Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 23. júní 2011 43 ÓLYMPÍUDAGURINN ER Í DAG – LAUGARDALNUM Ólympíudagskráin: 19:00 Setning við bílastæðin. 19:00–22:00 Akstursíþróttanefnd verður með sýningu á fjórum til fimm keppnis- bílum, allt frá kvartmílu til gókart, á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármanni. 19:00–21:30 Skylmingar. 19:00–22:00 Keila, borðtennis, skotíþróttir, krakkablak og strandblak, tennis, og rathlaup (sjá nánar á www.rathlaup.is). 21:00–21:40 Dans – sýning og létt kennsla. 22:00 Miðnæturhlaupið. Skráning á www.maraþon.is Fylgstu með nýjum atriðum sem óðum bætast inn á dagskrána á fésbókarsíðu okkar: Ólympíudagurinn 23. júní. Komdu í Laugardalinn á Ólympíudaginn og taktu þátt í fjörugri dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Taktu fjölskylduna með og prófaðu spennandi íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í skylmingum, tennis, skotíþróttum, blaki, borðtennis, keilu og dansi. Komdu og gerðu þér glaðan dag. Gerðu þitt besta FÓBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær um áframhaldandi samstarf við 365 miðla um útsendingar á Íslandi frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Samningur- inn er til ársins 2015. Stöð 2 Sport mun sem fyrr sinna Meistaradeildinni af alúð með fjölda útsendinga sem og með samantektarþætti. Aukið verður við þjónustuna enn frekar á næstu leiktíð. Áætlaður fjöldi útsendinga frá þessum keppnum er um 300 talsins. 365 semur um útsendingar: Meistaradeildin á Stöð 2 Sport BARCELONA Sigurvegari Meistaradeildar- innar í ár. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Sigurbergur Sveins- son, áður leikmaður Hauka, er genginn til liðs við sviss- neska félagið RTV 1879 Basel og gerði hann eins árs samning við félagið. Sigurbergur lék í þýsku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð, fyrst með Rheinland og svo Hann- over-Burgdorf. Sigurbergur fór frá fyrrnefnda félaginu vegna fjárhagserfiðleika þess en átti í harðri samkeppni um stöður hjá Hannover-Burgdorf. Fram kemur á heimasíðu Basel að það eru utanaðkomandi aðilar sem munu greiða laun Sigur- bergs en honum er ætlað að fylla skarð svissneska landsliðsmanns- ins Ruben Schelbert sem gekk í sumar til liðs við Kadetten Schaffhausen. Björgvin Páll Gústavsson hefur orðið meistari með Shaffhausen síðustu tvö árin en hann er nú genginn til liðs við Magdeburg í Þýskalandi. Basel varð í níunda sæti deildarinnar á síðustu leik- tíð. Hann á að baki 35 leiki með A- landsliði Íslands. - esá Sigurbergur Sveinsson: Samdi við Basel í Sviss SIGURBERGUR SVEINSSON Söðlar um og fer til Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Það varð ljóst í gær að Spánn og Sviss mætast í úrslita- leik EM U-21 árs landsliða í Dan- mörku. Báðir undanúrslitaleik- irnir í gær fóru í framlengingu. Spánn vann Hvíta-Rússland 3-1 en Sviss dugði 1-0 sigur á Tékk- um. Leikur Hvít-Rússa og Spán- verja var heldur betur drama- tískur. Flestir spáðu því að Spánn myndi vinna öruggan sigur. Spán- verjar réðu lögum og lofum í leiknum en það voru Hvít-Rússar sem komust óvænt yfir á 37. mín- útu er Andrei Voronkov skoraði með laglegu skoti í teignum er hann snéri bakinu í markið. Rússarnir lágu í vörn í síðari hálfleik og Spánverjum gekk ágæt- lega að skapa sér færi. Það var svo allt annað mál að nýta færin. Rúss- arnir virtust vera að landa sigri er Adrian Lopez jafnaði leikinn einni mínútu fyrir leikslok. Hann skor- aði þá úr þröngu færi á nærstöng. Það varð aldrei spurning hvern- ig leikar færu í framlengingunni. Lopez skoraði aftur rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar og Jeffren bætti þriðja markinu við áður en yfir lauk. Spánverjar í úrslit en Hvít-Rússar létu þá hafa hraustlega fyrir hlutunum. Leikur Tékka og Svisslendinga var ekki eins skemmtilegur. Bæði lið voru mjög varfærin í sínum leik en sóknarlotur Sviss voru þó beitt- ari. 0-0 í hálfleik í hrútleiðinleg- um leik. Síðari hálfleikur var litlu skárri og leikurinn virkaði eins og gott svefnmeðal. Varð því að fram- lengja. Í framlengingunni skoraði Admir Mehmedi glæsilegt mark með skoti utan teigs sex mínútum fyrir leikslok og það mark dugði til sigurs. - hbg Báðir undanúrslitaleikirnir á EM U-21 árs landsliða voru framlengdir í gær: Spánn og Sviss mætast í úrslitum HETJAN Adrian Lopez fagnar hér jöfnunarmarki sínu sem kom á elleftu stundu. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.