Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 6
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR6 gestum og gangandi réttu sporin vi su ræna tónlist. Barinn opinn. Enginn a gangseyrir. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík www.xs.isAllir velkomnir Trúbadorinn og baráttusöngvarinn Hörður Torfason flytur nokkur lög. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi, stjórnar fjöldasöng. 1. maí fundur Samfylkingarfélagsins Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður borgarbúum til baráttufundar í Iðnó við Tjörnina sunnudaginn 1. maí. Ræður flytja Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins Hrafnhildur Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík Eftir útifund verkalýðsfélaganna liggur leiðin í Iðnó þar sem reykvískir jafnaðarmenn bjóða upp á kaffi og kleinur. KJARAMÁL Samtök atvinnulífs- ins (SA) segjast tilbúin að gera kjarasamning til þriggja ára eftir að ríkisstjórnin lýsti því yfir á fimmtudagskvöld að sjávarút- vegsfyrirtækjum yrðu tryggð góð rekstrarskilyrði. Ekki er þó útséð með að samið verði til þriggja ára. SA vilja gera svokallaðan aðfarasamning til 15. júní. Þann sama dag hefst sumar- leyfi Alþingis, en stefnt er að því að samþykkja lög um stjórn fisk- veiða og komast að niðurstöðu um uppbyggingu samgöngumann- virkja fyrir sumarleyfi. „Í raun erum við að tala um að þau fyrirheit sem gefin eru í yfir- lýsingunni verði efnd,“ sagði Vil- mundur Jósefsson, formaður SA, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Það lokatilboð sem ríkisstjórn- in gerði SA á fimmtudagskvöld er langt frá því að vera nægjanlegt, sagði Vilmundur. Þá sagði hann samtökin hafa slæma reynslu af loforðum ríkisstjórnarinnar, og vísaði þar til stöðugleikasáttmál- ans. Þrátt fyrir þetta ákvað fram- kvæmdastjórn SA að freista þess að ljúka gerð þriggja ára kjara- samnings. „Við höfum ekki mikið í hendi annað en þau loforð að sjávarút- vegsfyrirtækjum verði sköpuð góð rekstrarskilyrði. Það hlýtur að fylla mann mikilli bjartsýni,“ sagði Vilmundur. „Vonir okkar standa til þess að við náum samningum við verka- lýðshreyfinguna. Það er allra hagur að auka hagvöxt í landinu og vinna okkur út úr þessum vanda. Við vinnum okkur ekki út úr nein- um vanda með verkföllum,“ sagði Helgi Magnússon, formaður Sam- taka iðnaðarins, sem sæti á í fram- kvæmdastjórn SA. brjann@frettabladid.is SA rétta fram sátta- hönd til stjórnvalda Samtök atvinnulífsins eru tilbúin til að semja til þriggja ára eftir nýtt útspil stjórnvalda. Stjórnvöld ætla að tryggja sjávarútvegsfyrirtækjum góð rekstrar- skilyrði. Ákvörðun um samningstíma frestað þar til lög um fiskveiðar verða ÚTSPIL Hluti framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins kynnti tillögu sína um samning til þriggja ára á fundi með fjölmiðlafólki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríkisstjórnin sendi Samtökum atvinnulífsins drög að ýtarlegri yfirlýsingu á miðvikudagskvöld þar sem farið er yfir þær aðgerðir stjórnvalda sem liðkað gætu fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. Í drögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er farið yfir þær opinberu framkvæmdir sem til stendur að ríkið fari í, til dæmis byggingu nýs Landspítala, hjúkrunarheimila og framkvæmdir á vegum ofanflóðasjóðs. Til viðbótar er talað um að skilgreina verði hvaða aðrar framkvæmdir ríkis- sjóður geti greitt fyrir. Þar er meðal annars vísað til samgönguframkvæmda á Suðvesturlandi sem fjármagnaðar verði með „sérstökum hætti“. Niður- staða um þær framkvæmdir á að koma fyrir lok maí. Í sérstakri bókun við drög að yfirlýsingu stjórnvalda er fjallað um sjávar- útvegsmálin, sem hafa verið ásteytingarsteinn í viðræðum SA og ríkisins. Þar kemur fram að hagsmunaaðilum verði kynnt frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Eftir hagfræðilega greiningu á frumvarpinu tilnefni SA og ASÍ hvort sinn fulltrúann í nefnd stjórnvalda sem fara á yfir niðurstöður greiningarinnar. Þetta ætla stjórnvöld að gera til að „leita leiða til að ná frekari sátt um útfærslur sem tryggi sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði“, segir í drögunum. Niðurstöður þeirrar yfirferðar eiga að liggja fyrir um mánaðamótin maí og júní. Í drögunum er kveðið skýrt á um að þau miðist við að samningar til þriggja ára náist. Verði samið til skemmri tíma falli yfirlýsingin úr gildi. Niðurstaða um deilumál fljótlega ASÍ hafnaði í gær tilboði Samtaka atvinnulífsins um að semja til þriggja ára. Verkalýðshreyfingin vill gera kjarasamning sem gildir frá síðustu áramótum fram í febrúar á næsta ári, með launa- hækkunum fyrir launamenn. „Verkalýðshreyfingin er farin að hefja undirbúning að því að fara í allsherjaraðgerðir seinni hlutann í maí. Við látum ekki bjóða okkur þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessu máli,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. „Ef þeir vilja koma aftur að borðinu geta menn ekki látið eins og ekkert hafi gerst. Verkalýðshreyfingin er ekki jójó í höndum atvinnurekenda sem þeir geta hent til og frá eftir því sem þeim hentar hverju sinni,“ segir Gylfi. Kjarasamningur til þriggja ára var svo gott sem tilbúinn 15. apríl síðastliðinn, þegar slitnaði upp úr viðræðum. Gylfi segir ekki hægt að snúa klukkunni til baka, SA hafi misst af þeim strætisvagni. Í millitíðinni hafi náðst samningar við Elkem um verulegar kjarabætur fyrir starfsmenn. Ýmis atriði í þeim samningi séu vissulega ekki fordæmisgefandi, enda Elkem að láta starfsmenn njóta góðs gengis fyrirtækisins. Önnur atriði gefi klárlega for- dæmi, til dæmis almennar launahækkanir og afturvirkni. „Ég held að SA hafi gengið þannig fram af nánast öllum lands- mönnum að það er lítil stemming fyrir því að horfa til þess að gera þriggja ára samning,“ segir Gylfi. Segir verkalýðshreyfinguna ekki jójó SA UNDIRBÚA VERKFALL Gylfi Arnbjörnsson segir ekki hægt að snúa klukkunni aftur til miðs mánaðar. Vinnuveitendur hafi misst af þeim strætisvagni. Spilar þú tölvuleiki? JÁ 41,6% NEI 58,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Horfðir þú á konunglega brúð- kaupið í beinni útsendingu? Segðu skoðun þína á visir.is Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU ÞJÓÐKIRKJAN Kosið verður að nýju til vígslubiskups í Skálholti í byrj- un júlímánaðar þessa árs. Sú kosning sem fór fram fyrr í mán- uðinum hefur verið ógilt eftir að séra Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur Vestfjarðaprófastsdæm- is, kærði úrslitin. Agnes lenti í þriðja sæti í fyrri umferð kosninganna, og munaði þar einu atkvæði á henni og séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Ástæða kærunnar var sú að kjörnefnd tók gild tvö atkvæði sem póstlögð voru þremur dögum eftir að frestur rann út. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar sagði af sér í kjölfarið. Skipa þarf nýja kjörstjórn til að hafa yfirum- sjón með kosningunum í júlí. Séra Sigrún Óskarsdóttir, prest- ur í Árbæjarkirkju, varð hlut- skörpust í kosningunum. Ákveðið hefur verið að leggja fram nýja kjörskrá sem tekur gildi 1. maí 2011. 149 prestar eru á kjörskrá, en tveir þeirra presta sem voru á kjörskrá 1. febrúar síð- astliðinn hafa ekki lengur kosn- ingarétt þar sem þeir hafa látið af störfum. Á Íslandi eru tveir vígslubiskup- ar. Situr annar á Hólum í Hjaltadal og hinn í Skálholti í Biskupstung- um. Vígslubiskupsembættið geng- ur næst biskupsembættinu. - sv Kjörstjórn þjóðkirkjunnar segir af sér eftir að kosningar til vígslubiskups voru kærðar: Kosið verður á ný í byrjun júlí SKÁLHOLT Tveir vígslubiskupar starfa á Íslandi, annar í Skálholti og hinn á Hólum í Hjaltadal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Næstum fimmta hverju fóstri á Íslandi er eytt, samkvæmt tölum sem birtust í Talnabrunni Landlæknis í gær. Samanborið við Norðurlönd eru fóstureyðingar þó tiltölulega fáar. Tölurnar byggja á gögnum frá 2009. Það ár voru tæplega 81 þúsund fóstureyðingar gerðar á Norðurlöndum. Hlutfallslega flestar í Svíþjóð, eða 335 á hverja 1000 lifandi fædda, en fæstar í Finnlandi. Á Íslandi voru gerðar 193 fóstureyðingar á móti hverj- um 1000 sem fæddust lifandi. - jhh Tölur Landlæknisembættisins: Fimmta hverju fóstri er eytt KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.