Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 29

Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 29
FIMMTUDAGUR 23. júní 2011 3 Marínó Þór Jakobsson É g nota sólgleraugu þegar vel viðrar,“ segir Marínó Þór Jak- obsson, fótboltakappi hjá Fjölni í Grafarvogi. „Þessi Ray Ban gleraugu keypti ég á flugvelli í London, leist bara svo vel á þau. Annars á ég ekki mörg. Ég nota sólgleraugu frekar vegna þess að ég þarf þess en fyrir útlitið, til dæmis þegar ég er að keyra.“ Hvað ertu að gera í sumar? „Æfa fóbolta og svo er ég véla- maður í Gufuneskirkjugarði, en ég mun sennilega ekki nota Ray Ban gleraugun í vinnunni. Ef veðrið verður áfram svona gott þá splæsi ég í ódýrari gleraugu til að nota í vinnunni í sumar.“ Læturðu sjá þig með sólgler- augun innandyra? „Nei, alls ekki,“ segir hann hlæjandi. „Það þykir ekki svalt.“ Jói Kjartans É g fæ ofbirtu í augun af eyðslu Íslendinga, þessi sólgleraugu fékk ég í Góða hirðinum á 50 krón- ur,“ segir Jói Kjartans, ljósmyndari og grafískur hönnuður hjá hönnun- arstúdíóinu Narfa, en hann kallar sólgleraugun „skuldagleraugun“. „Ég set þau upp þegar kortið er farið að ofhitna, til að minna mig á,“ segir hann hlæjandi. „Ég á ekki mörg sólgleraugu og er duglegur að týna þeim. Síðustu sólgleraugu sem mér þótti vænt um var ég með í láni. Ég þarf því að grípa til skulda- gleraugnanna í sumar.“ Hvað ertu að gera í sumar? „Núna er ég að skjóta Gus Gus myndband á Eyrarbakka og fer til Hróarskeldu í næstu viku að vinna verkefni fyrir Lifeproject. Sam- hliða því verð ég að sýna í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.“ Lætur þú sjá þig með sólgeraugu innandyra? „Nei.“ Áskell Harðarson Þ etta eru næst-uppáhaldssól-gleraugun mín, pabbi stal uppáhaldssólgleraugunum mínum og tók þau með sér til Spánar,“ segir Áskell Harðarson, plötu- snúður og búðarmaður. „Þessi eru úr Spúútnik og súperkúl. Ég á svona fimm, sex stykki, flest keypt þegar ég er að ferðast, það er alltaf gaman að kaupa sér sólgleraugu.“ Hvað ertu að gera í sumar? „Ég er að vinna í Spúútnik og er að plötusnúðast út um allt eins og brjálæðingur núna,“ Notarðu sólgleraugu þegar þú plötusnúðast? „Nei, svo gott er það nú ekki,“ segir hann hlæjandi. Læturðu sjá þig með sólgler- augu innandyra? „Nei, ég er mjög viðkvæmur fyrir því. Finnst það svolítið hallærislegt, eins og fólk sé að fela eitthvað. Sumir „púlla það“ kannski, en ekki ég.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Framhald af forsíðu „Ég er blind á fræga fólkið þegar það kemur til mín í búðina, en systir mín fletti yfir nýjar myndir á Style.com og tók strax eftir gúmmíblúnduarmband- inu mínu á Julie Gilhart,“ segir textíl- hönnuðurinn Rósa Helgadóttir hjá Rósu Design á Skólavörðustíg. Ein af áhrifamestu konum tísku- heimisins bar skart hennar á Stephan Weiss Apple-verðlaunaafhendingunni í New York fyrr í júní, sem haldin var í minningu eiginmanns tískuhönnuðar- ins Donnu Karan. Meðal frægra gesta voru Bill Clinton, Sarah Jessica Park- er, Demi Moore, Michael Douglas og Keith Richards. Julie Gilhart er þekkt fyrir að hafa auga fyrir flottum hlutum og koma á framfæri óþekktum hönnuðum, en hún stýrði meðal annars innkaupum hjá Barneys New York um árabil. - þlg Julie Gilhart skartar armbandi Rósu EIN ÁHRIFAMESTA KONA TÍSKUHEIMSINS BAR SKART RÓSU HELGADÓTTUR Í VEISLU DONNU KARAN Í NEW YORK borðapantanir í síma: 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is 101 gæðastund - allir drykkir á hálfvirði frá 17.00-19.00 alla daga spænskir dagar í júní fimm rétta spænskur matseðill með sérvöldum vínum Eistland og Lettland Miðaldir - 16.-24. júlí 2ja landa sýn, ferðast er um bæði löndin. Við skoðum hinar fögru miðaldaborgir Tallinn og Riga, gistum m.a. á herrasetri. Skoðum hallir, kastala, markaði, söfn og keyrum i gegnum ægi fögur sveitahéruð svo eitthvað sé nefnt. Beint flug frá Kef lavík Tallinn Verð 148.900 kr. á mann i 2ja manna herbergi. Innifalið; Fararstjóri, flug og skattar, hótel, allar skoðunarferðir Eistlandi Tallinn Eistlandi - miðaldaborg frá 11. öld,16.-24. júlí Verð einungis 44. 900 kr. (flug með skatti) Verð 78.800 kr. á mann i 2ja manna herbergi. Innifalið flug, skattar, hótel, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli. Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco. Miðaldastemning í Tallinn er engu öðru lík. Söfn, dómkirkjur, borgarhlið, borgarveggir, klaustur, borgarturnar og stórfenglegur arkitektúr, allt á sama stað. Má nefna Torgið í gamla bænum, St Olav´s kirkju, St. Catherine götu, Maiden turninn, Toompea kasta- lann, Saint Mary dómkirkjuna og Ráðhúsið. Spennandi skoðunarferðir innan borgar sem utan í boði. Trans-Atlantic sérhæfir sig i ferðum til Eistrasaltslanda Síðustu sætin 5.000 kr. dagur í Flash Fleiri myndir á Facebook, vertu vinur Síðir sumarkjólar 5000 kr. Gallabuxur háar í mittið 5000 kr. Galla kvartbuxur 5000 kr. Galla pils 5000 kr. Mussur Frakkar Kjólar Og margt margt fleira á aðeins 5000 kr. Við erum á FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann! Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.