði. Það dugar engan veginn, það sjá það allir. Maður grætur oft af áhyggjum og þunglyndi fylgir í kjölfarið á því. Það er virkilega erfitt að geta ekki leyft sér að styðja börnin sín og sjálfan sig, til dæmis að fara út í búð og geta keypt sér nærföt. Samt er ég þakklát fyrir aðstoðina sem ég fæ, þó að það sé erfitt skref að taka. „Kostnaður vegna veikindanna er mikill“ Margt smátt ... – 3 www.framlag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.