Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 39
„Það er erfiðast að finnast allt mislukkað“ Hún er öryrki og einstæð móðir á fimmtugsaldri, við skulum kalla hana Öldu. Hún á tvo stráka, sá eldri sem er 23 ára er atvinnulaus og sá yngri er í framhaldsskóla. Hver er staðan hjá þér í dag? Þegar búið er að borga alla reikninga er lítið eftir. Ég reyni alltaf að fara mjög vel með peningana, vil standa í skilum, en það er erfitt. Það hjálpar náttúrulega að koma hingað og fá aðstoð. Þegar líður á mánuðinn eru ekki margar krónur eftir, ég á núna 329 krónur inni á reikningi. Ég afþakka líka ýmislegt, til dæmis að fara í afmæli eða fermingarboð vegna þess að ég á ekki fyrir gjöfum. Geturðu lýst því hvernig það er að vera í þeirri stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar? Hvað er erfiðast? Þetta var mjög erfitt til að byrja með að leita sér aðstoðar, mjög þung spor. Það er erfiðast að finna að einhvern veginn er allt mislukkað, sjá ekki fram úr vanda - málunum. Ég segi að það sé hluti af sjálfshjálpinni að leita sér aðstoðar. Það eru margir þarna úti sem geta þetta ekki, eru bara í þykjustuleik, en það gengur ekki til lengdar. Ég hef reynt að hjálpa öðrum sem eru einmitt að glíma við þetta – að koma í fyrsta sinn. Hvaða stuðning hefur þú fengið og hvernig hefur aðstoðin nýst þér? Ég hef fengið stuðning fyrir yngri strákinn í sambandi við skólagöngu í framhaldsskóla, sem er algjörlega ómetanlegt. Ég hefði ekki getað stutt hann með bækur og skólagjöld. Maður þarf að borga leigu, rafmagn og annan fastan kostnað og þá er ekkert eftir. Ég missti húsnæði sem ég hafði keypt en er samt að borga af lánum sem ég tók. Síðan er það mataraðstoðin sem hefur komið sér vel. Nú á að hætta að úthluta mat í poka og nota inneignarkort fyrir barnafjölskyldur, hvernig líst þér á það? Í sjálfu sér er það gott, maður velur sjálfur matinn sem maður borðar eftir sínum smekk og þarf ekki að koma eins oft. Ég vona að þar sem þetta er dýrari leið að aðstoðin minnki samt ekki. Ég vil að lokum þakka Hjálparstarfinu innilega fyrir. Um hugmyndir og siðfræði hjálparinnar Í þessum stutta pistli er leitast við að reifa nokkur grunnatriði í störfum hjálparstétta og hjálparsamtaka. Höfundi er ljóst að viðfangsefnið er stórt og hefur í gegnum aldir verið viðfangsefni marga bóka á sviði siðfræði. Í greininni er meðal annars komið inn á hugmyndir um okkur sjálf, álit annarra, leiðina til að leita aðstoðar og grunngildi siðareglna hjálparstétta. Hugmyndir okkar um okkur sjálf og aðra, eru mikilvægur grundvöllur ákvarðana og athafna. Áskorun hvers manns liggur í að átta sig á og skilja hvað ræður för, sérstaklega þeim forsendum sem eru ómeðvitaðar eða þarfnast frekari ígrundunar. Á lífsleiðinni lendir hver einstaklingur í ýmsum vanda eða áföllum. Um það er ekki sjálfval, heldur einungis hitt, hvernig brugðist er við. Þegar einstaklingur af einhverjum ástæðum, fjárhags- vanda, heilsubresti, atvinnuleysi eða öðrum ástæðum, leitar aðstoðar velferðarþjónustunnar eða hjálpar- stofnana, skiptir máli hvernig honum eða henni er mætt. Óhætt er að fullyrða að allir sem leita slíkrar aðstoðar hafi metið aðstæður sínar svo að hann eða hún þurfi eitthvert form aðstoðar til að takast á við mikilvæg viðfangsefni sín og sinna nánustu. Ekki það sama að vera notandi, skjólstæðingur eða viðskiptavinur Það er því grundvallaratriði í öllu starfi sem lýtur að aðstoð og hjálp við aðra að vera sér meðvitaður um forsendurnar sem eru lagðar fyrir samskiptum, framkomu og samvinnu við hinn leitandi einstakling. Eitt atriði sem nefna má sem dæmi um forsendur samskiptanna, er hvort sá sem leitar aðstoðar er kallaður „notandi, skjólstæðingur eða viðskiptavinur“. Ungt fólk og eldra fólk „notar“ eða nýtir sér félagsmiðstöðvar. Sá sem er í vanda eða krísu leitar aðstoðar og ráðgjafar vegna þess að hann hefur ekki getu (tímabundið eða varanlega) til að takast á við vanda sinn og úrlausnarefni. Dæmi um slíkt er skjól- stæðingur félagsráðgjafans eða skjólstæðingur lögmanns. Þegar talað er um viðskiptavin er annað samband milli aðila og í raun verið að lýsa því jafnræði og frelsi sem ætlað er þeirra á milli. Önnur grunnforsenda fyrir samskiptunum milli þess sem leitar aðstoðar og þess sem veitir aðstoð, er að skilja að hve miklu leyti einstaklingurinn sem leitar aðstoðar, býr við „frelsi og vald yfir eigin lífi“ þegar hann tekur ákvörðun um að leita aðstoðar. Hér er stigsmunur á eftir því hver aðstoðin eða þjónustan er sem leitað er eftir hverju sinni og einnig mismunur eftir því hver vandi einstaklingsins er. Nægir í því efni að nefna þann sem leitar ráðgjafar í kjölfar makamissis, eða þann sem finnur sig þvingaðan eða í þörf (með réttu eða röngu) á einhvern hátt að leita eftir fjárhagslegri aðstoð, eða sá sem jafnvel er neyddur í meðferð eða vistun. Trúin á getu hvers og eins Grundvallaratriði um framkomu og samskipti við notendur og skjólstæðinga eru mörkuð í siðareglum starfsstétta eins og t.d. félagsráðgjafa. Tilgangi þeirra er þannig lýst; Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félags- ráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttinda- brotum hvar svo sem þau eiga sér stað. (Siðareglur íslenskra félagsráðgjafa)(Feitletrun er breyting höfundar). Nauðsyn að hvetja Leiðin frá því að vera sjálfstæður og fullráða einstak- lingur yfir eigin lífi, yfir í þá stöðu að vera skjól- stæðingur, er undantekningalítið erfið fyrir þann sem á í hlut. Hvert sem tilefnið er mun einstaklingurinn upplifa skerðingu á sjálfstæði sínu og jafnvel lífs- gæðum, samhliða því að verða viðkvæmari fyrir áliti annarra og fordæmingu, ráðsmennsku og yfirgangi. Sú staða að vera í vanda, er ný aðstaða og tímabundið ástand sem viðkomandi einstaklingur ætlar sér að koma sér úr eða binda enda á sem allra fyrst. Þann hvata er mikilvægt að virkja. Því er afar mikilvægt að mæta einstaklingnum með virðingu og búa svo um hnútana að hver sú aðstaða eða þjónusta sem veitt er, sé veitt út frá því leiðarljósi að einstaklingurinn sé hvattur til að nýta eigin styrkleika og getu til sjálf- stjórnar í eigin lífi að því marki sem kostur er. Hjálparstarf í hvaða formi sem er, ber því að rækja á forsendum mannúðar og virðingar fyrir þeim sem móttekur en ekki þess sem veitir. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félags- ráðgjafardeild Háskóla Íslands. Margt smátt ... – 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.