Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
Fimmtudagur
skoðun 20
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Gönguskór
23. júní 2011
144. tölublað 11. árgangur
GÖNGUSKÓRFIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 • KYNNINGARBLAÐ
Verslunin Útilíf býður upp á gönguskó frá fjölmörgum framleiðendum eins og Meindl, Trezeta, Lowa, Scarpa og TNF. Starfsfólk verslunarinnar er auk þess sérþjálfað til þess að veita fólki aðstoð við val á skóm.
VAL Á SKÓM MIÐAR VIÐ ÞARFIR„Það er mjög mikilvægt að fólk velji gönguskó sem passa, bæði fæti þess og þeirri tegund af göngum sem það stundar,“ segir Helgi Ben, vörustjóri í Útilífi, og heldur áfram. „Við tölum oft um tvo flokka af gönguskóm og oft þarf fólk að eiga mismun-andi gerðir ef það gengur mikið. Fyrstu skórnir eru léttir og mjúk-ir og það er gott að ferðast í þeim og ganga í á léttum göngustíg-um. Þá eru það hálfstífir skór, oft úr leðri og fóðraðir með Gore-Tex sem henta mjög oft vegna þess að aðstæður krefjast þess, bæði landslag og veðrátta hér á landi. Þetta eru vel vatnsvarðir skór með grófari og stífari sóla, til þess að fá gott grip. Þeir eru einnig með góðum ökklastuðningi og hægt er að nota á þá mann-brodda.“
AÐ KAUPA GÖNGUSKÓ OG MÁTAHelgi segir að fólk eigi að kaupa skó miðað við notkun. „Það er best fyrir fólk í leit að gönguskóm að fara í verslun sem hefur nóg úrval, eins og við höfum í Útilífi, máta hinar ýmsu tegundir og leita ráða hjá afgreiðslufólki sem hefur þekkingu á gönguskóm. Ef það er óöruggt um hvers konar gerð henti því er öruggara að kaupa skógerð-ina fyrir ofan því hana er frekar hægt að nota við mismunandi að-stæður.“ Helgi bendir einnig á að sokkarnir séu mikilvægir. „Í gönguferðum eru notaðir þykkari sokkar en við notum dags daglega og gjarnan úr ullar-blönduðum
efnum, því að tilgangurinn er sá að losa raka frá fætinum. Göngu-sokkar eru einnig eins og demp-arar en þeir eru þykkari undir il og hæl. Þeir eyðast og því þarf að skipta þeim út þegar þeir missa eiginleikana. Varðandi stærðina á gönguskónum þá þarf fólk oft-ast að taka ½ -1 númeri stærra af þeim en venjulegum götuskóm. Mikilvægt er að gott rými sé fyrir tær, en jafnframt þarf hællinn að vera fastur í skónum.“
MEÐFERÐ OG VIÐHALDGóð meðferð og viðhald á skónum er mjög mikilvægt. „Það þarf að gæta þess að bera á leður og yfir-efni með til þess gerðum efnum sem vatnsverja og næra leðrið. Nefna má sérstaklega úrval af hent-ugum efnum frá Grangers. Þá þarf að fylgjast með sólanum, því að með tímanum slitnar hann og eyði-leggst og þá þarf að skipta um skó, þar sem það getur reynst hættulegt þegar sólinn hættir að grípa.“
„Meindl-skórnir eru framleiddir í Suður-Þýskalandi við rætur Alpanna og eru í
sama klassa og Mercedes Benz og BMW,“ segir Helgi og brosir. „Við í Útilífi erum
búin að vera með þetta skómerki í um 25 ár og það hefur mælst mjög vel fyrir
hjá Íslendingum, enda er þetta úrvals framleiðandi. Meindl
hefur komið sérstaklega vel út í öllum samanburðarprófunum
og hefur hvað besta umtalið í þessum geira. Meindl á sér
um 300 ára gamla sögu og notar fyrirtækið aðeins gæðaefni og frágangurinn hjá því er til fyrirmynd
ar. Sniðið á skónum h
SKÓRNIR FRÁ MEINDL
„Við tölum oft um tvo flokka af gönguskóm og oft þarf fólk að eiga mismunandi gerðir ef það gengur mikið,” segir Helgi hjá Útilíf.
MYND/STEFÁN
Sérþekking á gönguskóm mikilvæg
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Versace tískumerkið er í uppsveiflu þessa dagana. Lady Gaga klæddist fötum frá merkinu í nýjast tón-listarmyndbandi sínu, Edge of Glory, og í nóvemb r kemur í verslanir ný lína frá Versace fyrir H&M.
Þrír strákar sýna lesendum uppáhaldssólgleraugun sín nú í sumar
teg.4500 - minimizer í D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 6.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
N Ý K O M I N N A F T U R
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir mögu
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9
SUMARÚTSLAN HAFIN
Málari eilífðarinnar
Ragna Sigurðardóttir rýnir í
glæstan feril Georgs Guðna
og metur áhrif hans.
menning 32
TÓNLIST Pétur Ben, Toggi, Svav-
ar Knútur og Matthías Baldurs-
son ætla að frumflytja eigin
lög við sálma
Sigurbjörns
Einarssonar
á tónleikum í
Lindakirkju
30. júní. Tón-
leikarnir verða
haldnir í tilefni
þess að biskup-
inn fyrrver-
andi hefði orðið
100 ára þennan
sama dag. Lag
Togga, sem samdi Þú komst við
hjartað í mér, er við sálminn
Hjá Guði og var hann ekki lengi
að hrista það fram úr erminni.
„Ég samdi það bara um kvöldið
og tók það upp á símann minn,“
segir Toggi, sem er sjálfur ekki
trúaður maður.
- fb / sjá síðu 50
Popparar á kirkjutónleikum:
Lög við sálma
Sigurbjörns
Slær í gegn á netinu
Páll Óli Ólason er nýjasta
stjarnan á Flick My Life.
fólk 50
Mörg járn í eldinum
Gígja Ísis Guðjónsdóttir vinnur
að því að rannsaka og þróa
hinn íslenska sauðskinnsskó.
allt 2
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
ÁFR BÆRT TILBOÐ
ELDHÚSVASKUR
INTRA - TEKA
UNIVERSO 100D - 790 X 500 MM
Tilboðsverð
kr. 18.900,-
STJÓRNMÁL Alþingi mun hætta að
úthluta styrkjum til samtaka,
félaga og einstaklinga á næsta ári.
Styrkirnir nefnast safnliðir á fjár-
lögum, en þeir nema nú 759 millj-
ónum króna frá þinginu auk 653
milljóna sem koma frá ráðuneyt-
um, að sögn Oddnýjar G. Harðar-
dóttur, formanns fjárlaganefnd-
ar. Framvegis mun þingið aðeins
ákveða hversu háar upphæðir
renna til einstakra málaflokka en
láta lögbundnum sjóðum, sveitar-
félögum, ráðuneytum og fleirum
eftir að úthluta styrkjum.
Safnliðirnir hafa verið gagn-
rýndir sem kjördæmapot og
„gamaldags fyrirgreiðslufyrir-
komulag,“ eins og Valgerður
Bjarnadóttir þingmaður Samfylk-
ingarinnar orðaði það í fyrirspurn
um safnliði á síðasta ári.
„Allir flokkar hafa gagnrýnt
þetta og okkur fannst tími til kom-
inn að gera breytingar á þessu,“
segir Oddný G. Harðardóttir. Hún
segir að þar sem bæði Alþingi og
ráðuneytin hafi úthlutað styrkjum
hafi það stundum gerst að sömu
aðilarnir hafi fengið úthlutað
styrkjum frá báðum.
Mikill tími fjárlaganefndar fer í
viðtöl og vinnu vegna styrkjanna.
Þannig á það ekki að vera að mati
Oddnýjar, heldur á nefndin að
geta einbeitt sér að stærri málum.
Breytingunum nú er ætlað að
gera úthlutanir gegnsærri og
auka traust á því hvernig fjár-
munum ríkisins er skipt. „Því það
hefur verið orðrómur uppi um að
þingmenn noti þetta til að hygla
sínu kjördæmi og vinum sínum
jafnvel.“ Þá eiga breytingarnar
að bæta stjórnsýsluna og yfirsýn
yfir einstaka málaflokka. „Það
er mjög neytendafjandsamlegt
að Alþingi skuli vera að úthluta,
af því að Alþingi fellur ekki undir
stjórnsýslulög.“ Því beri Alþingi
ekki að skýra úthlutun, sem ráðu-
neyti og sveitarfélög þurfa hins
vegar að gera.
Oddný var formaður vinnu-
hóps fjárlaganefndar sem í sátu
auk hennar Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, Þór Saari og Þur-
íður Backman. Samstaða var um
breytingarnar og verður öllum
umsóknum áfram fundinn farveg-
ur. Nánari útfærsla á breytingun-
um verður kynnt í haust. - þeb
Kjördæmapot upp-
rætt af fjárlaganefnd
Alþingi mun ekki úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og
með næsta ári. Styrkirnir hafa verið gagnrýndir sem fyrirgreiðslur og kjör-
dæmapot og þótti fjárlaganefnd tímabært að breyta fyrirkomulaginu.
Því það hefur verið
orðrómur upp um
að þingmenn noti þetta til
að hygla sínu kjördæmi og
vinum sínum jafnvel.
ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR
FORMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR
SUÐURLANDSVEGUR TVÖFALDAÐUR Það er nóg um að vera á Hellisheiði þessa
dagana en þar er unnið að fyrsta áfanga við tvöföldun Suðurlandsvegar. Framkvæmdum á að ljúka um miðjan
september en áfanginn er á milli Litlu kaffistofunnar og Lögbergsbrekku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Betra að tala saman
Geir Þorsteinsson, formaður
KSÍ, ræðir um hvað
læra má af þátttöku og
undirbúningi U-21 árs
liðsins á EM í Danmörku.
sport 42
NOKKUÐ BJART V-TIL Í dag
verður hæg N-læg eða breytileg
átt. Bjart með köflum V-til en hálf
skýjað eða skýjað annars staðar.
Líkur á skúrum síðdegis. Hiti 5-15
stig, hlýjast V-lands.
VEÐUR 4
8
10
9
9
9
KJARAMÁL Samninganefndir
atvinnuflugmanna og Icelandair
funduðu í tólf tíma í gær án þess
að ná samkomulagi um kjara-
samning. Áfram verður fundað
í dag en náist ekki samkomu-
lag brestur á yfirvinnubann hjá
flugmönnum á morgun.
Komi til bannsins mun það
raska starfsemi Icelandair tölu-
vert og farþegar geta átt von á
töfum á áætlun flugfélagsins.
Helsta baráttumál flugmanna
er aukið starfsöryggi og að
dregið verði úr árstíðasveiflum
í ráðningum. Segjast þeir frek-
ar grípa til yfirvinnubanns en
verkfalls til að hlífa ferðaþjón-
ustunni yfir sumartímann.
Samtök ferðaþjónustunnar
hafa lýst yfir miklum áhyggjum
af mögulegu yfirvinnubanni.
- mþl
Áfram reynt að ná sátt í dag:
Yfirvinnubann
hjá flugmönn-
um á morgun
TOGGI