Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 102

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 102
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR78 list, enda er það mitt áhugasvið, en Björk hefur auðvitað gert mjög skemmtilega hluti í tónlist og maður sér enn betur hversu frábær listamaður hún er eftir að hafa fengið að kynnast henni persónulega. Hún er mikill pæl- ari og er stanslaust að spá og spekúlera.“ sara@frettabladid.is PERSÓNAN Hún var mjög ánægð með útkomuna og gaf hljóðfærinu nafnið Elísabet. BJÖRGVIN TÓMASSON ORGELSMIÐUR Dagur Sigurðsson Aldur: 20 Fjölskylda: Foreldrarnir heita Sigurður Eiríksson og Lára Þórarins- dóttir. Búseta: Í Reykjavík. Stjörnumerki: Ég er naut. Dagur vann söngkeppni fram- haldsskólanna á dögunum og er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Steelheart sem kemur fram á Nasa miðvikudaginn 8. júní. Björgvin Tómasson orgelsmiður lauk nýverið við að smíða nýtt hljóðfæri handa tónlistarkon- unni Björk. Hljóðfærið mun leika veigamikið hlutverk á næsta hljómdiski Bjarkar. Björgvin hefur starfað sem org- elsmiður í fjölda ára og á þeim tíma hefur hann smíðað yfir þrjá- tíu pípuorgel frá grunni, þar á meðal eitt fyrir Björk. Hljóð- færið sem hann smíðaði nú er þó alls ólíkt orgeli og að auki það eina sinnar tegundar í heiminum. Að sögn Björgvins er hljóðfærið blanda af celestu og asíska hljóð- færinu gamelan og hefur hlotið nafnið „gamelest“ sem er sam- suða úr nöfnum hljóðfæranna tveggja. „Björk var að leita eftir hljóði sem svipaði til þess sem kemur úr gamelan í hljóðfæri sem hún átti fyrir. Við sem sagt breyttum celestu í hljóðfæri sem er með píanó hljómborði en slær á málmplötur. Við rafvæddum einnig hljóðfærið þannig að hægt sé að spila á það í gegnum tölvu,“ útskýrir Björgvin. Björgvin smíðaði hljóðfær- ið ásamt enskum kollega sínum, Matt Nolan, og gekk samstarf þeirra vonum framar. Hann segir verkefnið bæði hafa verið skemmtilegt og mjög spenn- andi enda hafi enginn vitað hver útkoman yrði þegar hafist var handa. „Við kláruðum hljóð- færið fyrir páska og Björk kom á verkstæðið til mín á skírdag. Þá var strax farið í það að taka upp fyrir nýju plötuna. Hún var mjög ánægð með útkomuna og gaf hljóðfærinu nafnið Elísabet.“ Björgvin ber Björk vel söguna og segir hana frábæran lista- mann sem pæli mikið í tónlist. „Ég er meira fyrir klassíska tón- BJÖRGVIN TÓMASSON: BJÖRK GAF HLJÓÐFÆRINU NAFNIÐ ELÍSABET Smíðaði einstakt hljóðfæri fyrir Björk Guðmundsdóttur EINSTAKT HLJÓÐFÆRI Björgvin Tómasson orgelsmiður smíðaði nýtt hljóðfæri fyrir tón- listarkonunar Björk. Hljóðfærið er einstakt og það eina sinnar teg- undar í heiminum. Á myndinni eru frá vinstri Matt Nolan, Björgvin og kvikmyndagerðarmaðurinn Andy McCreeth. F é la g v él st jór a og málmtæ kn im a n n a Útifundur á Austurvelli Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi á Austurvelli 1. maí. Boðið verður upp á kaffi að útifundinum loknum í Gullhömrum Grafarholti kl. 15-17. Sun 1.5. Kl. 15:00 Síð. sýn. Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Síð. sýn. Hedda Gabler (Kassinn) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00 Ö Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Brák (Kúlan) Fös 13.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Lau 7.5. Kl. 20:00 Frums. Sun 8.5. Kl. 20:00 Sun 15.5. Kl. 20:00 Fös 20.5. Kl. 20:00 Lau 21.5. Kl. 20:00 Verði þér að góðu (Kassinn) Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Breski kvikmyndagerðarmaður- inn Ridley Scott er staddur hér á landi til að skoða heppilega töku- staði fyrir vísindaskáldverkið Prometheus, stórmynd sem inn- blásin er af kvikmyndinni Alien frá 1979. Tökur á myndinni eru þegar hafnar í Marokkó. Scott lenti á Reykjavíkurflug- velli í gærdag á einkaflugvél ásamt hópi framleiðenda. Á flugvellinum tók á móti þeim starfsfólk frá fram- leiðslufyrirtækinu True North. Hópurinn steig beint upp í þyrlu sem flaug með hann yfir álitlega tökustaði í nágrenninu. Í dag held- ur hersingin til Akureyrar, þar sem fleiri tökustaðir verða skoðaðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott sýnir Íslandi áhuga því sam- kvæmt vefsíðunni imdb.com hyggst hann gera kvikmynd um leiðtoga- fundinn í Reykjavík. Samkvæmt skoskum fréttasíðum stendur til að hefja tökur á myndinni í skosku hálöndunum í ágúst og septem- ber á þessu ári. Svo verður farið í aðrar tökur við önnur evrópsk fjallasvæði í október og nóvember og kemur Ísland þá væntanlega til greina í þær tökur. Ridley Scott er einn af virtustu leikstjórum Hollywood og hefur gert kvikmyndir á borð við Black Hawk Down, American Gangst- er og Gladiator. Ef Scott ákveður að taka hluta myndarinnar upp hér á landi gæti það þýtt að Noomi Rapace, sem lék Lisbeth Salander í Millennium-þríleikn- um, endurnýi kynni sín við Ísland, því hún leik- ur aðalhlutverkið í Prom- etheusi. Rapace átti heima á bóndabæ á Flúð- um í barnæsku og lék í sinni fyrstu kvikmynd hér á landi undir stjórn Hrafns Gunn- laugssonar. - fgg Scott skoðar Ísland fyrir geimverumynd GEIMTRYLLIR Prometheus er geimtryllir og er Ridley Scott að skoða hvort Ísland henti sem tökustaður fyrir myndina. Myndin skartar Noomi Rapace í aðalhlutverki en hún hóf leikferil sinn í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. „Ég held að þetta eigi eftir að verða besta partí sumarsins, jafn- vel þótt það sé á miðvikudegi. Bestu partí sumarsins eru alltaf á virkum dögum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahald- ari. Ástralska hljómsveitin Cut Copy heldur tónleika á Nasa hinn 20. júlí í sumar. Steinþór og tón- leikafyrirtækið Faxaflói sjá um skipulagningu. Hann segir að tónleikagestir verði ekki svikn- ir af upplifuninni. „Þetta er búið að vera eitt af mínum uppáhalds- böndum í svolítinn tíma og eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð á tónleikum. Þeir eru alveg trylltir. Ég sendi Atla Bollason á tónleika með þeim í Montreal um dag- inn til að tékka á hvernig þeir væru. Hann gaf þeim sín bestu meðmæli,“ segir Steinþór. Cut Copy sló í gegn með plöt- unni In Ghost Colours árið 2008. Henni var fylgt eftir með Zonoscope, sem kom út snemma á þessu ári. „Tónlist þeirra hefur verið köll- uð diskórokk og það á mjög vel við. Það er mikið af syntum í þessu, diskódansvænum töktum, en svo eru líka rafmagns- gítarar og læti.“ - hdm Cut Copy til Íslands í sumar SPILAR Á NASA Í JÚLÍ Ástralska diskórokksveitin Cut Copy treður upp á Nasa í júlí. Steinþór Helgi lofar besta partíi sumarsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.