Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 30. apríl 2011 7
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfi ð á vef Bændasamtakanna,
www.bondi.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Nánari upplýsingar gefur Jón Baldur Lorange,
sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs BÍ, í síma 563-0300 eða tölvupósti: jbl@bondi.is.
Landbúnaðarforritari
Ert þú forritari sem hefur áhuga á íslenskum landbúnaði?
Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða forritara til að vinna að hönnun og smíði næstu
kynslóðar vefkerfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefkerfa fyrir íslenskan
landbúnað.
Hæfniskröfur
• Góð almenn forritunarkunnátta
• Reynsla af forritun í einhverju af eftirtöldu: Java, PHP, Python, Django, Javascript,
jQuery og CSS
• Reynsla af Oracle-gagnagrunni, Agile/Scrum aðferðafræði og grafískri hönnun er kostur
Í boði er spennandi starf þar sem reynir á hópvinnu, sjálfstæð vinnubrögð og getu til að
takast á við ögrandi verkefni.
Bændasamtök Íslands - Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík - www.bondi.is
Laust starf organista við
Breiðholtskirkju
Breiðholtskirkja auglýsir lausa stöðu organista.
Um er að ræða 90% starf. Í Breiðholtskirkju er barnakór og
kirkjukór sem organistinn sér um og æfir. Starfsemi kóranna
er hluti af innra starfi kirkjunnar og því hefur organistinn þar
mikilvægu hlutverki að gegna.
Menntunarkröfur eru próf úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða
sambærileg menntun.
Nánari upplýsingar gefur sóknarprestur sr. Gísli Jónasson í síma
587 1500.
Umsóknir sendist til sóknarnefndar Breiðholtskirkju fyrir 15. maí nk.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Þangbakka 5,
109 Reykjavík
Staða söngstjóra
Söngsveitin Fílharmónía auglýsir lausa stöðu kór-
stjóra frá næsta hausti. Umsóknarfrestur er til 8. maí.
Söngsveitin Fílharmónía er blandaður kór í fremstu
röð. Kórinn hefur frá stofnun árið 1959 haft mörg af
stærstu kórverkum tónlistarsögunnar á efnisskrá sinni
og flutt mörg þeirra í fyrsta sinn á Íslandi.
Um verkefni kórsins og starf má fræðast á heimasíðu
hans www.filharmonia.is. Áhugasamir vinsamlegast
sendið umsóknir með ferilskrá á netfang hjá formanni
kórsins einar.fridriksson@gmail.com, sem jafnframt
veitir allar nánari upplýsingar í síma 892 2613. Einnig
má leita upplýsinga hjá fráfarandi kórstjóra, Magnúsi
Ragnarssyni, netfang magnus.ragnarsson@gmail.com,
í síma 698 9926.
Reykjavíkurborg
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Skrifstofustjóri borgarstjórnar er einn af æðstu embættismönnum
Reykjavíkurborgar. Hann ber ábyrgð á þjónustu skrifstofunnar við
borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og ýmsar aðrar nefndir og ráð.
Í því felst m.a. móttaka og meðferð gagna, undirbúningur og
framkvæmd funda, þ.m.t. ábyrgð á fundargerðum borgarstjórnar og
ráðgjöf til borgarfulltrúa, tilkynningar um afgreiðslu mála og
upplýsingagjöf til almennings. Skrifstofustjóri veitir nefndum og ráðum,
sem og starfsmönnum þeirra, ýmsa ráðgjöf s.s. lögfræðilega ráðgjöf um
fundarsköp og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Miðlæg umsjón styrkjamála
hjá Reykjavíkurborg er á hendi skrifstofu borgarstjórnar, sem og
umsagnir um rekstrarleyfi veitingastaða.
Umsjón með framkvæmd almennra kosninga í Reykjavík er á verksviði
skrifstofu borgarstjórnar.
Borgarstjóri er yfirmaður skrifstofustjóra borgarstjórnar. Um laun og
starfskjör skrifstofustjóra fer samkvæmt reglum um réttindi og
skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar.
Umsóknum skal skila til skrifstofu borgarstjóra, merkt „Umsókn um
starf skrifstofustjóra“, eigi síðar en 1. febrúar nk.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í
störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega
samfélag sem borgin er.
Upplýsingar um starfið veita Gunnar Eydal, fráfarandi skrifstofustjóri
borgarstjórnar, og Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri
Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Dagur B. Eggertsson
Skrifstofustjóri borgarstjórnar
Símaver Reykjavíkurborgar 411 11 11, atvinnuauglýsingar má einnig
skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Hæfniskröfur:
• Embættispróf lögfræði.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga.
• Þekking á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar æskileg.
• Þekking og reynsla af stjórnun, stefnumótun, rekstri og mannaforráðum.
• Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að koma fram og tjá sig í tali og rituðu máli á íslensku, ensku
og einu norrænu tungumáli.
Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar lausa til umsóknar
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.