Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 26
26 23. júní 2011 FIMMTUDAGUR Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður Rockwood Premier 2317G 12 fet. Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet.Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður. Verð: 2.698.000krVerð: 2.998.000kr Verð: 2.898.000kr Í tilefni af umræðum í fjölmiðlum undanfarið um erfiðleika í fang- elsismálum okkar Íslendinga lang- ar mig til þess að skjóta inn nokkr- um orðum um valkosti. Í byrjun sjöunda áratugarins var ég sumarafleysingamaður í lög- reglunni í Reykjavík og kynntist „hinni hliðinni“ á lífinu í Reykja- vík. Seinna í læknanámi og eftir útskrift kynntist ég við störf á Kleppspítala æ fleirum, sem höfðu komist í kast við lögin og lent í fangelsi. Margir höfðu þeir/ þær ungir í ölvímu eða síðari árin í vímu eiturlyfja brotið af sér og orðið „tugthúslimir“ fyrir. Þess- ir einstaklingar, sem oft komu frá brotnum heimilum eða „sjúkum“ fjölskyldum, með t.d. geðveikri móður og áfengissjúkum föður eru gjarnan viðkvæmar sálir. Sem börn höfðu þau aldrei fengið að finna fyrir þeim varnarmúr (pro- tective shield) frá foreldrum/upp- eldisaðilum, sem hverju ungviði er svo mikilvægt til þess að ná að þroskast og vaxa andlega, siðferði- lega og félagslega. Frá árinu 1971 hef ég unnið 20 ár á Norðurlönd- um á geðdeildum fyrir fullorðna, börn og unglinga og er sama sagan þar og hér. Einstaklingar, sem að mínum dómi vantaði grundvallar- stuðning í æsku, lenda í fangelsi í stað þess að fá meðferð og aðstoð til að ná fótfestu í lífinu. Á árunum 1979-1989 veitti ég forstöðu dagdeild geðdeildar Borg- arspítalans. Byggðist starfsemi þessarar deildar, sem hafði allt að 24 sjúklinga í meðferð í einu, á hugmyndum frá Norðurlöndum, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Á þessum árum heimsótti ég hartnær 60 geðdeildir í þess- um löndum og þá fyrst og fremst dagdeildir og meðferðarheimili. Á dagdeild Borgarspítalans var megináhersla lögð á hópvinnu, en einstaklings- og fjölskyldumeð- ferð skipaði og háan sess á deild- inni. Með þessu fyrirkomulagi skapaðist víxlverkun milli með- ferðar, fjölskyldu og vinnu, sem að mínum dómi er mjög mikilvæg ein- staklingum í sálarkreppu. Margir þessara einstaklinga höfðu átt við vímuefnavanda að etja í kjölfar vanrækslu í æsku, ofbeldis, mis- þyrminga, nauðgunar eða sifja- spella. Ekki var óalgengt að lag- anna verðir hefðu komið inn í líf þeirra. Föstum reglum var fylgt á deild- inni og fólk aðstoðað til þess að skipuleggja líf sitt og líta fram á við. Kallaði ég þessa meðferð „lífs- ins skóla“ í viðtölum við þá ein- staklinga og fjölskyldur, sem með- ferð fengu. Eftir u.þ.b. 3 mánaða meðferð fórum við að sjá árang- ur, en sumir komu á deildina mun lengur, enda er ekki til nein hrað- spólun eftir margra ára andleg- an sársauka og vanlíðan. Starfs- fólkið, sem var frábært, var af ýmsum toga: hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, list- þjálfar, sálfræðingar, félagsráð- gjafar, aðstoðarlæknar og geð- læknar. Fór mönnun starfsliðsins eftir ýmsu og sama gilti um með- ferðarúrræði og fræðslu. Meðferð- in beindist bæði að hinu talaða orði og ekki síður tjáningu tilfinninga/ hugsana í formi hreyfingar, teikn- inga, málunar o.s.frv. Á haustin var tekið slátur og kartöflur, sem settar höfðu verið niður um vorið, teknar upp. Áhugi starfsfólks var mikill enda sást góður árangur í flestum tilvikum, en margir skjólstæðinga höfðu verið inn og út af geðdeild- um, sumir um margra ára skeið. Deildin var rekin nær lyfjalaust. Í sambandi við dagdeildina var og sístækkandi göngudeild jafnframt því sem innlögðum einstaklingum á geðdeild Borgarspítala fækkaði. Reynsla mín fær mig til þess að drepa niður penna og benda á dagdeildarmeðferð sem valkost í málum dæmdra manna/kvenna, sem ekki teljast hættuleg samfé- laginu eða sem eftirmeðferð eftir fangelsisvistun. Tel ég að virk meðferð sérlega yngra fólks muni bera langvarandi árangur og mun betri en innilokun og lítið sam- band við fjölskyldu, atvinnulíf og lífið sjálft utan veggja fangelsis, Vitur maður og reyndur á þessu sviði Njörður P. Njarðvík sagði á fundi eitt sinn eitthvað á þessa leið: Er nokkurt vit í því að kasta óhörðnuðum unglingi, sem framið hefur „fíkniefnabrot“, beint á Litla Hraun eftir stutta afeitrun? Vel verður að vanda bæði til vals á starfsfólki og þeim sem með- ferð hljóta. Undirbúningur allur í formi forsamtala og jafnvel til- rauna til meðferðar þarf að vera vandaður. Ef vel er á spöðum hald- ið er ég ekki í vafa um að þjóðfélag- inu takist á þennan hátt að breyta lífi margra einstaklinga til meiri þroska og ábyrgðar. Er þá horft til framtíðar, því að skaðaðir einstak- lingar verða jú einnig foreldrar og makar. Bitur, niðurbrotinn einstak- lingur verður sjaldnast öðrum góð fyrirmynd. Glíma þarf á slíkum deildum við margvíslegan vanda, andlegan, sið- ferðilegan og félagslegan ásamt vafalaust fíkniefnavanda og þar gæti reynsla SÁÁ komið inn. Von- ast ég til þess að ráðandi yfirvöld líti á þennan valkost í stað þess að einblína á stækkun lokaðra og ein- angraðra fangelsa. Fangelsa sem bjóða auk þess upp á margs konar hættur fyrir óþroskaða einstak- linga með lítið sjálfstraust og þol, til þess að standast álag frá for- föllnum, reyndum afbrotamönn- um. Margur maðurinn/konan hefur sagt við mig á löngum ferli mínum í geðgeiranum „Ég kom út úr fang- elsi sem verri manneskja en þegar ég fór inn.“ Viljum við slíkt? Árið 2007 sendi ég þessa grein til yfirmanns fangelsismála og fékk jákvæð viðbrögð. Enn hefur þó ekkert í þessa veru verið gert þrátt fyrir langa biðlista eftir afplán- un dóma. Enda er kannski ekki á öðru von þegar bið eftir nýju fang- elsi hefur staðið í marga áratugi. En þessi lausn, sem ég bendi hér á gæti vafalaust stytt biðlista eftir afplánun mikið. Dagdeildarmeðferð sem kostur? Í bakþanka sínum, Aðskilj-um til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastlið- inn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núver- andi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „teng[d] við ríkisstyrkta öndun- arvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga“. Kol- beinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mik- ill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfé- lagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilj[a] til jöfnuðar“. Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orð- inn að flestu leyti, enda er þjóð- kirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálf- sagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verð- ur villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél“ sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan – svo oft hefur þessi misskilningur verið leið- réttur – get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu sam- hengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Sam- kvæmt honum afhendir þjóð- kirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóð- kirkjunnar laun. Þessi samn- ingur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkj- unnar fólginn í sóknargjöldun- um, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóð- kirkjuna sem og fyrir önnur trú- félög. Hvað sóknargjöldin varð- ar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrir- komulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkj- unnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttinda- dómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkj- unnar gangi ekki gegn trúfrels- isákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóð- kirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhá- tíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það. Að gefnu tilefni Fangelsismál Páll Eiríksson fyrrverandi yfirlæknir í geðlækningum Trúmál Gunnar Jóhannesson sóknarprestur Er nokkurt vit í því að kasta óhörðnuðum unglingi, sem framið hefur „fíkniefnabrot“, beint á Litla Hraun eftir stutta afeitrun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.