Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 30
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR30 Þ ú ert gullfalleg,“ hvíslaði Vilhjálmur prins að tilvonandi brúði sinni um leið og hann leit hana augum í Westminster Abbey í Lundúnum í gær. Þetta staðfesti varalesari fréttastofunnar Reuters. Brúðhjónin ungu þóttu standa sig vel á þessum hátíðlega degi en það var einna helst fallegur brúðarkjóll og geislandi fegurð prinsessunnar sem vakti athygli. Kjóllinn er merktur yfirhönn- uði Alexander McQueen tískuhúss- ins, Söruh Burton, og í samráði við brúðina hannaði hún kjól sem sam- einar hefðbundið breskt handbragð og nútímalega hönnun. Rómantískt efra stykkið, þakið blúndum, fór vel við sítt og fallandi pilsið. Látlaust slör með litlum saumuðum blómum neðst var punkturinn yfir i-ið. „Mér fannst kjóllinn æðislegur., látlaus og fór henni einstaklega vel, en það var líka gaman að sjá að hún ákvað að fara sína eigin leið og ekki herma eftir Díönu prinsessu,“ segir Karl Berndsen útlitssérfræðingur. „Mér fannst samt að hún hefði getað verið með meiri greiðslu í þessu mikla hári sínu. Bæði hárið og förðunin voru einum of hversdags- leg fyrir minn smekk.“ bætir hann við. Þúsundir Breta flykktust svo að Buckinghamhöll til að fylgjast með brúðhjónunum kyssast á svölunum á þessum hátíðardegi. FRAMHALD Á SÍÐU 32 Katrín hin fagra af Cambridge Heimsbyggðin fylgdist spennt með er Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Kate Middleton, sem nú hefur fengið nafnið Katrín hertogaynja af Cambridge. Álfrún Pálsdóttir fylgdist af athygli með konunglega brúðkaupinu í Bretlandi. KJÓLASVIPUR Brúðarkjól Katrínar þykir svipa mjög til brúðarkjóls Grace Kelly, sem hún klæddist er hún gekk að eiga Rainier Mónakóprins árið 1956. Í þá daga vakti brúðarkjóll Kelly mikla athygli og þótti nútíma- legur enda varð leikkonan mikil tískufyrirmynd í kjölfarið. Báðir kjólarnir eru með blúndu í berustykkinu og ermunum. Einnig var slörið, með blúndubrydding- unum neðst, í svipuðum stíl hjá prinsessunum. Kjóll Kelly var hann- aður af verðlaunafatahönnuðinum Helen Rose og lögðu 30 sauma- konur nótt við dag í sex vikur við saumaskapinn. BRÚÐARVÖNDURINN Vand- lega samansettur úr liljum, sem tákna lukku, híasintum (eilíf ást) og bergfléttu – fyrir vináttuna og kærleikann. SLÖRIÐ Gert úr silkitjulli með ísaumuðum blómakanti. KÓRÓNAN - hún er gerð af Cartier árið 1936. Elísabet drottning fékk hana í 18 ára afmælisgjöf. DEMANTAEYRNA- LOKKAR Hannaðir af Robinson Pelham og í laginu eins og eikarlauf. LANGUR OG FAGUR Um leið og prinsessan tilvonandi steig út úr bílnum tóku áhorfendur andköf enda brúðurin stórglæsileg. Systir brúðarinnar og brúðarmeyjan, Pippa Middleton, stóð síðan í ströngu við að halda slóðanum í skefjum á meðan hertogaynjan veifaði fólkinu. NÝGIFT Brúðhjónin gengu út úr kirkjunni lukkuleg á svipinn en þau hafa nú fengið nöfnin Vilhjálmur hertogi og Katrín hertoga- ynja af Cambrigde. Vilhjálmur var klæddur fagurrauðum heiðursbúningi breska flughersins. SÆTAR MEYJAR Litlu brúðarmeyjarnar og uppáklæddu drengirnir voru ógnarspennt er þau gengu inn í kirkjuna. NORDICPHOTOS/AFP KJÓLLINN Hannaður af Söruh Burton og teymi hennar hjá Alexander McQueen-tískuhúsinu. Hefðbundið breskt handverk í saumaskapnum í bland við nútímalegt snið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.