Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 35
Margir hafa spurt hvort aðstoð við illa stadda geti ekki falið í sér eitthvað meira en að afhenda mat í poka? Ný nálgun í mataraðstoð er svar okkar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Með því að velja kortaleiðina sem við köllum svo, viljum við mæta kröfum samtímans um að fólk, sem býr við þröngan kost og þarf aðstoð, fái að velja sjálft hvað það kaupir í matinn og umfram allt, að það þurfi ekki að líða frekara skipbrot með því að bíða í röð eftir hjálpinni. Með breytingunum erum líka að læra af öðrum þjóðum hvernig best er að veita aðstoð. Aðeins í Osló er mat úthlutað eins og tíðkast hefur hér á landi, hvergi annarsstaðar í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Með breytingunum á mataraðstoðinni nú viljum við líka efla ráðgjöf og bjóða upp á nýjungar með fjármála- og fjölskylduráðgjöf. Það er auðveld-ara að koma með óopnuð reikninga- og innheimtuumslögin til okkar en til bankanna. Sérfræðingur í fjölskyldu- ráðgjöf mun geta farið dýpra í málin en félagsráð- gjafar okkar geta gert í stuttum viðtölum. Af reynslu undanfarinna ára vitum við mjög vel hvar skórinn kreppir hjá fólki. Við teljum að með þessari nýju nálgun getum við hjálpað fólki skrefi lengra í lífinu. Ég vil hvetja alla til að taka þátt í söfnun Hjálparstarfsins sem nú stendur yfir og greiða valgreiðslu sem bíður í heimabankanum eða greiða greiðsluseðil sem eldri en 65 ára fengu. Allt sem kemur inn rennur til innanland- saðstoðar. Góður stuðningur ykkar mun gera okkur kleift að gera enn betur. Vilborg Oddsdóttir, félagráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar Meira en matur í poka Ný nálgun við mataraðstoð Margt smátt ... Mynd: Þorkell Þorkelsson Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Það er svar við kalli samfélagsins og þeirra sem þiggja mataraðstoð. Áfram fá allir viðtal við félagsráðgjafa til að leita heildstæðari og varanlegri lausna á einstaklingsbundnum vanda. Hjálparstarf kirkjunnar býður fjölbreyttan stuðning meðal annars til tómstunda og skóla- göngu barna og unglinga, til lyfjakaupa og félagslega ráðgjöf. Með því að styðja innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar hjálpar þú til sjálfshjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 99. tölublað (30.04.2011)
https://timarit.is/issue/328431

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

99. tölublað (30.04.2011)

Aðgerðir: