Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 62
heimili&hönnun6 „Ég datt niður á þetta form, fjöðrina, fyrir nokkru,“ segir Vífill Magnússon arkitekt þegar hann lýsir nýjum húsgögnum úr eigin smiðju. „Ég byrjaði á að smíða blómastanda og svo færðist stefið yfir á borð og fleiri hluti. Efnið er eik sem er rist niður í sprota og sveigð á náttúrulegan hátt eftir eigin lögmálum.“ Vífill segir það lengi hafa tengst starfi sínu að hanna innréttingar og stundum húsgögn líka. Þegar kreppan kom og minna varð um verkefni á teikniborðinu kveðst hann hafa snúið sér að húsgögnunum í auknum mæli. „Ég hef frá unga aldri haft gaman af að smíða hluti til að hafa í kringum mig en að öðru leyti er þetta ný grein hjá mér. Það má segja að ég semji hlutina í eikina. Ég smíða fyrst og svo fer ég að teikna.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverjum sérstök- um heimshluta í húsgagnahönnuninni svarar Vífill. „Nei, nei. Þetta er eigin skáldskapur að öllu leyti.“ Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 13 til 18 og einnig þegar tónleikar eru í Salnum. Svo má skoða hana utan frá, gegnum glugga anddyrisins! - gun H önnunarvikan í Mílanó fór fram 12. til 17. apríl nýverið og var einkar glæsileg í tilefni af fimmtíu ára afmæli hennar. Þegar hún var haldin fyrst árið 1961 voru gestir tólf þúsund og sýnendur 328. Nú voru gestir tæp 300 þúsund og sýnendur um 2.500. Fjölbreytileikinn er mikill og hér má sjá örlítið brot af því sem fyrir augu bar. Hönnun eftir Studio Schneemann. Hönnun eftir hinn ítalska Simone Micheli. Veggþilið Quadror hannað af Studio Dror. Sniðugur sófi úr Lapo Elkann- línunni. Nýjungar í Mílanó Stólar úr Versace- línunni. Hönnun eftir Kazuo Sejima. Fjaðurmagnað skilrúm. Ákveðin tign er yfir þessum stól. Fatastandur með stafastampi. Arkitekt semur í eik Vífill á verkstæðinu sem hann bjó til í kjallara teiknistofunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● Allt frá unglingsárunum hefur Vífill Magnússon arkitekt unað sér við smíðar í frístundum. Undanfarið hefur hann þróað það áhugamál enn frekar. Afraksturinn er á sýningunni Fjaðrir í anddyri Salarins í Kópavogi. ● MAÐUR EINFALDLEIKANS Finnski glerhönnuðurinn Kaj Franck hefði orðið hundrað ára nú í ár en hann er meðal helstu frumkvöðla í finnskri glerhönnun og er sá sem kynnti hana fyrir Bandaríkjamönnum og umheiminum. Kaj Franck var í reynd maður einfaldleikans og lagði áherslu á hefðina. Meðal hans þekktustu hluta eru vasar, borðbúnaður sem hann hannaði árið 1952 fyrir Arabia og skálar eins og þessar, með mynstrum; blómum og sveppum. Brúnás–innréttingar eru íslensk hönnun og íslensk framleiðsla, framleiddar af trésmíðaverkstæði Miðás hf. á Egilsstöðum. Þær eru hannaðar af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni innanhússhönnuðum sem reka saman Go Form design studio í Reykjavík. Í sýningarsal og verslun Brúnás-innréttinga, Ármúla 17a í Reykjavík, býðst viðskiptavinum fagleg þjónusta og ráðgjöf innanhússhönnuða við val á Brúnás–innréttingum. Sýn- ingarsalur er svo einnig á Egilsstöðum að Miðási 9, í sömu byggingu og framleiðslan fer fram í. Þar er einnig að finna aðalskrifstofu fyrirtækisins. Miðás 9, 700 Egilsstaðir, sími: 470 1600, fax: 471 1074 Ármúli 17a, 108 Reykjavík, sími: 588 9933, fax: 588 9940 Sama verð um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.