Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 74

Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 74
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR50 B örnin ætla með föður sinn og frú í óvissuferð út á land. Ég veit ekkert hvert för er heitið. Mér finnst það líka eiga vel við. Ég réði því ekkert sjálfur hvert ég fór þegar var verið að skipta um stað fyrir mig sem sendiherra. Að því leyti má segja að líf mitt hafi verið ein óvissuferð.“ Þannig farast Ein- ari Benediktssyni, fyrrverandi sendiherra, orð þegar hann er spurður hvort hann ætli að halda upp á áttræðisafmæli sitt sem er í dag. Einar rifjar upp mild bernsku- vor. „Við strákarnir vorum alltaf komnir í stuttbuxur á afmælinu mínu, það var svo hlýtt í veðri,“ segir hann. Einn dagur er honum minnisstæðari en aðrir, 10. maí 1940. „Ég vaknaði við gífurleg- an dyn. Flugvél flaug yfir bæinn frá breskum tundurspilli sem lá í höfninni og þennan dag breyttist Reykjavík úr kyrrlátum bæ í allt annan heim því Bretarnir stigu á land með vopn sín og hafurtask.“ Æskuheimili Einars stóð á horni Hringbrautar og Hofsvalla- götu. „Ég er sem sagt Vesturbæ- ingur og við strákarnir vorum í skátunum og KFUM og reynd- um að sýnast prúðir og þægir en hin hliðin var sú að við stóð- um í stríði við Austurbæinga og lögregluna. Uppáhaldsiðja okkar var að hanga aftan í bílum þegar hálka var og lögreglan var að reyna að passa upp á að við færum okkur ekki að voða en við litum á hana sem okkar ægileg- asta óvin. Ég átti samt gott heim- ili og er þakklátur fyrir það. Þar var allt í föstum skorðum.“ Þótt Einar heiti eftir þjóð- skáldinu afa sínum kveðst hann engin kynni hafa haft af því. „En við amma mín Valgerður vorum miklir perluvinir,“ segir hann. Hann ber af sér skáld- gáfu en gengst við mikilli bók- hneigð. „Það nýjasta sem heldur mér föngnum er rafrænar bækur sem ég panta í gegnum Amazon á nokkrum sekúndum,“ segir hann og toppar algerlega tækniþekk- ingu blaðamanns. Eftir stúdentspróf frá MR og MA-gráðu í hagfræði frá Boston réðist Einar til OECD árið 1956. „Við Elsa [Pétursdóttir] giftum okkur þá og settumst að í París, þar sem fyrstu börnin fæddust,“ rifjar hann upp og kveðst hafa verið með hléum í París til 1970 er fjölskyldan flutti til Genfar. „Við komum ekkert heim næstu 27 árin heldur bjuggum í Genf, París, London, Brussel, Ósló og enduðum í Washington,“ rifjar hann upp og kveðst hafa haft mikla ánægju af ævistarfinu. Sú ánægja sé einnig fólgin í því að það hafi komið vel út fyrir aðra en hann. „Konan mín bjó fjöl- skyldunni yndislegt heimili,“ segir hann. „Börnin okkar fimm menntuðust erlendis og þetta var góður tími fyrir okkur öll.“ Líf mitt hefur líkst óvissuferð Genf, París, London, Brussel, Ósló, Washington. Allt eru þetta borgir sem Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra hefur búið í. Hann rifjaði upp brot úr viðburðaríkri ævi fyrir Gunnþóru Gunnarsdóttur, í tilefni áttræðisafmælis síns. AFMÆLISBARNIÐ „Við strákarnir vorum alltaf komnir í stuttbuxur á afmælinu mínu, það var svo hlýtt í veðri,“ segir Einar Bene- diktsson er hann rifjar upp vorin fyrir stríð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI U M A L L T LA N D pp Flesta þátttökudaga Flesta kílómetra Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is Nú látum við hjólin snúast um allt land! ÍS L E N S K AA / I S IA .I S /Í S Í 54 06 2 03 /1 1 Samstarfsaðilar Vertu með! Ólympíufjölskyldan 4.-24. maí Þennan dag fyrir réttum 36 árum, 30. apríl árið 1975, hertóku hersveitir kommúnistastjórnarinnar í Norður-Víetnam höfuðborg suðurhlutans, Saigon. Með því féll síðasta vígi sunnanmanna sem höfðu notið stuðn- ing Bandaríkjanna um árabil og Víetnamstríðinu lauk í raun og veru. Ófriðurinn hófst árið 1955 þegar Ngo Dinh Diem, sem hafði nýlega sest í forsetastólinn eftir vafasamar kosningar, hóf átak gegn kommún- istum í landinu. Bandaríkjamenn, sem vildu sporna við áhrifum Sovét- ríkjanna og Kína í Suðaust- ur-Asíu, studdu stjórnvöld í suðri og hófu beina þátttöku í hernaði árið 1964. Ekki þarf að fjölyrða um gang stríðsins, en brölt Bandaríkjamanna féll sífellt í grýttari jarðveg heima fyrir allt fram til ársins 1973 þegar Bandaríkjamenn hættu form- legum hernaðarafskiptum en lofuðu að koma Suður-Víet- nömum til hjálpar ef norðan- menn létu til skarar skríða. Þeir stóðu ekki við stóru orðin þegar á reyndi og í mars 1975 hófst lokasóknin. Hver borgin á fætur annarri féll í hendur norðursins og Gerald Ford Bandaríkjaforseti greip ekki til aðgerða. Suður-Víetnamar máttu sín lítils upp á eigin spýtur og þegar ljóst var í hvað stefndi sagði Nguyen Van Thieu af sér forsetaembættinu og flúði Saigon. Borgin var umkringd 27. apríl og þremur dögum síðar létu her- sveitir undir forystu Bui Tin ofursta til skarar skríða. Þeir mættu lítilli andspyrnu og ruddust inn um hlið forsetahallarinnar á skriðdrekum. Víetnam var því komið undir stjórn kommúnista eftir um 20 ára stríð þar sem á fjórðu milljón víetnamskra hermanna og almennra borgara létu lífið og nær 60 þúsund bandarískir hermenn. - þj Heimild: History.com og Wikipedia. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1947 Víetnamstríði lýkur Her Norður-Víetnams hertekur höfuðborg suðurhlutans og bindur enda á áralangt stríð sem kostaði meira en 3 milljónir manna lífið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.