Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 2
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR2 EVRÓPUMÁL Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambands- ins mætast til reglulegrar tveggja daga ríkjaráð- stefnu í Brussel í dag. Helst verður rætt um efnahagsmál, þ.e. vanda Grikklands og annarra skuldsettra ríkja ESB. Einnig um framtíð Schengen-svæðisins í ljósi óvæntra við- bragða Ítala, Frakka og Dana við afrísku flótta- mannabylgjunni í vor sem leið, en þar þótti skorta talsvert á samstarfsvilja og samheldni þjóðanna. Rætt verður um hvernig megi stýra ytri landa- mærum ESB betur og þar með landamærum Íslands. Einnig um hvernig aðildarríkjum gangi að fram- fylgja reglum um frjálsa för fólks; hvernig megi bæta þær. Fjallað verður og um samevrópskt flótta- mannakerfi. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, José Manuel Barroso, verður viðstaddur og hefur kynnt áherslur sínar fyrir fundinn. Barroso hefur áhuga á nýjum tekjustofni, eða „Hróa-hattarskatti“ til að leggja á alþjóðlega fjármagnsflutninga. Þetta yrði leið til að ná skaðabótum af fjármálafyrirtækjum vegna fjár- málakreppunnar. Þá leggst Barroso gegn því að aðildarríki taki upp landamæraeftirlit innan Schengen, sem t.d. Danmörk hefur lagt til, og segir að framkvæmdastjórnin muni grípa inn í, fari svo að einstaka aðildarríki vegi að þessum grundvallaratriðum Evrópusamstarfsins. - kóþ Ríkjaráðstefna aðildarríkja Evrópusambandsins hefst í Belgíu í dag: Rætt um Schengen og Grikki SAMMÁLA! Stundum fer býsna vel á með þeim Sarkozy Frakk- landsforseta og Merkel Þýskalandskanslara. Þau sjást hér á síðasta leiðtogafundi ESB, sem var haldinn í mars. NORDICOHOTOS/AFP ÞJÓNAÐ TIL BORÐS Lokað hefur verið fyrir bílaumferð í Austurstræti og geta gestir og gangandi því sest þar víða niður án þess að eiga á hættu að lenda fyrir bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG MANNLÍF „Okkur líður mjög vel í húsinu, vinnum fimmtán tíma vinnudag og gleymum því að fara heim,“ segir Unnur Ósk Stefáns- dóttir, kölluð Lukka, einn eigenda veitingastaðarins Happs við Aust- urstræti 22. Húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis skemmdust í elds- voða síðasta vetrardag árið 2007. Endurbygging þeirra hefur stað- ið yfir á brunareitnum svokallaða síðan þá og sér nú fyrir endann á verkinu. Veitingastaðurinn var opnaður við Austurstræti á þjóðhá- tíðardaginn. Líf færist smám saman yfir í hin húsin. Í því sem snýr að Lækjargötu verður skartgripa- verslunin Leonard til húsa, versl- un fyrir ferðamenn og skrifstofur á efri hæðum. Á milli hússins við Lækjargötu og Austurstrætis er port sem opið verður á daginn. Þar inn af er unnið hörðum höndum að opnun veitingastaðarins Grillmarkaðar- ins. „Það er allt morandi í iðnaðar- mönnum hér,“ segir landsliðskokk- urinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, eigandi staðarins sem er á tveimur hæðum. Eldavélar verða hitaðar upp um helgina en stefnt er að formlegri opnun á fimmtudag í næstu viku. Í framtíðinni verður hægt að ganga inn eftir portinu á milli Lækjargötu og Pósthússtrætis og þaðan út bæði á Austurvöll og við Skólabrú. Húsið sem stóð við Austurstræti 22 markar spor í sögu landsins. Ísleifur Jónsson dómari lét reisa hús þar árið 1801. Stiftamtmaður- inn Trampe greifi keypti það fjór- um árum síðar. Jörundur hunda- dagakonungur gerði húsið að sínu árið 1809 þegar hann handtók Trampe. Hús Happs er eftirmynd af húsi Ísleifs. Fyrirhugað er að opna sýningu í húsinu á morgun sem sýnir lífið í því á árum áður. Meðal annars verða sýndar myndir af Jörundi, eiginhandaráritun hans og teikn- ingar af dansleik sem þar var haldinn. „Hér var lágt til lofts og á einni myndinni má sjá konu festa hárkollu í ljósakrónu,” segir Lukka. jonab@frettabladid.is Brunareitur lifnar við Hvert fyrirtækið af öðru er að flytja inn í húsin sem brunnu til kaldra kola síðasta vetrardag fyrir fjórum árum. Reiturinn er hluti af sögu þjóðarinnar. Yrsa, var þetta blóðug keppni? „Nei, þetta er blóðdropinn sem holar steininn.“ Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur hlaut í fyrradag Blóðdropann, glæpasagna- verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir hrollvekjuna Ég man þig. BANDARÍKIN, AP Þ i ngmenn Kaliforníuríkis fá engin laun greidd fyrr en þeim tekst að afgreiða hallalaus fjárlög. Búist er við því að þeir þurfi að minnsta kosti viku til að ljúka verkinu. John Chiang, fjármálastjóri Kali- forníuríkis, tók þessa ákvörðun í samræmi við lög sem Kaliforníu- búar samþykktu í þjóðaratkvæða- greiðslu í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt þessum lögum má svipta þingmenn bæði launum og dagpeningum takist þeim ekki að afgreiða hallalaus fjárlög fyrir 15. júní ár hvert. Launagreiðslur hefj- ast að nýju um leið og fjárlög liggja fyrir, en launalausi tíminn verður þó ekki bættur með eftirágreiðslu launa. Lögin voru borin undir þjóðar- atkvæði til þess að skapa þrýsting á þingmenn, sem á hverju ári hafa skilað fjárlögum löngu eftir að til- skilinn frestur til þess, nefnilega 15. júní, er liðinn. Þingmennirnir lögðu því óvenju hart að sér í ár og fögnuðu ákaft þegar fjárlög voru samþykkt á síð- ustu stundu. Gleðin rann hins vegar fljótt af þeim þegar fjármálastjór- inn skýrði frá launasviptingunni, enda voru þessi fjárlög ekki halla- laus. - gb Þingmenn í Kaliforníu sviptir launum þar til þeir skila hallalausum fjárlögum: Refsað fyrir hallafjárlögin KALIFORNÍUÞING Kaliforníuríki sparar sér nokkrar milljónir króna á dag meðan þingmenn eru launalausir. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Tvær stúlkur, sem var rænt í Noregi á þriðjudagsmorg- un, fundust í gær heilar á húfi. Faðir þeirra er í haldi lögreglu ásamt fimm öðrum, grunaður um að hafa lagt á ráðin um mann- ránið. Stúlkurnar fundust í húsi í Hönefoss, um 50 kílómetrum sunnan við Brandbu, þaðan sem þeim var rænt. Faðir þeirra og tveir aðrir voru handteknir í hús- inu. Á þriðjudag höfðu þrír menn verið handteknir vegna málsins. Foreldrar stúlknanna eru frá Írak, sem og aðrir sem eru í haldi lögreglu. Því hafði lögreglan talið líklegt að reynt yrði að koma börnunum úr landi og var mikið eftirlit á landamærum meðan leitað var að þeim. - þeb Sex eru í haldi í Noregi: Stúlkurnar eru heilar á húfi EFNAHAGSMÁL Heildsöluverð á mjólk hækkar um 4,25 prósent um mánaðamótin. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið þetta. Verð á öðrum mjólkurafurðum hækkar um sömu prósentu nema verð á smjöri og mjólkurdufti sem hækka um 6,7 og 6 prósent. Ástæður verðhækkananna eru sagðar launabreytingar og verð- hækkanir á aðföngum. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, sagði þessar hækkanir vera talsvert umfram það sem launa- hækkanir kjarasamninganna gefa tilefni til, í samtali við Stöð 2 í gær. Þessar hækkanir og fleiri undanfarið vekji upp ótta um að launahækkanirnar brenni upp á báli verðbólgunnar. - mþl Launahækkanir hækka verð: Verð á mjólkur- vörum hækkar DÓMSMÁL Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ákært Viggó Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfa- þjónustu Sparisjóðanna, fyrir stórfelld umboðssvik. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákæran var gefin út hinn 9. júní en fjögur ár eru frá því rann- sókn málsins hófst. Brotin voru talin felast í útgáfu tilhæfulausr- ar ábyrgðaryfirlýsingar upp á 200 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 22 milljarða króna. Viggó var gert að sæta farbanni í 23 mánuði vegna málsins. Samkvæmt almennum hegn- ingarlögum geta umboðssvik varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar, en Viggó er ákærður til vara fyrir tilraun til fjársvika. Sveinn Andri Sveinsson, verj- andi Viggós, sagði í viðtali við Stöð 2 að umbjóðandi sinn myndi neita sök í málinu. Rannsóknin tók fjögur ár: Ákærður fyrir umboðssvik SLYS Ungur karlmaður missti stjórn á vélhjóli á Reykjanes- brautinni við Innri Njarðvík um klukkan hálf sex í gær. Þeyttist vélhjólið út af veginum og lenti í möl á milli akreina eins og mað- urinn. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar lögreglu- og sjúkraflutn- ingamenn mættu á slysstað en komst til meðvitundar í sjúkrabíl á leiðinni á bráðamóttöku Land- spítalans. Maðurinn er talsvert brotinn en ekki talinn í lífshættu. - mþl Ungur karlmaður slasaður: Vélhjólaslys á Reykjanesbraut REYKJANESBRAUT Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Landsbankinn ætlar að bjóða til sölu allar eignir sem hann hefur fengið við yfirtöku eins fljótt og unnt er í opnu og gegnsæju söluferli á almennum markaði. Skilyrði er þó sett um það að salan brjóti ekki gegn lög- vörðum hagsmunum viðskipta- vina bankans. Minni fasteignir, ökutæki og lausafjármunir verða boðin til sölu eins fljótt og unnt verður. Hlutabréf í óskráðum fyrirtækj- um verða seld í opnu söluferli. - jab Landsbankinn selur eignir: Allt mun fara í opnu söluferli SPURNING DAGSINS Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.