Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 68
Stuðningur við börn í grunnskólum sem eiga við vanda að stríða. Þú ert að byrja á nýjum vinnustað og ert eftir- væntingar full(ur). Spennan í loftinu er áþreifanleg og þú hlakkar til að takast á við þau verkefni sem bíða. Stuttu eftir að þú hefur hafið störf finnst þér að meiri áhersla sé lögð á þá hluti sem þú átt í erfiðleikum með heldur en þá sem þú ert góð(ur) í. Styrkleikar þínir eru ekki metnir að þínu mati og þú finnur til vanmáttar þar sem þér tekst illa að leysa þau verkefni sem eru lögð fyrir þig. Þú finnur þig illa með vinnufélögum, sérstaklega þeim sem eru stöðugt að minna þig á veikleika þína. Yfirmennirnir úthluta þér fleiri verkefnum sem falla að veikleikum þínum. Tímarnir þar sem þú færð að nota styrkleika þína eru fáir og standa stutt yfir. Hvað gerir þú? Skiptir þú um vinnustað? Settu þig í spor Settu þig nú í spor þess sem er sex ára, taktu fyrrgreindan veruleika og heimfærðu á barn sem byrjar í skóla, sínum vinnustað. Átt þú þá möguleika á að skipta um vinnustað? Nei, líkast til ekki. Þú ert ráðinn til starfsins í 10 ár án uppsagnarákvæðis. Á síðasta ári fékk ég styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Hjálparstarfi kirkjunnar til að gera eigindlega rannsókn í samvinnu við kennara minn, Hervöru Ölmu Árnadóttur. Í rannsókninni var rætt við átta ungmenni sem voru utan skóla og án atvinnu. Megintilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á þeim leiðum sem farnar hafa verið í Reykjavík til þess að styðja ungt fólk til náms á aldrinum 16–20 ára. Það er, ungt fólk sem bjó við félagslega erfiðar aðstæður vegna fjölskylduaðstæðna eða vegna eigin félagslegra vandamála. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að stuðningur væri til staðar fyrir ungmenni sem búa við félagslegan vanda en svo virtist sem aðgangur unga fólksins að þeim stuðnings-úrræðum mætti vera markvissari og betur sniðinn að þeirra þörfum. Flest höfðu þau lítinn eða engan stuðning frá fjölskyldu sinni en þrátt fyrir það skýr markmið um framtíð sína og áætlanir. Stuðningsúrræðin sem þeim stóðu til boða nýttu þau illa og var helsta ástæðan sú að þau vissu ekki um úrræðin en einnig að stuðnin- gurinn sem þau töldu sig þurfa á að halda var ekki í boði. Töldu sig illa undirbúin Það vakti athygli að öll þau ungmenni sem var talað við í rannsókninni töldu grunnskólagöngu sína ekki hafa undirbúið þau vel fyrir framhaldsnám. Niðurstöðurnar leiða líkur að því að auka þurfi stuðning til ungmenna sem glíma við félagslega erfiðleika svo að réttur þeirra til framhaldsnáms verði ekki fyrir borð borinn. Ennfremur svo að félagslegir erfiðleikar ungmennanna skerði ekki tækifæri þeirra til að stunda nám. Áhugavert var að staldra aðeins við sjónarhorn ungmennanna á grunnskólagöngu sína og velta fyrir mér hvað þau eiga við með að grunnskólinn undirbúi þau illa fyrir framhaldsnám og lífið. Þau höfðu misjafnar sögur að segja sem áttu þó sameiginlegt lýsingar á afskiptaleysi starfsmanna skólanna af þeim. Einelti, lélegar einkunnir, félagsleg einangrun, ólæsi og fleiri erfiðleikar var veruleiki barnanna. Samkvæmt frásögn þeirra var ekki tekið á málunum innan skólans né heima hjá þeim. Upplifun þeirra var að þeim börnum sem gekk vel og höfðu áhuga á námsefninu sem var lagt fyrir í grunnskólanum hafi verið sinnt vel en þau sem áttu í erfiðleikum voru sett til hliðar. Viðmælendur mínir töldu sig hafa verið sett til hliðar og ekki sinnt sem skyldi. Öll ungmennin koma frá brotnum heimilum þar sem vanræksla, fátækt, vímuefnaneysla foreldra og barnanna sjálfra var algeng. Samt virðist ekki hafa verið gripið inn með markvissar aðgerðir fyrir þessi börn til að styðja þau. Erum við á villigötum? Ég hef hugsað aðeins um hvernig skólakerfi okkar er uppbyggt. Sumar rannsóknir gefa vísbendingar um hátt hlutfall brottfallsnema úr framhaldsnámi og lágt menntunarstig. Getur það verið að við séum á villigötum og einblínum um of á að halda í gamalt úrelt kerfi í grunnskólum þar sem áherslan er lögð á að allir læri það sama í grunninn? Væri nær að skoða strax við upphaf skólagöngunnar hvar áhugasvið barnanna liggur og láta þau stjórna svolítið ferðinni sjálf við val sitt á námi? Ef barni er gefið val og það ákveður sjálft það sem það vill er líklegra að það verði ánægt með sinn hlut. Ég er ekki að leggja til að þau ákveði full- komlega sjálf það sem þau vilja, heldur að áhugasvið þeirra sé greint og þau velji síðan það sem þeim finnst skemmtilegt og áhugavert að fást við. Ætla má að sá sem er minntur á það daglega hversu ómögulegur hann er í vinnu sinni verði með frekar brotna sjálfs- mynd og skili af sér lélegu verki til lengri tíma. Á sama hátt má ætla að sá sem fær hrós og hvatningu fyrir hvað hann gerir hlutina vel verði með sjálfstraust og sterka sjálfsmynd. Er þá ekki betra að vinna með það sem börnin eru sterkust í þannig að þau noti sína styrkleika sem best og verði fyrir vikið ánægðari í skólanum? Börn sem koma úr félagslega erfiðum aðstæðum þurfa að fá aukna athygli í grunnskóla og aukna aðstoð heim. Rannsóknir benda til þess að við þurfum að skoða kerfið og reyna að mæta betur þeim nemendum sem þurfa sérstakan stuðning. Það þarf að bregðast fyrr við og finna þá nemendur sem ekki fá stuðning heima og styðja þá sérstaklega. Það er göfugt starf sem þeir sinna sem vilja halda ungmennum í námi, frá vímuef na- n eyslu og hjálpa þeim til að hafa áhrif á sitt líf til hins betra. En, við þurfum að staldra við, skoða rannsóknir og þá þekkingu sem við höfum nú þegar á skólakerfinu með það í huga að breyta og bæta. Við þurfum að hafa ungmennin með í ráðum, tala við þau og hlusta á þarfir þeirra. Jafnvel mætti skoða hvort ekki sé tími til að færa skólaskyldu til 18 ára. Þá má kenna börnum óhefðbundið nám eða að vinna í vinnuskóla hafi þau ekki áhuga á bóknámi frá 16 ára aldri, hafa fjölbreyt- nina meiri þannig að fleiri finni eitthvað við sitt hæfni. Það er mikilvægt að öll ungmenni hafi eitthvað fyrir stafni og séu virk í samfélaginu. Vakandi auga Það þarf að hafa vakandi auga fyrir því hvort barn sé með einkenni þess sem á við vanda að stríða og aðstoða þá barnið í náminu út frá þeim forsendum að færa það nær mögulegu framhaldsnámi, hvert svo sem það verður. Allir sem rætt var við í rannsókninni okkar voru sammála um að menntun væri lykillinn að framtíðinni. Allir höfðu seiglu og dug til að takast á við sínar aðstæður án þess leiða hugann að uppgjöf. Þeir sem vinna í kerfinu verða að vera eins þenkjandi og stöðugt í leit að bættum úrræðum fyrir þá sem á þurfa að halda. Einu sinni var framfaraskref tekið með því að leyfa öllum að læra. Kannski er framfaraskrefið nú fólgið í því að leyfa öllum að taka þátt í að velja sér sjálf það sem þau vilja læra út frá eigin getu og áhuga. Ægir Örn Sigurgeirsson. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fjölbreyttara námsval Ægir Örn Sigurðsson 10 – Margt smátt ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.