Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Wilson‘s pizza fagnar sex ára afmæli um þessar mundir og býður af því tilefni fimm ára gamalt verð á öllum sóttum pizzum til 22. maí. „Við verðum sex ára núna föstu- daginn 13. maí,“ segir Vilhelm Einarsson, framkvæmdastjóri Wilson‘s pizza, „og af því tilefni ákváðum við að bakka aftur um fimm ár og bjóða fimm ára gam- alt verð á öllum pizzum hjá okkur. Við vorum svo hlægilega ódýrir þegar við byrjuðum að við gátum ekki farið alveg svo lágt. En þetta er mjög gott verð: 16 tommu pizza, brauðstangir og gos á 1.850 krón- ur, það gerist nú ekki betra.“ Wilson‘s pizza er á þremur stöð- um í borginni; í Gnoðarvogi, Ána- naustum og Eddufelli og gild- ir tilboðið að sjálfsögðu á öllum stöðunum ef sótt er. Tilboðið gild- ir ekki í heimsendingu, en ýmis önnur tilboð er hægt að fá send heim og bætast þá 1.000 krónur ofan á tilboðsverðið. Wilson‘s pizza hefur skapað sér þá sérstöðu að vera eini pizza- staðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á tvær gerðir af pepperóní og Vilhelm segir ástæð- una vera akureyrskan uppruna eigendanna. „Okkar sérstaða er að bjóða upp á mjótt pepperóní sem er okkar tenging við Akureyri, þar sem eigendurnir eru þaðan. Þetta er það akureyrska pepperóní sem fólk þekkir og það fer svona álíka mikið af því og hinu hefðbundna pepperóní sem við erum að sjálf- sögðu með líka.“ Fleiri nýjungar eru á döfinni á afmælinu, ný vefsíða er í smíð- um og verður tekin í gagnið í sumar. Vilhelm segir hana verða mjög fullkomna og mun auðveld- ara muni verða að skoða það sem í boði er og panta það sem hugur- inn girnist. Hann segir viðskiptin blómgast sem aldrei fyrr og þótt undarlegt megi kannski virðast hafi þau aukist eftir hrun. „Við erum búnir að vera í stöðugri aukningu eftir hrun,“ segir hann. „Og við erum ennþá í aukningu svo við hljótum að vera að gera eitt- hvað rétt. Reyndar er það nú bara þannig að fólk leitar bara eftir þrennu þegar það velur sér vörur; gæðum, góðu verði og góðri þjón- ustu, og allt þetta bjóðum við í Wil- son‘s pizza upp á í ríkum mæli.“ En hefur Wilson‘s pizza ein- hvern áhuga á að færa út kvíarn- ar með yfirtöku Domino‘s? „Nei, við höfum engan áhuga á útbrunn- inni bandarískri pizzakeðju, vilj- um frekar byggja upp alvöru ís- lenskt fyrirtæki,“ segir Vilhelm. Fimm ára gamalt verð á öllum pizzum hjá Wilson‘s Vilhelm Einarsson, framkvæmdastjóri Wilson’s pizza, og Grétar Már Oddsson fjármálastjóri hafa engan áhuga á amerískum pizzakeðjum, heldur vilja frekar byggja upp alvöru íslenskt fyrirtæki. Wilson‘s pizza er komin í samstarf við Kaupás, Nóatún og Krónuna um að þessir aðilar selji pizzudeig, pizzusósu og útflatningarhveiti, Durum-hveiti, frá Wilson‘s pizza. „Þetta er sama deig og við notum í okkar pizzur og sama sósa líka,“ segir Vilhelm. „Við teljum þetta að sjálf- sögðu vera bestu pizzusósu á markaðnum og það var haft samband við okkur og við beðnir að framleiða hana fyrir neytendamarkað, þar sem það sem hefur verið í boði á þeim markaði er því miður engan veginn nógu gott. Okkar sósa er gerð úr hökkuðum tómötum, ekki tómatsósu, og er mun ferskari en sú sósa sem fáanleg hefur verið hingað til.“ Vilhelm segir einnig skipta miklu máli að nota Durum-hveitið við útflatningu deigs- ins, þar sem þannig náist hið rétta pizzubragð og áferð. „Þetta er gult hveiti sem skiptir algjörlega sköpum fyrir rétta pizzubragðið,“ segir hann. Viðtökurnar hafa verið góðar að sögn Vilhelms og hann segir jafnvel koma til álita að bæta við fleiri vörutegundum seinna ef áhugi sé fyrir hendi. Ferskasta sósan á markaðnum Allt sem þú þarft til pizzagerðar heima; deig, sósa og Durum-hveiti frá Wilson’s pizza.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.