Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 22
22 23. júní 2011 FIMMTUDAGUR Í aðsendri grein þann 21. júní síð-astliðinn skrifar Dögg Harð- ardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mann- réttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginat- riði greinarinnar er að það sé mik- ilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þann- ig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur held- ur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leit- arvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í líf- inu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Dagg- ar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upp- lýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og sam- semd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og sam- semd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hent- ugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur mál- inu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristi- legan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvæg- an sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snú- ast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísan- ir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg mál- efni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félags- tengla geta fundið hana hér: http:// www.asanet.org/images/journals/ docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf Borgarráð og trúin Trúmál Tryggvi Hrólfsson kennari Jóhanna og traustið Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra las ræðu á Aust- urvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinn- ar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera full- komlega eðlilegt að forsætis- ráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmuna- aðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæfra- mennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxt- inn sem fram undan er … nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var hald- in undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæð- isflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn? Hér talar forsætisráðherra lýð- ræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóð- arinnar, sé sáttur við að for- sætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? Kommúnistaávarpið Kolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþings- ræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt- asti og athyglisverðasti greinar- höfundurinn sem skrifar reglu- bundið í Morgunblaðið undir nafni. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnar- fund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmark- aðan áhuga á atvinnuuppbygg- ingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarn- ir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráð- herra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitn- asta hugsun manns er: Getur eng- inn losað þjóðina við þessa skelfi- legu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er. Stjórnmál Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? FATAHÖNNUÐIR BJÓÐA Í HEIMSÓKN Í tilefni Jónsmessunætur bjóða fatahönnuðir í miðbænum ykkur í heimsókn í kvöld milli 18 og 21. Komið og skoðið nýjustu sumarlínurnar og þiggið léttar veitingar. Nýtt kortatímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.