Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 40
Fríða Björnsdóttir blaðamaður átti fimmtíu ára starfs- afmæli í vikunni en árið 1961 hóf hún störf á Fréttastofu útvarps eftir að hafa numið blaðamennsku í Bandaríkjun- um. Fríða er elsta starfandi kona í blaðamannastéttinni hér- lendis en hún er fædd árið 1939. „Þegar sumarafleysingunum lauk í október 1961 hafði fréttastjóri Útvarps sem þá var, Jón Magnússon, samband við Jón Helgason, ritstjóra á Tímanum, og bað hann endi- lega að taka mig ef eitthvað losnaði. Úr varð að ég hóf störf á Tímanum 17. janúar en þessir þrír mánuðir sem liðu á milli eru eini tíminn á fimmtíu árum sem ég hef ekki starfað sem blaðamaður,“ segir Fríða. Fríða hefur komið víða við á þessum fimmtíu árum. „Ég var 20 ár hjá Tímanum, 20 ár hjá Húsum og híbýlum og svo hef ég unnið hjá Blaðamannafélaginu meðfram skrifum, frá árunum 1979-1999 sem framkvæmdastjóri og svo aftur núna frá því í fyrravor í þeirri sömu stöðu,“ segir Fríða, en auk þess hefur hún skrifað greinar fyrir ýmis önnur blöð, Frjálsa verslun, Morgunblaðið og fleiri og verið ritstjóri Lögbergs Heimskringlu í Winnipeg í hálft ár. „Ætli ég hafi ekki enst svona lengi í starfinu því það er svo skemmtilegt. Það er fjölbreytt og mér hefur alltaf fund- ist gaman að hitta fólk, tala við fólk og umgangast það,“ segir Fríða og bætir við að hún hafi líka haft mikla ánægju af því að starfa hjá Húsum og híbýlum þar sem hún hafi alltaf haft áhuga á því hvernig fólk býr um sig. Fríða segir margt breytt í blaðamennsku frá því sem var. „Bæði er það að fréttir af landsbyggðinni eru orðnar skelfi- legar fáar en hér áður var Tíminn til dæmis með eina 100 fréttaritara um allt land. Þá skipuðu pólitísk skrif annan sess en þau gera í dag og ritstjórar og ritstjórnarfulltrúar sáu meira um þau skrif meðan blaðamenn skrifuðu meira um það sem var að gerast almennt í landinu. Pólitíkin hefur tekið svolítið yfir fréttaflutninginn í dag,“ segir Fríða. Hún bendir á að neytendamynstrið sé einnig breytt, áður hafi ekki þótt óvenjulegt að fólk keypti þrjú mismunandi dagblöð daglega því það langaði að fylgjast vel með. „Ég verð líka að segja að ég sé eftir gömlu flokksblöð- unum því þá vissi maður bara hvaða pólitísku línur blöðin aðhylltust og las þau þá bara með þeim gleraugum. Það er pólitík í öllum blöðum þótt þau þykist frjáls og þá er bara betra að vita það.“ juliam@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Ragnheiður Helga Vigfúsdóttir lést á Landspítalanum 19. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Halla Bergsdóttir Minn kæri vinur, Tómás Helgason frá Hnífsdal, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi 16. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júní klukkan 11. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Magnúsdóttir MOSAIK Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sveinn Ingimar Björnsson bóndi í Hvammi, Dalabyggð, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, þann 8. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halla Hjartardóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, William McDougall Vilhjálmur Alfreðsson Efstasundi 76, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Sólveig Magnúsdóttir Magnús Sigurðsson Þórhildur Karlsdóttir Emil Þór Sigurðsson Sigrún Baldursdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Rafns Kristjánssonar sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu- daginn 5. júní. Sérstakar alúðarþakkir fá starfsmenn Skógarbæjar fyrir frábæra umönnun og hjúkrun Rafns. Ingibjörg Rafnsdóttir Magnús Rafnsson Arnlín Óladóttir Sigríður Rafnsdóttir Rafn Jónsson Auður Rafnsdóttir James Bett Hjördís Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Lofts Magnússonar, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, mánudaginn 6. júní. Aðalheiður Steina Scheving Guðjón Scheving Tryggvason Sigrún Stefánsdóttir Jón Loftsson Jóhanna Björgvinsdóttir Hreinn Loftsson Ingibjörg Kjartansdóttir Magnús Loftsson Gunnar Ásgeirsson Ásdís Loftsdóttir Guðmundur Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, Ragnhildur Sigurðardóttir frá Sólheimakoti í Mýrdal, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 25. júní kl 13.30. Ragnhildur Guðrún Bogadóttir Sigrún Gerður Bogadóttir Sævar Sigursteinsson Ragnheiður Bogadóttir Magnús Kolbeinsson Geirþrúður Fanney Bogadóttir Haraldur Árni Haraldsson Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gíslínu Magnúsdóttur, Höfðagrund 11, Akranesi. Magnús Ólason Þóra Másdóttir Hlöðver Örn Ólason Sigríður K. Óladóttir Þórður Sveinsson Valentínus Ólason Halldóra Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Knútur Jeppesen arkitekt, lést á Landakotsspítala 15. júní. Útför fer fram frá St. Jósefskirkju, Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, föstudaginn 24. júní kl. 13.00. Ragnhildur Blöndal Elsa Margrét Knútsdóttir Lárus Ari Knútsson Gunnlaugur Bjarki Snædal Stefán Jón Knútsson Jeppesen Bára Magnúsdóttir Anna Salka Knútsdóttir Jeppesen Þórir Ríkharðsson Hulda Sigríður Jeppesen Guðmundur J. Stefánsson Hanna Kejser Brinkmann Karl H. Brinkmann Tim Lövgren og barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa. Pálma Jónssonar Skólabraut 3 Seltjarnarnesi, Áður bóndi Bergsstöðum á Vatnsnesi, Ingibjörg Daníelsdóttir Hjálmar Pálmason Guðlaug Sigurðardóttir Gylfi Pálmason Hólmgeir Pálmason Ingibjörg Þorláksdóttir Bergþór Pálmason Sigrún Marinósdóttir Ásgerður Pálmadóttir Guðjón Gústafsson Svanhildur Pálmadóttir Sigurður Ámundason afa og langafabörn. FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR: Á FIMMTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Margt breytt í blaðamennsku LANDSBYGGÐIN ÚTUNDAN „Fréttir af landsbyggðinni eru orðnar skelfi- legar fáar en hér áður var Tíminn til dæmis með eina 100 fréttaritara um allt land,“ segir Fríða. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.