Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 54
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR42
sport@frettabladid.is
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON og lærisveinar hans í BÍ/Bolungarvík taka á móti Íslandsmeist-
urum Breiðabliks í kvöld en leikurinn er liður í sextán liða úrslitum Valitor-bikarsins. KR tekur
einnig á móti FH í sömu keppni í kvöld en sá leikur er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
FÓTBOLTI Ísland varð í 5.-6. sæti á
EM U-21 liða í Danmörku sem nú
stendur yfir. Ísland komst því ekki
í undanúrslitin en Geir Þorsteins-
son, formaður KSÍ, er engu að
síður stoltur af árangrinum. „Það
er frábært að vera í 5.-6. sæti af
53 þjóðum í Evrópu. Ég er stoltur
af strákunum og af frammistöðu
þeirra. Við munum svo fara yfir
það innan KSÍ, bæði með þjálfara-
teyminu og landsliðsnefndinni,
hvernig til tókst og hvað hefði mátt
betur fara,“ sagði Geir í samtali
við Fréttablaðið.
Lokahópur U-21 liðsins kom
saman aðeins þremur dögum fyrir
fyrsta leik í Danmörku og er lít-
ill undirbúningur talinn eiga sinn
þátt í því að liðið tapaði fyrstu
tveimur leikjum sínum. Eftir
mótið sagði Eyjólfur Sverrisson,
þjálfari U-21 liðsins, að undirbún-
ingurinn hefði verið of lítill.
Íslandsmótið er líka flaggskip
„Við munum fara yfir það hvort
við gátum gert eitthvað betur
hvað undirbúninginn varðar,“
sagði Geir en heil umferð fór
fram í Pepsi-deildinni í vikunni
fyrir Evrópumeistaramótið. „En
það er ljóst að þessi mál eru flókn-
ari en þau virðast í fyrstu. Hefð-
um við sleppt þessari umferð á
Íslandsmótinu hefði verið mánað-
arhlé í deildinni. Það tekur enginn
slíka ákvörðun auðveldlega og má
ekki gleyma því að Íslandsmótið
er líka flaggskip íslenskrar knatt-
spyrnu.“
Hann bendir einnig á að undir-
búningurinn hafi falið í sér meira
en bara það að finna æfingadaga
fyrir liðið. „Ég held að flestir átti
sig ekki á því að landsliðið á ekki
rétt á leikmönnunum sem taka
þátt í þessu móti. Þessi keppni fer
ekki fram á alþjóðlegum leikdög-
um og því er félögum heimilt að
banna sínum leikmönnum að taka
þátt. Stór þáttur í okkar undirbún-
ingi var að tryggja að allir okkar
bestu leikmenn gætu tekið þátt
í mótinu. Okkur tókst það en því
var ekki að heilsa hjá öllum, eins
og við vitum.“
Einstaklingsmunur á þjálfurum
Eyjólfur greindi einnig frá því
eftir mótið að hann hefði átt lítið
sem ekkert samstarf við Ólaf
Jóhannesson, A-landsliðsþjálfara,
á meðan á undankeppninni stóð.
Fréttablaðið spurði Geir hvort að
til stæði að taka þau mál til skoð-
unar innan KSÍ.
„Samstarf þjálfara og viðræður
þeirra á milli eru mjög æskileg-
ar,“ sagði Geir. „Ég hef hins vegar
á löngum ferli í knattspyrnuhreyf-
ingunni séð að þetta er mjög mis-
jafnt á milli þjálfara og meira ráð-
ist af einstaklingunum sjálfum.
Sumir hafa sína aðferðarfræði og
telja hana rétta. Aðrir trúa á meiri
samstarf og samskipti. Hver hefur
sína leið.“
Alþjóðlegt vandamál
Það sem helst hefur verið rætt um
í þessu samhengi er sú togstreita
sem var á milli A- og U-21 landsliðs-
ins um forgang á leikmönnum. Geir
bendir á að samstarf og samskipti
þjálfara snúist ekki um þau mál.
„Að mínu viti er það tvennt
ólíkt. Vandamálið með það með
hvaða liði leikmenn eiga að spila
er ekki íslenskt. Þetta er að stórum
hluta til komið vegna þess að leik-
ir A-liðsins, U-21 og jafnvel U-19
liðanna eru allir settir á
sömu dagana. Ástæðan
er sú að það eru svo fáir
alþjóðlegir leikdagar
og það umhverfi hafa
FIFA og UEFA skapað.
Því hafa þessi vanda-
mál komið víðar upp
en á Íslandi. Þetta
er flækja sem við
þurfum að eiga
við en það vorum
ekki við sem
skópum þessa
flækju.“
Fylgjast með
þróuninni
Hins vegar
neitar Geir því
ekki að æski-
legast væri að
þjálfarar allra
landsliða KSÍ
myndu róa í
sömu átt.
„Við höfum
rætt það að samræma okkar störf
í landsliðum og það er allt til skoð-
unar. Við höfum hins vegar haft
þann háttinn á að hver þjálfari
hefur sitt frjálsræði og því ætlum
við ekki að breyta,“ sagði Geir og
bendir á að það henti til að mynda
ekki alltaf að láta öll yngri lands-
liðin spila sömu leikaðferðina, til
að undirbúa leikmenn fyrir það
að spila með A-liðinu.
„Flestir okkar þjálfarar
hafa verið sammála um
að það beri að móta
liðið eftir þeim leik-
mannahópi sem
hann hefur hverju
sinni. Menn verða
þó að fylgjast
áfram með gangi
mála og hvernig
við getum þróað
okkar knattspyrnu.
Vil ég ekkert úti-
loka í þeim efnum.“
eirikur@frettabladid.is
Æskilegt að þjálfarar tali saman
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ýmislegt megi læra af þátttöku Íslands á EM U-21 liða og að farið
verði yfir hvað hafi gengið vel og hvað megi bæta. Meðal þess sé undirbúningurinn og samstarf þjálfara.
GEIR ÞORSTEINSSON Formaður KSÍ segir að landsliðsþjálfarar hafi sitt frjálsræði til að sinna sínum störfum og því verði ekki
breytt. Hins vegar væri æskilegt fyrir þá að starfa saman þegar þess er kostur. Hér er Geir með Ólafi Jóhannessyni, þjálfara A-liðs
karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þetta er flækja sem
við þurfum að eiga
við en það vorum ekki við
sem skópum þessa flækju.
GEIR ÞORSTEINSSON
FORMAÐUR KSÍ
EYJÓLFUR SVERRISSON
Þjálfari U-21 liðs karla.
Byrjaðu góðan
dag vel
– Fáðu þér létta ab mjólk
á hverjum degi
Nú
fáanleg í
handhægum
½ lítra
umbúðum
Létta AB mjólkin er einhver
hollasti morgunverður sem
völ er á. AB mjólkin inni-
heldur milljarða gagnlegra
mjólkursýrugerla sem valda
því að óæskilegir gerlar eiga
erfitt uppdráttar í meltingar-
veginum. Regluleg neysla
tryggir að meltingarflóran er
alltaf í lagi og ónæmiskerfið
starfar með
hámarksafköstum.
FÓTBOLTI Í gær var dregið í átta
liða úrslit Valitors-bikars karla
og kvenna. Drátturinn í karla-
flokknum var sérstakur því enn
á eftir að spila tvo leiki í sextán
liða úrslitunum. Þeir leikir fara
fram í kvöld.
Sigurvegarinn í leik KR og FH
mætir Keflavík sem verður þá
stórleikur átta liða úrslita karla.
Þeir leikir fara fram 3. júlí.
„Við fáum að fylgjast með KR
og FH í sjónvarpinu og getum
byrjað að undirbúa okkur eftir
þann leik,“ sagði Haraldur Freyr
Guðmundsson, fyrirliði Keflavík-
ur, við Fréttablaðið.
„Við vitum að við fáum erfiðan
leik annaðhvort í Vesturbænum
eða Kaplakrika en munum mæta
brattir í þá. Við teljum okkur
vera með gott lið, hvort sem er
fyrir deild eða bikar, og förum
fullir sjálfstrausts í leikinn.“
Stórleikurinn í kvennaflokki er
leikur Vals og Stjörnunnar. Leik-
irnir í kvennaflokki fara fram 1.
júlí.
„Kannski aðeins auðveldara í
heimaleik en það er gott að fá leik
í Garðabænum. Það er fínt fyrir
keppnina að fá stóran leik strax
í 8-liða úrslitunum og verður
gaman að mæta Val,” sagði Þor-
lákur Árnason, þjálfari Stjörn-
unnar.
- hbg
Dregið í bikarkeppninni:
Keflavík fær
KR eða FH
KR OG FH Sigurvegari leiksins í kvöld
mætir Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Valitor-bikarinn
8-liða úrslit karla:
BÍ/Bolungarvík eða Breiðablik - Þróttur R.
Þór - Grindavík
Fjölnir - ÍBV
KR eða FH - Keflavík
8-liða úrslit kvenna:
Fylkir - FH
Stjarnan - Valur
KR - Grindavík
ÍBV - Afturelding
HANDBOLTI Handboltaparið Einar
Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa
Stefánsdóttir er að öllum líkind-
um á leið til Danmerkur en þau
léku bæði með þýskum liðum síð-
asta vetur.
Þau komu frá Danmörku í gær
þar sem Einar Ingi var í viðræðum
við danska úrvalsdeildarliðið Mors
Thy sem hefur gert Einari Inga
samningstilboð. Einar Ingi tjáði
Fréttablaðinu í gær að hann væri
svo gott sem búinn að ná saman
við danska liðið en þó væru enn
lausir endar.
„Ég hef ekki enn ákveðið hvort
ég vil fá tveggja ára eða einn plús
einn samning. Svo á Þórey eftir að
finna sér lið í nágrenninu en það
eru einhverjir möguleikar þar
í stöðunni,“ sagði Einar Ingi en
unnusta hans ætti nú ekki lenda í
vandræðum með að finna sér félag
enda öflugur hornamaður sem
spilar með íslenska landsliðinu.
Einar Ingi er öflugur línumað-
ur sem lék með HK og Fram hér
heima áður en hann fór til Nord-
horn í Þýskalandi. Þar stóð hann
sig ágætlega í vetur.
Mors Thy varð í þriðja neðsta
sæti dönsku úrvalsdeildarinn-
ar í vetur og þarf því eðlilega að
styrkja sig í sumar til þess að geta
gert enn betur á næstu leiktíð.
- hbg
Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir á leið til Danmerkur:
Mors Thy vill fá Einar í sínar raðir
EINAR INGI HRAFNSSON Er hér í leik með HK. Hann er að öllu óbreyttu á leið til
Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON