Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 30. apríl 2011 5
Actavis Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is
Fjölbreytt störf í boði
hjá Actavis á Íslandi
Nánari upplýsingar veitir Jenný Sif Steingrímsdóttir, jsteingrimsdottir@actavis.is.
Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 8. maí nk.
Innheimtufulltrúi
Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra
lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Á meðal viðskiptavina Medis eru öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu.
Starfið tilheyrir deildinni Finance and Administration sem sér um bókhald, innheimtur og almenna skrifstofuþjónustu fyrir
Medis.
Helstu verkefni:
Úthringingar og eftirfylgni vegna útistandandi viðskiptakrafna
Upplýsingagjöf til viðskiptavina og annarra deilda innan Medis
Ýmis fjármálatengd skýrslugerð
Við leitum að einstaklingi:
með stúdentspróf eða sambærilega menntun
með reynslu af skrifstofustörfum og/eða af bókhaldsvinnu
og góð kunnátta í Excel er nauðsynleg
sem vinnur skipulega og á skilvirkan og árangursríkan hátt
með góða samskiptahæfni
með mjög góða enskukunnáttu
Sérfræðingur í hráefnateymi
Starfið tilheyrir gæðarannsóknardeild sem er á gæðasviði. Deildin sér um gæðaeftirlitsmælingar á hráefnum og framleiðsluvörum fyrirtækisins. Sérfræðingar og
aðstoðarmenn starfa ýmist í hráefna- eða framleiðsluteymi og sinna ýmsum verkefnum, svo sem eftirliti með tækjabúnaði og frágangi á niðurstöðum. Um er að
ræða tímabundið starf.
Helstu verkefni:
Mælingar á hráefnum
Eftirlit með tækjabúnaði
Viðhald og þróun á gæðakerfi rannsóknarstofunnar
Við leitum að einstaklingi:
með háskólamenntun á sviði raunvísinda
sem tileinkar sér nákvæmni og öguð vinnubrögð
með góða samskiptahæfni og skipulagshæfileika
með góða tölvukunnáttu
Starfsmaður í undirbúningsteymi
Starfið tilheyrir töfludeild sem er á framleiðslusviði. Í deildinni fer fram lyfjablöndun sem felur í sér vigtun, blöndun og frumvinnslu hráefna. Einnig sér töfludeild um
framleiðslu á töflum og hylkjum. Unnið er á 12 tíma vöktum.
Helstu verkefni:
Þrif á tækjum og framleiðslusvæðum
Þátttaka í störfum tengdum blöndun, töfluslætti og pökkun
Skjalfærsla og frágangur
Við leitum að einstaklingi:
sem er hress og jákvæður
sem er verklaginn og getur tileinkað sér nákvæm vinnubrögð
sem er góður í að vinna í hópi
Verkefnastjóri breytingaumsókna
Starfið tilheyrir deildinni breytingar og tæknisamningar sem er á skráningarsviði. Hlutverk deildarinnar er tvíþætt, annars vegar sér deildin um tæknisamningagerð
við alla viðskiptavini Actavis og hins vegar sér deildin um að taka saman breytingapakka og tilkynna viðskiptavinum um fyrirhugaðar breytingar á lyfjum.
Verkefnastjóri er í miklum samskiptum við erlenda viðskiptavini, lyfjayfirvöld og aðrar deildir/dótturfyrirtæki Actavis.
Helstu verkefni:
Skipulagning breytingaumsókna er varða hinar ýmsu breytingar
sem gerðar eru á lyfjum sem fyrirtækið þróar og framleiðir
Uppfærsla skráningagagna í samræmi við breytingaumsóknir
Upplýsinga- og ráðgjöf er varða breytingaumsóknir
Við leitum að einstaklingi:
með háskólamenntun í lyfjafræði
sem er nákvæmur, agaður og sjálfstæður í vinnubrögðum
með mjög góða enskukunnáttu
með góða almenna tölvukunnáttu