Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 36
12. MAÍ 2011 FIMMTUDAGUR4 ● pizza Hann fæddist nánast í eldofni einnar svölustu pizzugerðarsmiðju bæjarins, Eldsmiðjunnar á Bragagötu, og nú rekur hann eina ásamt foreldrum sínum, Eldofninn í Grímsbæ. „Mamma og pabbi, Eva Karls dóttir og Ellert A. Ingimundarson, voru meðal fyrstu starfsmanna Eld- smiðjunnar og það má segja að þar hafi ég alist upp með annan fót- inn. Nú rekum við öll Eldofninn í nafla Reykjavíkur, Grímsbæ,“ segir Evert Ellertsson og stend- ur staðfastur á þessum nýja nafla. „Hugmyndin að baki Eldofnin- um er afar einföld, hún snýst um að gleðja bragðlauka annarra með því að búa til bestu eldbökuðu pizz- urnar sem fólk hefur smakkað. Við búum allt til sjálf, deigið, sósurn- ar og olíurnar okkar tvær sem við erum afskaplega stolt af. Hér getur fólk slappað af á veitingastaðnum og borðað bökurnar með bjór eða léttu víni eins og rauðvíni eða hvít- víni eða tekið þær með sér. Í veitingasalnum getur fólk fylgst með bakstri og bökun og þaðan kemur rómantískur ljómi frá eldofninu sem yljar líka fólki. „Þá er eldhúsið opið, svo það er einn- ig hægt að sjá starfsfólkið vinna þar. Þetta skapar mjög skemmti- lega stemningu, það er líf og fjör á staðnum og mikil samskipti á milli viðskiptavina og starfsfólks. Þetta er svona ítölsk-íslensk stemning og sérstök fyrir staðinn. Eldofninn á núna tveggja ára afmæli og auð- vitað munum við halda upp á það svo eftir verður tekið, enda erum við einstaklega ánægð og þakklát fyrir viðtökurnar.“ Eldofninn sinnir bæði menning- arvitum og fótboltaáhugamönnum. Á veitingastaðnum eru reglulega myndlistarsýningar og á skjánum er boltinn í beinni. „Hvort tveggja hefur slegið alveg í gegn,“ segir Evert brosandi. En hvað skyldi honum nú finnast skemmtilegast í pizzageiranum? „Æ, ég veit að þetta hljómar væmið en mér finnst það vera viðskiptavinirnir og sam- skiptin við þá. Þau geta verið svo skemmtileg. Það er fátt sem gleð- ur jafnmikið og ánægður viðskipta- vinur.“ Gleður bragðlaukana Evert segir hugmyndina að baki Eldofninum einfalda: „Hún snýst um að gleðja bragðlauka með því að búa til bestu eldbökuðu pizzurnar sem fólk hefur smakkað.” Í ýmsu má slá heimsmet. Pitsur eru þar ekki undanskildar. Í heimsmetabók Guinness er að finna heimsmet sem sett hafa verið í pitsugerð. ● Dýrasta pitsan sem almenn- ingur getur fest kaup á er þunn- botna, eldbökuð pitsa sem fæst öðru hvoru á veitingastaðn- um Maze í London en eng- inn annar en kokkur- inn Gordon Ramsey er eigandi staðarins. Pits- an kostar lítil 100 pund eða 18.500 krónur. Ástæð- an er dýrindis álegg á borð við laukmauk, trufflumauk, fontina ost, baby mozzarellaost, nýsprottið miz- una-kál. Ofan á allt þetta er rifin hvít truffla sem er eitt dýr- asta hráefni heims. ● Sá maður sem búið hefur til stærsta pitsa- botninn á tveimur mín- útum er Tony Gemignani. Hann hnoðaði 500 g af deigi og bjó til pitsabotn sem mældist 84,33 cm í þvermál. Metið sló hann í verslunarmið- stöðinni Mall of America í apríl 2006. Tilefnið var sjónvarpsþátt- ur sem Food Network sjónvarps- töðin stóð fyrir í tilefni af viku Guinness-heimsmeta. ● Hæsta pitsabotnskastið á Joe Carlucci. Hann kast- aði 567 gramma pitsu- botni 6,52 metra upp í loftið í apríl 2006. ● Paul Fenech og fé- lagar hans í CanTeen Cha- rity og STA Travel eiga metið fyrir lengstu heimsend- inguna. Þeir skutluðust með pitsu frá veitinga- staðun- um Opera Pizza í Madrid á Spáni til Niko Apost- olakis í Well- ington á Nýja-Sjá- landi. Leiðin var 19.870 km. Hún hófst 28. júní 2006 og lauk 1. júlí. ● Sá staður sem sent hefur með flestar pitsur á einn stað er Papa John‘s. Hann afhenti 13.500 pits- ur í NASSCO skipasmíðastöðinni í San Diego í Kaliforníu 8. júní 2006. ● Lengsta pitsa í heimi mæld- ist 1.010,28 metrar. Hún var búin til af teymi kokka í Póllandi 29. ágúst 2010. ● Starfsfólk Domino‘s í Taft í Kali- forníu á metið yfir flestar pitsur sem búnar hafa verið til á sólarhring. Það bjó til 6.838 pits- ur 22. til 23. október 2010. ● Brian Edler hjá Domino‘s pizza í Ohio í Bandaríkjunum á metið í flestum pitsum sem búnar hafa verið til á klukkutíma. Brian bak- aði 26 pitsur hinn 9. desemer 2010. Lengsta, stærsta og dýrasta Pítsabotni hefur hæst verið kastað 6,52 metra upp í loftið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.