Fréttablaðið - 12.05.2011, Side 16
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR16
FRÉTTASKÝRING: Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar vegna mengunar frá sorpbrennslum á Íslandi
Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 19. maí nk.
á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, kl. 15:00.
Dagskrá
Skýrslur stjórna
Tryggingafræðilegar úttektir
Fjárfestingarstefna
Ársreikningar 2010
Skuldbindingar launagreiðenda
Önnur mál
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum
og launagreiðendum.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga
Ársfundur
LSR og LH
2011
Bankastræti 7 Sími: 510 6100 lsr@lsr.is www.lsr.is
Í nýrri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar er bent á fjöl-
mörg atriði þar sem heil-
brigðisyfirvöld brugðust
í framkvæmd reglna um
sorpbrennslustöðvar. Bæði
umhverfisráðuneytið og
Umhverfisstofnun hafa ráð-
ist í að stórbæta verklag sitt
að undanförnu.
Ríkisendurskoðun fellir áfellis-
dóm yfir stjórnsýslu umhverfisyf-
irvalda vegna sorpbrennslna hér á
landi og telur að Umhverfisstofn-
un og umhverfisráðuneytið hafi
brugðist eftirlitsskyldum sínum.
Ríkisendurskoðun birti í gær
skýrslu sína þar sem fjallað er
um framkvæmd reglna um sorp-
brennslustöðvar hér á landi og
eftirlit með starfsemi þeirra, en
Svandís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra fór þess á leit við Ríkis-
endurskoðun í janúar að slík úttekt
yrði gerð.
Tilefnið var Funamálið svokall-
aða sem kom upp eftir að díoxín
mældist í mjólk á einu lögbýli í
Skutulsfirði og í ljós kom að íbúar
á Ísafirði höfðu litlar sem engar
upplýsingar fengið um mengun frá
sorpbrennslunni Funa.
Undanþága
Árið 2000 gáfu Evrópuþingið
og ráðherraráð ESB út tilskip-
un sem gerði strangari kröfur en
áður giltu um hámarkslosun sorp-
brennslna á mengandi efnum út í
andrúmsloftið. Ákvæði tilskipun-
arinnar um hámarkslosun þýddu
að sumar stöðvar urðu að setja
upp fullkomnari brennslu- og reyk-
hreinsunarbúnað en þær höfðu.
Vegna aðildar Íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu (EES) bar stjórn-
völdum að innleiða hér á landi til-
skipanir ESB, þar á meðal á sviði
umhverfismála.
Þegar til kom töldu íslensk
stjórnvöld að ekki væri rekstrar-
grundvöllur fyrir sorpbrennslur
hér á landi ef ströngustu kröfum
yrði fylgt. Því beitti umhverfis-
ráðuneytið sér fyrir því að sorp-
brennslurnar hér fengju undan-
þágu frá tilskipuninni. Rökin
voru að hér á landi ríktu sérstak-
ar aðstæður, sorpbrennslur væru
svo litlar að mengun frá þeim
væri óveruleg og hefði lítil sem
engin áhrif á umhverfið. Þá yrði
kostnaður við að uppfylla skil-
yrðin brennslunum ofviða. Fram-
kvæmdastjórn ESB hafði sínar
efasemdir enda var reynsla af
litlum sorpbrennslum slæm í Evr-
ópu; þær menguðu mikið og voru
almennt illa reknar.
Haldlaus rök
Undanþágan fékkst, og þá hafa rök
stjórnvalda hér væntanlega verið
tekið góð og gild. Í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar er það hins vegar
upplýst að engin kostnaðargrein-
ing lá að baki fullyrðingum sveit-
arfélaga sem ráku sorpbrennslurn-
ar um að þær yrðu knésettar með
nýjum reglum. Ekkert lá heldur að
baki fullyrðingum um litla meng-
un frá sorpbrennslum hér eða að
stjórnvöld hefðu hugsað út í þann
möguleika að fjármagna uppbygg-
ingu mengunarvarnarbúnaðar til
að uppfylla skilyrði tilskipunar
ESB.
Það sem stingur sérstaklega í
augun er að tilurð strangari reglna
um mengandi starfsemi má rekja
til kröfu Íslendinga á umhverf-
isráðstefnu sem haldin var í Rio
de Janeiro árið 1992. Þar hafði
Ísland frumkvæði að því að koma
á alþjóðlegum reglum. Ísland fékk
því undanþágu frá eigin baráttu-
máli.
Skilyrði
Undanþága frá ákvæðum tilskip-
unarinnar var veitt með skilyrð-
um árið 2003. Stöðvarnar áttu að
mæla losun eiturefnisins díox-
íns einu sinni og endurskoða átti
undanþáguna að fimm árum liðn-
um eða þegar ódýrari tækni gerði
stöðvunum mögulegt að uppfylla
kröfur tilskipunarinnar.
Ráðuneytið brást
Ríkisendurskoðun telur að
umhverfisráðuneytið hafi ekki
framfylgt þessum skilyrðum.
Hvað endurskoðun undanþágunn-
ar varðar er dómur Ríkisendur-
skoðunar sá að þar hafi ráðuneyt-
ið brugðist með öllu; eðlilegt hefði
verið í ljósi íslenskra hagsmuna
að tryggja að endurskoðunin yrði
framkvæmd innan tilsetts tíma.
„Af gögnum málsins verður hins
vegar ekki séð að umhverfisráðu-
neytið hafi haft neitt frumkvæði í
þá veru,“ segir í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun hnykkir á
því að ráðuneytinu beri að hafa
hagsmuni íslenskrar náttúru og
íbúa á Íslandi að leiðarljósi. Hins
vegar hafi öll áhersla umhverfis-
yfirvalda verið á að fá undanþágu
án þess að ábyrgð væri skilgreind
eða þá hvernig skyldi haga fram-
kvæmd og eftirliti vegna aðlög-
unarinnar og tryggja hagsmuni
almennings og náttúru á Íslandi.
Díoxín í stórum skömmtum
Árið 2007 var díoxínlosun mæld
hjá þremur af þeim fjórum sorp-
brennslustöðvum sem þá störf-
uðu samkvæmt undanþágu frá
tilskipun ESB. Niðurstöðurnar
gáfu til kynna að losunin væri
langt yfir þeim mörkum sem sett
eru í tilskipuninni. Engu að síður
fylgdu hvorki Umhverfisstofnun
né umhverfisráðuneytið þessum
mælingum eftir. Þá sá Umhverf-
isstofnun ekki til þess að díoxínlos-
un frá fjórðu stöðinni, á Svínafelli,
væri mæld.
Ríkisendurskoðun bendir á að
þær sorpbrennslustöðvar sem
undanþágan tekur til hafi ítrekað
brotið gegn ákvæðum reglugerða
sem um þær gilda og að þrátt fyrir
að Umhverfisstofnun hafi krafið
stöðvarnar um úrbætur hafi ekki
verið nóg að gert. Ekki hafi verið
lagðar á dagsektir eða þær sviptar
starfsleyfum, eins og hún geti gert
að vissum skilyrðum uppfylltum.
Ríkisendurskoðun telur því að
alvarlegir misbrestir hafi verið á
eftirliti og eftirfylgni með sorp-
brennslum sem féllu undir und-
anþágu frá tilskipun ESB um
brennslu úrgangs. Árum saman lét
eftirlitsaðilinn, Umhverfisstofnun,
það líðast að rekstaraðilar þeirra
færu ítrekað á svig við ákvæði
í starfsleyfum þeirra, lögum og
reglugerðum, segir í skýrslunni.
Hagsmunir fólksins í landinu
Ríkisendurskoðun kveður einna
þyngst að orði þar sem rætt er um
hagsmuni almennings í skýrsl-
unni. Þar segir að hagsmunir
sveitarfélaganna hafi vegið þungt
í allri ákvörðunartöku. Ekki hafi
verið metið hvaða áhættu undan-
þágan hefði í för með sér fyrir
umhverfi og mannlíf í nágrenni
þeirra stöðva sem féllu undir hana.
„Þá höfðu umhverfisyfirvöld
ekkert frumkvæði að því að kynna
niðurstöður díoxínmælinga sem
gerðar voru 2007 fyrir íbúum við-
komandi sveitarfélaga eða almenn-
ingi almennt,“ segir í skýrslunni.
Áfellisdómur
Sveinn Arason ríkisendurskoð-
andi segir skýrsluna áfellisdóm
og sofandaháttur yfirvalda ein-
kenni málið allt. „Umhverfisyfir-
völd gerðu ekki það sem þeim bar
að gera. Allt við málið einkennist
af því öll orkan fór í að komast hjá
því að uppfylla skilyrði um meng-
un eða kosta nokkru til, sem virð-
ist hafa ráðið úrslitum hvað þetta
varðar.“
Bæði ráðuneytið og Umhverfis-
stofnun sendu frá sér tilkynningar
í gær þar sem úttektinni er fagn-
að. Þar koma fram fjölmargar hug-
myndir um bætt vinnubrögð.
Sveinn tú lkar v iðbrögð
Umhverfisstofnunar og umhverf-
isráðuneytisins sem viðurkenn-
ingu á því að yfirvöld hafi brugð-
ist. „Hins vegar hafa yfirvöld tekið
verulega við sér eftir að þessi
mengunarmál urðu umtalsefni og
bætt verulega sín vinnubrögð,“
segir Sveinn.
Sofandaháttur einkennir málið
SORPBRENNSLA Umhverfisstofnun hyggst beita Vestmannaeyjabæ dagsektum ef ekki verður brugðist við mengun frá stöðinni. Er
það haft til marks um breytt vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Umhverfisráðuneytið:
■ Í skýrslunni koma fram mikilvægar ábendingar til
ráðuneytisins um það sem betur hefði mátt fara í
eftirfylgni með mengunareftirliti Umhverfisstofnunar
með starfsemi sorpbrennslustöðva, um nauðsyn
þess að styðja við faglegt starf Umhverfisstofnunar,
um stefnumörkun í úrgangsmálum og um eftirfylgni
ráðuneytisins þegar kom að endurskoðun undan-
þágu sem Ísland fékk frá tilskipun ESB um brennslu
úrgangs árið 2003.
■ Ráðuneytið tekur þessar ábendingar alvarlega og
hefur þegar óskað eftir upplýsingum frá Umhverfis-
stofnun um hvernig einstök fyrirtæki hafa uppfyllt
starfsleyfisskilyrði sín fyrir mengandi starfsemi. Þá
mun ráðuneytið fara með Umhverfisstofnun yfir
þvingunarúrræði sem hún hefur í því skyni að styrkja
framkvæmd mengunarvarnalöggjafarinnar og skoða
leiðir til að styrkja lagagrunn eftirlitsins svo sem með
upptöku stjórnvaldssekta vegna mengunarbrota.
Umhverfisstofnun:
■ Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendur-
skoðunar sem fram koma í skýrslu um málefni sorp-
brennslna. Gerðar voru umfangsmiklar breytingar á
Umhverfisstofnun á fyrri hluta árs 2008 og í kjölfarið
mörkuð stefna til framtíðar. Í ljós kom meðal annars að
bæta þyrfti eftirlit stofnunarinnar og þá sérstaklega eftir-
fylgni og beitingu þvingunarúrræða. Fyrir 2008 heyrði
það til undantekninga að þvingunarúrræðum stofnunar-
innar hafi verið beitt, eins og Ríkisendurskoðun bendir
á, en frá árinu 2009 hefur þeim fjölgað hratt.
■ Stofnunin mun beita viðeigandi þvingunarúrræðum
en slíkum ákvörðunum hefur fjölgað mikið frá árinu
2009.
• Lagt verður til við umhverfisráðuneytið að stofnunin
fái heimild til að beita stjórnvaldssektum.
• Gerð verður erlend úttekt á eftirliti stofnunarinnar.
• Starfsmenn í eftirliti fái endurmenntun og starfs-
þjálfun.
• Auglýst hefur verið eftir tveimur nýjum starfs-
mönnum í eftirlitsverkefni.
• Fjölgað verður verulega óundirbúnum eftirlits-
ferðum.
• Nýr vefur var opnaður í mars með upplýsingum um
öll þau fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlit með.
• Óskað verður í ríkara mæli við umhverfisráðuneytið
eftir gjaldtökuheimildum til þess að standa undir
verkefnum.
■ Allar þær úrbætur sem Umhverfisstofnun tiltekur í
skýrslu Ríkisendurskoðunar eru verkefni sem þegar
hafði verið ákveðið að ráðast í til þess að styrkja
starfsemi stofnunarinnar á grundvelli nýrrar stefnu frá
árinu 2008. Til þess að svo megi verða þarf stofnun-
inni að vera búinn sambærilegur rekstrargrundvöllur
og öðrum eftirlitsstofnunum, til dæmis þeim er hafa
eftirlit með fjármálastofnunum, eins og Ríkisendur-
skoðun bendir á.
■ Stofnunin fagnar því að umhverfismál séu meira
til umfjöllunar en áður og því aðhaldi sem opinni
umræðu fylgir. Markmið Umhverfisstofnunar er að
vernda hag almennings og umhverfisins.
Viðbrögð umhverfisyfirvalda við skýrslu Ríkisendurskoðunar