Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 102
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR78
list, enda er það mitt áhugasvið,
en Björk hefur auðvitað gert
mjög skemmtilega hluti í tónlist
og maður sér enn betur hversu
frábær listamaður hún er eftir
að hafa fengið að kynnast henni
persónulega. Hún er mikill pæl-
ari og er stanslaust að spá og
spekúlera.“ sara@frettabladid.is
PERSÓNAN
Hún var mjög ánægð
með útkomuna
og gaf hljóðfærinu nafnið
Elísabet.
BJÖRGVIN TÓMASSON
ORGELSMIÐUR
Dagur Sigurðsson
Aldur: 20
Fjölskylda: Foreldrarnir heita
Sigurður Eiríksson og Lára Þórarins-
dóttir.
Búseta: Í Reykjavík.
Stjörnumerki: Ég er naut.
Dagur vann söngkeppni fram-
haldsskólanna á dögunum og er
mikill aðdáandi hljómsveitarinnar
Steelheart sem kemur fram á Nasa
miðvikudaginn 8. júní.
Björgvin Tómasson orgelsmiður
lauk nýverið við að smíða nýtt
hljóðfæri handa tónlistarkon-
unni Björk. Hljóðfærið mun leika
veigamikið hlutverk á næsta
hljómdiski Bjarkar.
Björgvin hefur starfað sem org-
elsmiður í fjölda ára og á þeim
tíma hefur hann smíðað yfir þrjá-
tíu pípuorgel frá grunni, þar á
meðal eitt fyrir Björk. Hljóð-
færið sem hann smíðaði nú er þó
alls ólíkt orgeli og að auki það
eina sinnar tegundar í heiminum.
Að sögn Björgvins er hljóðfærið
blanda af celestu og asíska hljóð-
færinu gamelan og hefur hlotið
nafnið „gamelest“ sem er sam-
suða úr nöfnum hljóðfæranna
tveggja. „Björk var að leita eftir
hljóði sem svipaði til þess sem
kemur úr gamelan í hljóðfæri
sem hún átti fyrir. Við sem sagt
breyttum celestu í hljóðfæri sem
er með píanó hljómborði en slær
á málmplötur. Við rafvæddum
einnig hljóðfærið þannig að hægt
sé að spila á það í gegnum tölvu,“
útskýrir Björgvin.
Björgvin smíðaði hljóðfær-
ið ásamt enskum kollega sínum,
Matt Nolan, og gekk samstarf
þeirra vonum framar. Hann
segir verkefnið bæði hafa verið
skemmtilegt og mjög spenn-
andi enda hafi enginn vitað hver
útkoman yrði þegar hafist var
handa. „Við kláruðum hljóð-
færið fyrir páska og Björk kom
á verkstæðið til mín á skírdag.
Þá var strax farið í það að taka
upp fyrir nýju plötuna. Hún var
mjög ánægð með útkomuna og gaf
hljóðfærinu nafnið Elísabet.“
Björgvin ber Björk vel söguna
og segir hana frábæran lista-
mann sem pæli mikið í tónlist.
„Ég er meira fyrir klassíska tón-
BJÖRGVIN TÓMASSON: BJÖRK GAF HLJÓÐFÆRINU NAFNIÐ ELÍSABET
Smíðaði einstakt hljóðfæri
fyrir Björk Guðmundsdóttur
EINSTAKT HLJÓÐFÆRI
Björgvin Tómasson orgelsmiður
smíðaði nýtt hljóðfæri fyrir tón-
listarkonunar Björk. Hljóðfærið er
einstakt og það eina sinnar teg-
undar í heiminum. Á myndinni
eru frá vinstri Matt Nolan, Björgvin
og kvikmyndagerðarmaðurinn Andy
McCreeth.
F
é
la
g
v
él
st
jór
a og málmtæ
kn
im
a
n
n
a
Útifundur á Austurvelli
Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu
og útifundi á Austurvelli 1. maí.
Boðið verður upp á kaffi að útifundinum loknum
í Gullhömrum Grafarholti kl. 15-17.
Sun 1.5. Kl. 15:00 Síð. sýn.
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Síð. sýn.
Hedda Gabler (Kassinn)
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Lau 30.4. Kl. 20:00
Mið 4.5. Kl. 20:00
Fim 5.5. Kl. 20:00
Mið 11.5. Kl. 20:00
Fim 12.5. Kl. 20:00
Mið 18.5. Kl. 20:00
Ö
Sun 1.5. Kl. 14:00
Sun 1.5. Kl. 17:00
Sun 8.5. Kl. 14:00
Sun 8.5. Kl. 17:00
Sun 15.5. Kl. 14:00
Sun 22.5. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn
Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn
Fös 13.5. Kl. 20:00
Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn
Fim 19.5. Kl. 20:00
Fös 3.6. Kl. 20:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Fim 9.6. Kl. 20:00
Fös 10.6. Kl. 20:00
U Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
Ö
Ö
U
Brák (Kúlan)
Fös 13.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn.
Lau 7.5. Kl. 20:00 Frums.
Sun 8.5. Kl. 20:00
Sun 15.5. Kl. 20:00
Fös 20.5. Kl. 20:00
Lau 21.5. Kl. 20:00
Verði þér að góðu (Kassinn)
Ö
Ö
Ö
U
Ö Ö
U Ö
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing
Breski kvikmyndagerðarmaður-
inn Ridley Scott er staddur hér á
landi til að skoða heppilega töku-
staði fyrir vísindaskáldverkið
Prometheus, stórmynd sem inn-
blásin er af kvikmyndinni Alien frá
1979. Tökur á myndinni eru þegar
hafnar í Marokkó.
Scott lenti á Reykjavíkurflug-
velli í gærdag á einkaflugvél ásamt
hópi framleiðenda. Á flugvellinum
tók á móti þeim starfsfólk frá fram-
leiðslufyrirtækinu True North.
Hópurinn steig beint upp í þyrlu
sem flaug með hann yfir álitlega
tökustaði í nágrenninu. Í dag held-
ur hersingin til Akureyrar, þar sem
fleiri tökustaðir verða skoðaðir.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Scott sýnir Íslandi áhuga því sam-
kvæmt vefsíðunni imdb.com hyggst
hann gera kvikmynd um leiðtoga-
fundinn í Reykjavík. Samkvæmt
skoskum fréttasíðum stendur til
að hefja tökur á myndinni í skosku
hálöndunum í ágúst og septem-
ber á þessu ári. Svo verður farið
í aðrar tökur við önnur evrópsk
fjallasvæði í október og nóvember
og kemur Ísland þá væntanlega til
greina í þær tökur.
Ridley Scott er einn af virtustu
leikstjórum Hollywood og hefur
gert kvikmyndir á borð við Black
Hawk Down, American Gangst-
er og Gladiator. Ef Scott ákveður
að taka hluta myndarinnar upp
hér á landi gæti það þýtt
að Noomi Rapace, sem
lék Lisbeth Salander í
Millennium-þríleikn-
um, endurnýi kynni sín
við Ísland, því hún leik-
ur aðalhlutverkið í Prom-
etheusi. Rapace átti
heima á bóndabæ á Flúð-
um í barnæsku og lék í
sinni fyrstu kvikmynd
hér á landi undir
stjórn Hrafns Gunn-
laugssonar.
- fgg
Scott skoðar Ísland fyrir geimverumynd
GEIMTRYLLIR Prometheus
er geimtryllir og er Ridley
Scott að skoða hvort Ísland
henti sem tökustaður
fyrir myndina. Myndin
skartar Noomi Rapace
í aðalhlutverki en hún
hóf leikferil sinn í
kvikmynd eftir Hrafn
Gunnlaugsson.
„Ég held að þetta eigi eftir að
verða besta partí sumarsins, jafn-
vel þótt það sé á miðvikudegi.
Bestu partí sumarsins eru alltaf
á virkum dögum,“ segir Steinþór
Helgi Arnsteinsson tónleikahald-
ari.
Ástralska hljómsveitin Cut
Copy heldur tónleika á Nasa hinn
20. júlí í sumar. Steinþór og tón-
leikafyrirtækið Faxaflói sjá um
skipulagningu. Hann segir að
tónleikagestir verði ekki svikn-
ir af upplifuninni. „Þetta er búið
að vera eitt af mínum uppáhalds-
böndum í svolítinn tíma og eitt það
skemmtilegasta sem ég hef séð á
tónleikum. Þeir eru alveg trylltir.
Ég sendi Atla Bollason á tónleika
með þeim í Montreal um dag-
inn til að tékka á hvernig þeir
væru. Hann gaf þeim sín bestu
meðmæli,“ segir Steinþór.
Cut Copy sló í gegn með plöt-
unni In Ghost Colours árið
2008. Henni var fylgt
eftir með Zonoscope,
sem kom út snemma
á þessu ári. „Tónlist
þeirra hefur verið köll-
uð diskórokk og það
á mjög vel við. Það er
mikið af syntum í þessu,
diskódansvænum töktum,
en svo eru líka rafmagns-
gítarar og læti.“ - hdm
Cut Copy til Íslands í sumar
SPILAR Á NASA Í JÚLÍ Ástralska diskórokksveitin Cut Copy treður upp
á Nasa í júlí. Steinþór Helgi lofar besta partíi sumarsins.