Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 44
4
Við byrjuðum fyrir tíu árum í smákompu við
Ingólfsstræti. Markmiðið var að bjóða Íslendingum
það besta í eldhúsið og auðvitað ekki síður að fá
að vinna við eigið áhugamál. Hvort tveggja tókst
og við þökkum kærlega fyrir 10 frábær ár.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
ÁRA
Í dag er síðasti dagur
afmælishátíðar Kokku.
Við höldum upp á 10
skemmtileg ár með
10% afslætti af öllum
vörum og sértilboði
á vinsælustu vörunum
frá upphafi.
„Sýningarstjóri Salone Satell-
ite, Marva Griffin, bað mig og
tvo aðra hönnuði, Rui Pereira og
Joana Pais, um að hanna sérstaka
innsetningu í tilefni af afmælinu
en við vorum öll mastersnemar
við Scuola Politecnica di Design.
Viðfangsefnið var hlutverk hönn-
unar eftir 50 ár og við fengum
algerlega frjálsar hendur. Í stað
þess að sýna húsgögn ákváðum
við að einbeita okkur að félags-
legri hegðun og hvernig hönnun
getur haft áhrif á framtíðarsam-
félag,“ segir Hafsteinn en inn-
setningin fékk heitið Superfarm,
eða Ofurbýlið.
Hafsteinn segir innsetninguna
hafa vakið athygli, sérstaklega
fyrir nýstárlega nálgun á þess-
ari rótgrónu húsgangasýningu en
hugmyndin var að færa bænda-
býlið inn í borgina þar sem það
myndi þjóna framtíðarsamfélag-
inu sem matvöruverslun. „Við
lögðum mikla áherslu á að virkja
viðskiptavini til að leggja sitt af
mörkum til „ofurbýlisins“, til
dæmis veiða fiskinn, tína græn-
metið, mylja kornið o.s.frv. Þetta
var gert til að tengja manninn
aftur nær upprunanum og koma
honum í skilning um mikilvægi
endurvinnslu, orkusköpunar og
staðbundinnar framleiðslu.“
Hátt í 400.000 gestir sækja sýn-
inguna í Mílanó árlega, allstaðar
að úr heiminum. Superfarm opn-
aði umræðu um hvert nútímasam-
félag stefnir og hvað megi gera
til þess að upplýsa framtíðarsam-
félagið betur um mikilvægi um-
hverfisverndar, hollustu og heið-
arleika. Þegar hefur verið fjallað
um Superfarm í virtum hönn-
unartímaritum, svo sem Frame
magazine, Domus Magazine og á
víðlesnu hönnunarbloggi, moco-
loco.com.
Hafsteinn, sem er búsettur í
Mílanó, er að vonum ánægður
með hvernig til tókst og hefur
þegar fengið spennandi tilboð
um verkefni í framhaldinu. Hann
vill þó ekki gefa upp hver þau
eru, enda hefur hann í nógu öðru
að snúast.
„Núna er ég að vinna að nýrri
vöru fyrir tískuframleiðandann
Giuliano Fujiwara og verður hún
vonandi kynnt á tískuvikunni í
Mílanó næsta haust. Ásamt því
er ég að vinna að nokkrum nýjum
hugmyndum eða vörum fyrir
vörumerkið mitt HAF og þær
ættu að vera klárar á næstunni.“
Nánar má forvitnast um hönn-
un Hafsteins á síðunni www.haf-
steinnjuliusson.com
Hannaði ofurbýli í Mílanó
● Íslenskur hönnuður, Hafsteinn Júlíusson, setti upp sérstaka innsetningu á einni stærstu
hönnunarsýningu heims, Salone Del Mobile, í Mílanó, í apríl. Sýningin fagnaði 50 ára afmæli.
Portúgölsku hönnuðirnir Rui Pereira og Joana Pais settu upp Superfarm ásamt Hafsteini.
Hugmyndin var að færa bóndabýlið inn í borgina þar sem það myndi þjóna fram-
tíðarsamfélaginu sem matvöruverslun. MYND/HAFSTEINN JÚLÍUSSON
GOTNESK NÝJUNG Belgíska hönnunarfyrirtækið Studio Job hannaði
nýlega þennan stól fyrir hollenska merkið Moooi. Hugmyndin að stólnum
er fengin út frá þungum gotneskum tréstólum í rómantískum stíl. Nýju
stólarnir eru hins vegar úr plasti og í skærum litum. Studio Job hannaði
stólinn upphaflega fyrir nýlega endurnýjað Groniger-safnið í Hollandi.
Hafsteinn Júlíusson var fenginn til að
hanna afmælisinnsetningu í Mílanó.