Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 30. apríl 2011 67 Leikkonan Jessica Alba segist vera sjúk í mat eftir að hún varð ófrísk að sínu öðru barni. Fyrir á hún hina tveggja ára Honor Marie með eiginmanni sínum Cash Warren. „Stundum get ég ekki hætt að hugsa um mat. Ég get alltaf borðað melónur og þegar ég gekk með Honor var ég líka sólgin í ávexti,“ sagði Alba, sem hámar einnig í sig ostborg- ara og súrsaðar gúrkur. „Ég held ekki aftur af mér og borða bara hvað sem er.“ Alba reynir að halda aukakílóunum í skefj- um með því að hreyfa sig fimm sinnum í viku í hálftíma til eina klukkustund í senn. Sjúk í mat á meðgöngu SJÚK Í MAT Jessica Alba hefur hámað í sig mat síðan hún varð ófrísk. Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem heimildarmynd hans Gnarr fékk á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York. Nóg var að gera hjá honum og borgarstjóranum Jóni Gnarr, sem myndin snýst um, við að svara spurningum fréttamanna. „Við vorum eiginlega að allan tímann. Ef við vorum ekki á sýningum á mynd- inni vorum við í viðtölum,“ segir Gaukur, sem ræddi við stóra fjöl- miðla á borð við Wall Street Journ- al, Variety og NBC. „Við sögðum nei við Biography Channel og alls konar stór blöð því þetta var svo mikið. Þú getur rétt ímyndað þér landkynninguna og kynninguna á Reykjavík.“ Myndin var sýnd þrívegis á hátíð- inni og var uppselt í öll skiptin. Gagnrýnendur voru einnig jákvæðir að mestu leyti. „Sumum finnst skrít- ið að þarna var ekki verið að kafa ofan í hlutina fram og til baka. Mitt sjónarhorn var ekki þannig. Ég tók bara upp það sem gerðist og límdi saman úr því mynd,“ segir Gaukur. Gnarr verður næst sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norð- ur-Ameríku, Hot Docs, í Toronto í Kanada sem hófst á fimmtudag og lýkur 8. maí. Vinsælir á Tribeca ÁNÆGÐUR Gaukur Úlfarsson er ánægður með við- tökurnar sem Gnarr fékk á Tribeca- hátíðinni. Fyrirsætan Miranda Kerr eignaðist son- inn Flynn í byrjun janúar á þessu ári. Kerr er komin aftur til vinnu og segist þakka grannan vöxt sinn heilsusamlegu líferni. „Ég passa mig á að sofa nóg og drekka nóg af vatni, þannig viðheld ég heilsu minni. Auk þess borða ég mjög hollan mat því þá verð ég orkumeiri. Ég elska spínat, lárperur og brokkólí,“ sagði fyrirsætan í nýlegu viðtali. Ásamt því að borða hollt og sofa nóg stundar Kerr reglulega jóga og hugleiðslu, en hún aðhyllist búddatrú. Fyrirsætan gift- ist leikaranum Orlando Bloom í ágúst í fyrra og eiga þau saman soninn Flynn, eins og áður hefur komið fram. Elskar spínat HEILSUSAMLEG Miranda Kerr lifir heilsusamlegu lífi sem auðveldar henni að viðhalda fallegu vaxtarlagi sínu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Emma Watson úr Harry Potter-myndunum hefur vísað á bug fregnum um að hún hafi hætt í Brown-háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjun- um vegna þess að hún hafi verið lögð í einelti. Watson ákvað fyrir skömmu að taka sér frí frá námi í eina önn. Í yfirlýsingunni sagð- ist hún aldrei hafa lent í einelti, hvorki í Brown né annars staðar. Hún er ekki viss um hvað tekur við í haust þegar þriðja náms- árið hefst. Hugsanlega fer hún í nám í öðru landi. Ekki lögð í einelti í skóla EKKERT EINELTI Leikkonan Emma Watson var ekki lögð í einelti. Ársfundur 2011 Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 17. maí, kl. 16.00. Verður hann auglýstur nánar síðar. Yfirlit um afkomu 2010 Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · Fax 510 7401 · s l@sl . is · www.sl . is Efnahagsreikningur (í flús. kr.) Yfirlit um breytingar á hreinni eign til grei›slu lífeyris Lífeyrisskuldbindingar skv. ni›urstö›u tryggingafræ›ings Kennitölur Ávöxtun séreignardeildar 2010 Sjó›félagar 21.485.918 52.179.769 2.477.177 1.663.285 1.192.623 52.412 79.051.184 -524.842 2.260.627 80.786.969 2.415.384 -1.651.229 5.077.762 -88.218 -118.593 5.635.106 7.431.574 67.720.289 80.786.969 -1.709.000 -2,0% -3.290.000 -2,7% 6,1% 3,4% 0,8% 3,8% 6.992 7.198 0,13% 81,5% 18,5% 19.112.061 43.821.329 2.473.021 419.237 1.524.097 18.189 67.367.934 -138.771 491.126 67.720.289 3.004.245 -1.039.016 7.674.332 -61.904 -80.583 9.497.074 0 58.223.215 67.720.289 -1.784.000 -2,5% -5.146.000 -4,4% 12,7% 3,8% 2,8% 3,3% 7.425 6.181 0,13% 73,8% 26,2% Ver›bréf me› breytilegum tekjum Ver›bréf me› föstum tekjum Ve›lán Innlán og bankainnistæður Kröfur A›rar eignir og rekstrarfjármunir Skuldir Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II Samtals I›gjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostna›ur Hækkun á hreinni eign á tímabilinu Sjóðir sameinaðir sjóðnum 2010 Hrein eign frá fyrra ári Samtals Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum Sjóðurinn hefur ekki þurft að skerða réttindi vegna falls bankanna haustið 2008 né nokkru sinni áður. Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal Fjöldi virkra sjóðfélaga Fjöldi lífeyrisþega Rekstrarkostnaður í % af eignum Eignir í íslenskum krónum Eignir í erlendum gjaldmiðlum Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur var 8,1% eða 5,3% raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmiss verðbréf nam 9,8% eða 7,0% raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.260,6 milljónir króna í árslok 2010 og vaxa um 360,3% vegna samruna við sjóðinn. Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamnings- bundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. 31.12.2010 31.12.2009 Í stjórn sjó›sins eru Guðmundur Árnason formaður, Hrafn Magnússon varaformaður, Arnar Sigurmundsson, Friðbert Traustason, Gunnar Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Sigurbjörnsson Traustur sjóður, trygg framtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.