Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 84

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 84
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR60 60 menning@frettabladid.is komið af stað kemur sýningin sjálf þrælskemmtilega á óvart. Gott framtak og áhugavert að skoða nú þennan tíma aftur, kannski er loks komin svolítil fjarlægð á þessi ár, nóg til þess að hugsa um þau án þess að fyllast reiði. Einstaka verk standa upp úr, til dæmis táknrænt myndband Þorvaldar Þorsteins- sonar af aftöku fjölskyldu. Verk Snorra Ásmundssonar, Hnakkar og skinkur, var því miður ekki í gangi af tæknilegum ástæð- um þegar ég skoðaði sýninguna en brot úr því hefur verið sýnt í sjónvarpi. Þetta er eitt besta verk Snorra hingað til og eitt áhuga- verðasta verkið á sýningunni. Þessi listaverk, sem nálgast efni- viðinn á ögrandi og skapandi hátt, eru aðall sýningarinnar. Nokkur verk notfæra sér myndmál ann- arra til að koma einföldum skila- boðum áleiðis en standa varla sjálf sem listaverk, en auk þeirra eru hér mörg áhugaverð listaverk sem vert er að skoða. Og hvað er svo málið með Fal- legustu bók í heimi? Spurningarnar eru tvær: Er verk Eggerts, Flora Islandica, upprunalegt listaverk, fjölfaldað í fimm hundruð eintökum, eða bók? Ef um upprunalegt listaverk er að ræða er það verndað með lögum sem kallast sæmdarréttur og þá er ólöglegt að fara með það eins og hér er gert. Að mínu mati er þetta listaverk en ekki eru allir þeirrar skoðunar. Næsta spurning er þá hvort sæmdarrétturinn á að vera í lögum. Hann er listamönnum aug- ljóslega mikið hagsmunamál og undarlegt að vilja hann afnuminn, vilji einhver það, sem ég efast um. Væri ekki fyrir sæmdarréttinn gæti fjársterkur aðili til dæmis keypt upp allt höfundarverk ein- hvers listamanns og eyðilagt það. Slíkan möguleika vill enginn. Bar- átta gegn sæmdarrétti beinist því fyrst og fremst gegn hagsmunum listamanna og skýtur skökku við ef listamenn sjálfir beina spjótum að eigin réttindum. Fallegasta bók í heimi dregur úr slagkrafti sýningarinnar sjálfrar, beinir umræðunni í annan farveg en lagt var upp með, skýtur auk þess á vitlaust skotmark. Hins vegar er öll umræða um hags- munamál listamanna afar þörf og vonandi verður þetta mál til þess að skerpa á réttindum listamanna og skilgreiningunni á því hvað telst listaverk og hvað ekki. Á meðan bíður umræðan um ímynd íslenskrar menningar betri tíma. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Fjölbreytileg og inni á milli ögrandi sýning sem birtir frjóar hugmyndir listamanna um viðhorf til íslenskrar menningar fyrir hrun. Ein- staka verk stendur upp úr og nær að hreyfa við áhorfandanum í víðu sam- hengi. Umræðan um Fallegustu bók í heimi beinir sjónum frá viðfangsefni sýningar en er þörf sem slík. Myndlist ★★★★ Koddu, samsýning Nýlistasafnið, Hugmyndahús há- skólanna Stendur til 15. maí. Nýlistasafnið er opið þri.- sun. frá kl. 12-17. Koddu er sýning á verkum rúm- lega fjörutíu listamanna. Sýn- ingarstjórar eru þau Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður, Hannes Lárusson myndlistarmað- ur og Tinna Grétarsdóttir mann- fræðingur. Ágæt bók með upplýs- andi og skemmtilegum texta fylgir sýningunni og treystir bakland hennar. Markmiðið er að skoða og rann- saka hvaða áhrif nýfrjálshyggja og hugsunarháttur góðæris höfðu á viðhorf til íslenskrar menningar og birtist þessi rannsókn á marg- víslegan hátt í verkunum sem hér má sjá. Listamenn velta fyrir sér þjóðernisímyndinni og sér- stöðu hennar, hvaða orð eru notuð til þess að lýsa einhverju sérís- lensku, hvernig myndmálið birt- ist o.fl. Sérstaklega er gagnrýnd sú afstaða að kynna íslenska lista- menn sem náttúrubörn og sköpun þeirra sem hreinan frumkraft líkt og um heitt vatn úr iðrum jarðar sé að ræða eins og oft er gert. Slíkt viðhorf veitir listamönnum lítið rými til listiðkunar sem felur í sér aðra möguleika. Eftir allt argaþrasið sem eitt verkanna á sýningunni hefur Listin og heita vatnið AÐSTANDENDUR KODDU Í NÝLISTASAFNINU Mörg listaverk á sýningunni eru ögrandi og skapandi segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. HIN ÍSLENSKU ÞÝÐINGAVERÐLAUN verða veitt á Gljúfrasteini í dag klukkan 14. Tilnefnd eru þau Atli Magnússon fyrir Silas Marner eftir George Eliot, Erlingur E. Halldórsson fyrir Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante Alighieri, Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell Espmark, Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers og Þórarinn Eldljárn fyrir Lé konung eftir William Shakespeare. Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar. Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknatækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum, ásamt greinargerð, skal skilað til Þórarins Gunnarssonar, skrifstofustjóra, Landlæknisembættinu, Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnesi, eigi síðar en 20. maí 2011. Umsóknir er einnig hægt að senda á netfangið thorainn@landlaeknir.is. Gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið um miðjan júní 2011. Sjóðsstjórn Jazz Hera Edge Gyro Bæjarlind 16 - Kóp - S: 553 7100 www.linan.is m j ú k i r , s t í fi r lang i r, s tu t t i r s t ó r i r , l i t l i r djúpir, grunnir við sérhæfum okkur í sófum og stó lum BJÓÐUM VAXTALAUS VISA / MASTERCARD K O R TA L Á N Í 3 , 6 E Ð A 1 2 M Á N U Ð I Tenórar hefja upp raust sína í kvöld í Íslensku óperunni og verða tónleikarnir síðustu óperutónleik- arnir í Gamla bíói, sem hýst hefur íslenskar óperur til margra ára. Tenórarnir hafa gjarnan kallað sig tenórana þrjá, en í kvöld verða þeir reyndar fjórir; Garðar Thor Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium. Þeir stíga svo á svið ásamt góðum gestum, þeim Diddú, Óskari Péturssyni og Óperukórn- um í Reykjavík, sem Garðar Cort- es stjórnar. Jónas Þórir og Ant- onía Hevesi sjá um píanóleik. Á efnisskrá eru vinsælustu tenór- aríur óperubókmenntanna og fleiri söngperlur. Örfáir miðar voru eftir á tón- leikana í gær að sögn Jóhanns Friðgeirs, sem sagði hópinn hafa ákveðið að halda aðra tónleika fyrir aðdáendur. „Við ætlum að halda aukatónleika í sjálfri Hörp- unni,“ sagði Jóhann Friðgeir, sem sagði dagsetningu þó ekki komna á hreint. „Þeir verða í maí en dagsetning verður nánar auglýst síðar.“ Tenórarnir í Hörpu ÞRÍR HRESSIR Snorri Wium, Jóhann Friðgeir og Garðar Thor koma fram í Íslensku óperunni í kvöld ásamt Gissuri Páli tenóri. Auk þeirra fjögurra stíga fjölmargir gestir á svið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verkið General Factors, eftir Darra Lorenzen opnar í Lista- safni Íslands í dag klukkan 15. Það er unnið sérstaklega fyrir sýninguna Hljóðheima sem nú stendur yfir í safninu. Innsetn- ingin varð til með gjörningi sem haldinn var í gær þar sem fim- leikastjörnur, ljósmyndarar og gestir sköpuðu andrúmsloft sem listamaðurinn fangaði. Innsetning úr gjörningi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.