Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 21

Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 21
FIMMTUDAGUR 23. júní 2011 21 ÚR ERLENDUM LEIÐURUM Vandi Sarkozys er Le Pen Þótt minnst sé á pólitísk ættarveldi er ekki þar með sagt að það verði sósíalisti sem helst muni ógna Sarkozy. Le Pen ættin hefur enn tök í Frakk- landi. Dóttir Jean Marie Le Pen, Marine Le Pen, er nú með 23 prósenta fylgi og hún mun augljóslega geta aflað sér meira fylgis. Eitt er víst að Sarkozy er með áætlun. Vinnugleði hans er takmarkalaus og hann eru fullur af orku. Hann mun að öllum líkind- um gera allt til þess að fá að vera um kyrrt í Elyséehöllinni. Vandinn er hvernig hann getur mætt þeirri ógn sem stafar af Marie Le Pen án þess að lenda í gildru hennar. Í Frakklandi er hefð fyrir fjöl- menningarsamfélagi, jafnrétti og þolinmæði. Ef Sarkozy, sem er sonur ungversks innflytjanda, tekst ekki að verja þessa hefð á trúverð- ugan hátt verða það ískyggileg skilaboð til annarra Evrópulanda. http://hbl.fi /opinion Úr leiðara Hufvudstadsbladet Evrópsk lexía Axli aðildarríkin ekki pólitíska ábyrgð, heldur reyni að nota mynt- bandalagið í eigin þágu, mun ekki margt breytast. Lönd sem vilja fljóta með öðrum munu alltaf finna nýjar smugur. Auk þess þarf þjóðarinnsýn í kreppuna í evrulandi sem glímir við mikinn vanda – annars duga engir björgunarsjóðir í heimi. En hin sameiginlega mynt mun halda velli og vonandi virka betur en áður. http://www.dn.se/ledare Úr leiðara Dagens Nyheter Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störf- um Stjórnlagaráðs. Gagnleg- ar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenn- ingi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfs- verkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upp- hafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi. Viðbrögð fólksins í landinu við þessu frjálslega verklagi hafa verið góð svo sem við mátti búast í ljósi mikils fjölda fram- boða til Stjórnlagaþings í vetur leið. Frambjóðendurnir 522 gáfu kost á sér vegna þess, að þeir töldu endurskoðun stjórnar- skrárinnar skipta máli og töldu sig hafa mikilvægar hugmyndir fram að færa. Svör frambjóð- enda við spurningum blaða- manna um stjórnskipunarmál fyrir kosningarnar í nóvember vitnuðu um samstöðu í fram- bjóðendahópnum um æskilegar breytingar á stjórnarskránni eins og ég lýsti í tveim greinum hér í blaðinu 6. og 13. janúar. Margar þessara tillagna um breytingar eru nú sem óðast að taka á sig mynd svo sem áfanga- skjal Stjórnlagaráðs vitnar um (sjá vefsetur ráðsins stjornlaga- rad.is). Að vísu er eftir að fylla ýmsar eyður og slípa skjalið grein fyrir grein. Okkur miðar áfram. Verkinu á að ljúka fyrir júlílok. Sumum finnst tillögur Stjórn- lagaráðs ekki ganga nógu langt. Öðrum finnst þær ganga of langt. Það er skiljanlegt. Við reynum yfirleitt að halda okkur miðsvæðis, en við leggjum þó til gagngerar breytingar í ljósi alls, sem á undan er gengið. Við leggjum til ýmis nýmæli í samræmi við niðurstöður þjóð- fundarins og hugmyndir stjórn- laganefndar, sem okkur ber að lögum að taka mið af. Stiklum á stóru. • Valddreifing. Við leggjum til meira jafnræði milli Alþing- is, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti. Við stefnum að skarp- ari þrígreiningu valds, til dæmis með því að færa valdið til að skipa dómara, ríkis- saksóknara og kannski fleiri embættismenn frá ráðherrum til forseta Íslands, sem hafi lögbundna nefnd sér við hlið til að meta hæfi umsækjenda. Við segjum: Við skipun manna í embætti skal einungis líta til hæfni og málefnalegra sjónar- miða. • Jafnt vægi atkvæða. Við leggj- um til nýja kosningaskipan með persónukjöri, jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu og heimild til að setja lög um tiltekinn lágmarksfjölda þing- manna í hverju kjördæmi, ákveði Alþingi að hafa kjör- dæmin fleiri en eitt. Einn lyk- illinn að þessari lausn er, að hverjum kjósanda er frjálst að merkja við frambjóðendur jafnt innan kjördæmis síns og utan. • Auðlindir í þjóðareign. Við leggjum til, að ákvæði um nytjastofna og aðrar náttúru- auðlindir í þjóðareign sé sett í mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar til að undirstrika rétt almennings til arðsins af auðlindum landsins við sjálf- bæra nýtingu þeirra með almannahag að leiðarljósi. • Náttúra Íslands. Við leggjum til, að öllum skuli með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi og til aðildar að dómsmálum um mikilvægar ákvarðanir um auðlindir í þjóðareigu og náttúru Íslands. Hugmyndin er að lýsa náttúr- una friðhelga til jafns við frið- helgi einkalífs og eignarréttar til að undirstrika gagnkvæm- an rétt náttúrunnar gagnvart okkur mönnunum. Við megum nýta auðlindir okkar, en við höfum ekki leyfi til að níðast á náttúrunni, hvorki hennar vegna né okkar sjálfra og afkomenda okkar. • Opið þjóðfélag. Við leggjum til, að með lögum skuli tryggja gegnsæja stjórnsýslu, greiðan aðgang að upplýsing- um, frjálsum og sjálfstæðum fjölmiðlum með gegnsætt eignarhald og vernd handa blaðamönnum, nafnlausum heimildarmönnum þeirra og uppljóstrurum. Sumir telja, að stjórnarskráin eigi að vera lægsti samnefnari þjóðarsálarinnar, samfélags- sáttmáli, sem allir geta fellt sig við í öllum greinum. Ég tel, líkt og brezki heimspekingur- inn Karl Popper (1902-1994), að góð stjórnarskrá þurfi að reisa traustar lagaskorður við skað- legu atferli. Réttur eins leggur skyldu á herðar annars. Því er eðlilegt, að þeir, sem ný stjórn- arskrá setur stólinn fyrir dyrn- ar, felli sig ekki við hana. Listin er að draga línuna á réttum stað. Við skulum hlusta hvert á annað og hjálpast að. Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Starfinu miðar áfram Ég tel, líkt og brezki heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994), að góð stjórnar- skrá þurfi að reisa traustar lagaskorður við skaðlegu atferli. Frumkvöðlasetrið á Ásbrú býður frumkvöðlum og fyrir tækjum með plássfrek nýsköpunar verkefni hag- kvæma smiðjuaðstöðu. Þar er veittur stuðningur, fræðsla og ráðgjöf við að hrinda hug mynd um í fram kvæmd, og þar gef ast fjöl- mörg tæki færi til að finna mögu lega sam starfs aðila og efla tengslanet. Meðal þeirra sem hafa aðstöðu í Frumkvöðlasetrinu eru Mýr Design, Leikfangasmiðjan Dunamis, HBT og Valorka. Nánari upplýsingar um Frumkvöðlasetrið á Ásbrú er að finna á asbru.is/nyskopun Ásbrú í Reykjanesbæ er samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Hér er pláss fyrir stórar hugmyndir P IP A R \T B W A -S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.