Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 96

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 96
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR72 1. FH 119 stig 2. KR 110 stig 3. Breiðablik 95 stig 4. Valur 86 stig 5. ÍBV 78 stig 6. Fram 73 stig 7. Keflavík 60 stig 8. Fylkir 46 stig 9. Grindavík 35 stig 10. Víkingur 34 stig 11. Stjarnan 33 stig 12. Þór Akureyri 12 stig Spá Frétta blaðsins fyrir sumarið 2011 í Pepsi-deild karla Lykilmenn liðanna Matthías Vilhjálmsson, FH verður áfram lykilmaðurinn á miðju FH-inga, nú reynslunni ríkari eftir dvöl hjá Colchester í vetur. Matthías verður örugglega áfram einn marksæknasti miðjumaður deildarinnar. Bjarni Guðjónsson, KR hefur fyrir löngu tekið að sér leiðtogahlutverkið í KR-liðinu og er nú í flottu formi sem boðar gott enda fer leikur liðsins eins og áður í gegnum hann. Hann hefur beðið lengi eftir þeim stóra og er ólmur í að enda þá bið í sumar. Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki fær mikilvægt hlutverk í sumar við að halda Blika- liðinu saman og það er þungl ábyrgð á hans herðum. Til viðbótar því að vera kletturinn á miðjunni er hann einn af þeim sem þurfa að skapa meira fyrir liðið fram á við fyrst Alfreð er farinn. Haukur Páll Sigurðsson, Val er orkuboltinn í Valsliðinu og er í mjög stóru hlutverki á miðju liðsins. Verði hann án meiðsla og rólegri í spjöld- unum gæti hann komist í hóp bestu leikmanna deildarinnar. X-faktorinn Varnarlína FH Það eru ekki margir veikleikar í FH-liðinu en spurningarmerkin eru aðallega í kringum varnarmenn liðsins. Hjörtur Logi er farinn, Tommy Nielsen verður 39 ára í sumar, Freyr Bjarnason er líka farinn að eld- ast og þá hefur Alen Sutej verið meiddur. Slök byrjun hjá KR-ingum undanfarin tímabil hefur komið í bakið á þeim. KR vann þannig ekki leik í maí í fyrra (3 stig í fyrstu 5 leikjunum) og það dugði liðinu ekki að vinna 9 af síðustu 10 leikjum sínum 2009. Eftirmaður Alfreðs hjá Breiðabliki er ekki enn fundinn en hann kom að 29 af 47 mörkum Blika í fyrra. Blikar misstu heilann úr sóknarleiknum og hafa líka saknað hans í vor. Hvernig Ólafur Kristjánsson leysir þennan missi mun ráða miklu um gengi liðsins í sumar. Færeyingarnir í Val eru þrír og það hefur sýnt sig í vor að þetta eru sprækir og fjölhæfir leikmenn sem lofa góðu. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir standa undir því að spila með toppliði á Íslandi. Eftirréttir Amaretto súkkulaði Brownie Með vanillu gelato. Lakkríssprengja Blandaður gelato með fullt af lakkrís og svo meiri lakkrís – fyrir þá sem elska lakkrís. Kókossprengja Blandaður gelato með kókósbollu, ferskum jarðarberjum, rjóma og súkkulaðisósu. Forréttir Ravioli Fritti Stökkt ravioli með fjögurra osta fyllingu og bragðmikilli arrabbiata sósu. Hvítlauksbakaðir humarhalar Humarhalar bakaðir í hvítlauk, ítalskri steinselju og parmesan. Prosciutto með truffluolíu Ekta ítölsk Prosciutto með karamelluðum furu- hnetum, baby mozzarella, hægelduðum tómat og truffluolíu. Bruschetta Mozzarella Ótrúlega fersk – tómatar, fersk basilíka og Mozzarella. Carpaccio classico Nautacarpaccio með karamelluðum furuhnetum, klettasalati, parmesanosti og klettasalatspestó. Aðalréttir Humar og risarækju Linguini Linguini pasta með risarækjum, humri, klettasalati og kirsuberjatómötum í kraftmikilli sósu. Túnfisk Rigatoni Rigatoni pasta með tonno all’olio d’oliva, tómötum, chili og ferskri basilíku í arabbiattasósu. Bragðbætt með sítrónu og ólífuolíu. Kjúklinga Tagliolini Tagliolini pasta með steiktum kjúklinga- bitum, sveppum, spínati og pancetta í hvítvínsrjómasósu. Svakalegt kjúklingasalat Stökkur kjúklingur, fersk basilíka, tómatar, mangó, cous-cous, karamellaðar furu- hnetur og UNO dressing. 3ja rétta matseðill aðeins 2.990 kr. UNO | Hafnarstræti 1-3 | 101 Reykjavík | Sími 561 1313 | uno.is Þú velur 1 rétt úr hverjum flokki. Gildir sunnudaga, mánudaga og þriðjudaga út maí. FÓTBOLTI Það er margt sem bend- ir til þess að Pepsi-deildin í sumar geti snúist upp í einvígi FH og KR og merki um þetta má vissu- lega sjá í spá íþróttablaðamanna Fréttablaðsins þar sem þessi tvö lið eru langefst. Bæði lið hafa styrkt sig í „veiku“ stöðunum en kjarni beggja liðanna hefur hins vegar verið lengi saman og þar þekkja menn hver annan orðið mjög vel. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort æskufélag- arnir úr KR, Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson, stingi af með liðin sín eða hvort lið eins og Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valsmenn blandi sér í baráttuna, Blikar hafa titil að verja og Hlíð- arendapiltar unnu bæði undirbún- ingsmótin fyrir tímabilið. FH-ingar töpuðu titlinum á markatölu í fyrra eftir að Heim- ir Guðjónsson hafði gert þá að meisturum á tveimur fyrstu árum sínum sem aðalþjálfari. Liðið lenti illa í meiðslum og útlendingavand- ræðum í upphafi móts og náði ekki dampi fyrr en í seinni umferð sem var of seint. KR-ingar voru líka ósannfærandi framan af móti og það var ekki fyrr en Rúnar Krist- insson tók við liðinu að það fór á flug. Rúnar gerði frábæra hluti með liðið en menn bíða nú spennt- ir eftir því hvernig hann vinnur út úr pressunni að stýra KR-lið- inu frá fyrsta leik. Heimir hefur hins vegar besta mannskapinn og allt til alls til að gera FH að meist- urum í þriðja sinn á fjórum árum. Blikar hafa í raun aðeins misst einn leikmann frá því á draumatímabilinu í fyrra en það er enginn smáleikmaður eða Alfreð Finnbogason, leikmaður ársins í fyrra. Blikar hafa stigið stór skref í sögu félagsins með fyrstu titlunum undanfarin tvö tímabil en það á eftir að koma í ljós hvernig Ólafur Kristjánsson og ungu strákarnir ráða við það að mæta til leiks sem meistararnir sem allir vilja vinna. Kristján Guðmundsson hefur tekið vel til á Hlíðarenda og Vals- menn mæta enn á ný með ger- breytt lið frá árinu áður. Frábært undirbúningstímabil gefur ástæðu til bjartsýni og svo fagnar félagið náttúrulega hundrað ára afmæli í ár. KR-ingar urðu meistarar á sínu hundrað ára afmæli (1999) og Valsmenn dreymir um sams konar afmælisgjöf í ár. ooj@frettabladid.is Einvígi KR og FH? Íþróttablaðamenn Fréttablaðsins eru á því að FH- ingar verði Íslandsmeistarar og að KR, Breiðablik og Valur komi síðan í næstu þremur sætum. HEIMIR OG RÚNAR Æskufélagarnir munu berjast um titilinn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.