Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 20
20 30. apríl 2011 LAUGARDAGUR Í síðustu viku á fundi borgar-stjórnar var samþykkt að slíta í sundur starfsemi Íþrótta- og tóm- stundasviðs Reykjavíkur, ÍTR. Ástæðan er fyrirhugaður flutn- ingur á starfsemi tómstunda í nýtt sameinað ráð skóla- og frístunda- mála. Ekki ætla ég að mæla gegn breytingum á stjórnkerfinu sem einfalda hugsanlega rekstur þess og stjórnsýslu, svo ég tali nú ekki um ef um skynsamlegar breytingar er að ræða. En þegar breytingarnar eru gerðar með þeim hætti sem hér um ræðir get ég ekki orða bundist. Hlutirnir keyrðir í gegn án nokk- urrar faglegrar umræðu og á ein- ungis fjórum sólarhringum eftir að tillagan um að kljúfa ÍTR í herðar niður hafði verið kynnt í fyrsta skipti var búið að samþykkja til- löguna í borgarráði og daginn eftir í borgarstjórn. Eftir sitja um 1.100 starfsmenn sviðsins sem vita í raun ekkert hvað til stendur og þurfa að bíða í óvissu þangað til meirihlutinn hefur áttað sig sjálfur á þeim breyt- ingum sem fyrirhugaðar eru. Hvað fylgir hverju, hvað á að vera hvar og hverjir fara hvert. Ekki ein einasta umræða eða fagleg vinna átti sér stað í ÍTR að frumkvæði meirihlutans um fyrir- hugaðar breytingar og ekki minnsti vottur af einhverjum áhuga á að eiga eitthvert samráð, samræður eða yfir höfuð gefa minnihlutanum færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ekkert. Minnihlutinn óskaði eftir auka- fundi til að ræða þessar fyrir- huguðu breytingar og fengum við fund einungis klukkustund áður en afgreiða átti tillöguna í borgarráði. Á þessum aukafundi var okkur tjáð að málið væri allt á umræðustigi og ekki stæði til að keyra breyting- arnar í gegn í borgarráði. En viti menn, tæpum tveimur tímum síðar var búið að afgreiða málið í borgarráði. Meirihlutinn í ÍTR hafði ekki einu sinni haft kjark til að koma fram af hrein- skilni gagnvart minnihlutanum í þessu máli og ræða stöðuna eins og hún var og hvað til stæði. Besti flokkurinn og Samfylk- ing keyrðu því þessar breytingar í gegn án allrar umræðu. Þetta fólk sem sagði okkur fyrir síðustu kosn- ingar að það væri riddarar nýrra og bættra vinnubragða í stjórnmál- um. Þetta hlýtur bara að hafa verið partur af öllu gríninu. Því ömur- legri vinnubrögðum hef ég ekki kynnst á mínum ferli. Ef einhver skemmdaverk hafa verið framin þá eru það þær breyt- ingar sem meirihlutinn fyrirhug- ar á ÍTR. Það er verið að kljúfa í herðar niður flaggskip Reykja- víkurborgar, ÍTR, það svið sem í hugum almennings skorar hæst í öllum könnunum og er að skila frá- bæru starfi og þjónustu til borga- búa. Vörumerkið, ÍTR, sem er eitt sterkasta „brand“ borgarinnar, á að leggja niður og ástæðan er óljós. Þetta er sorgleg málsmeðferð. En sorglegust er auðvitað frammi- staða fulltrúa Besta flokks og Samfylkingar í ÍTR sem ekki einu sinni lyftu litla fingri til að verja hið góða starf sem starfsfólk ÍTR hefur verið að vinna og er nú komið í uppnám. ÍTR var einfald- lega slátrað í skjóli nætur. ÍTR slátrað! Borgarmál Geir Sveinsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins AUKUM ATVINNU - BÆTUM KJÖRIN Göngum saman 1. maí Samtök launafólks á almennum og opinberum markaði 1. maí gangan í Reykjavík Söfnumst saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13. Upphitun með vel völdum lögum lúðrasveitanna. Lagt af stað niður Laugaveg kl. 13:30. Örræður fluttar meðan á göngunni stendur. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leiða gönguna niður á Austurvöll. Útifundur á Austurvelli kl. 14:10 - 15:00. Dagskrá útifundar á Austurvelli Ávarp fundarstjóra: Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarma ður í Eflingu Ræða: Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ Hljómsveitin Dikta Ræða: Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB Hljómsveitin Dikta Ávarp: Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður Sambands í slenskra framhaldsskólanema Í lok fundar syngjum við saman Internationalen við un dirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svanur. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.