Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 46
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR34 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 16. - 22. júní 2011 LAGALISTINN Vikuna 16. - 22. júní 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Bubbi Morthens.................................Blik augna þinna 2 A Friend In London ............................... New Tomorrow 3 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall 4 Lady Gaga ..........................................The Edge Of Glory 5 GusGus ......................................................................... Over 6 Bruno Mars .......................................................Lazy Song 7 Memfismafían & Valdimar ........Það styttir alltaf upp 8 Rihanna ............................................California King Bed 9 BlazRoca og fl. ...................................... Reykjavíkurnætur 10 Aloe Blacc ................................................ I Need A Dollar Sæti Flytjandi Plata 1 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 2 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 3 Ýmsir .................................Sjómenn: Íslenskir við erum 4 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 55 5 Páll Óskar .........................................................Silfursafnið 6 FM Belfast ...................................... Don’t Want To Sleep 7 Magnús og Jóhann ................Ástin og lífið 1971-2011 8 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf 9 Valdimar ............................................................Undraland 10 Víkingur Heiðar Ólafsson ..................... Bach / Chopin Önnur plata Bon Iver er komin út. Hún var tekin upp í gamalli innisundlaug skammt frá æskuheimili forsprakkans Justins Ver- non í Wisconsin-ríki. Bon Iver hefur gefið út aðra plötu sína og er hún samnefnd hljómsveitinni. Hún var tekin upp í fyrrum dýralæknastofu í bænum Fall Creek í Wisconsin sem forsprakkinn Justin Vernon og bróðir hans keyptu árið 2008 og breyttu í hljóðver. Aðalupp- tökurýmið er í gamalli innisund- laug sem tengdist læknastofunni. Hljómar ekki ósvipað og Sund- laugin sem Sigur Rós hefur lengi notast við. „Að vinna á þessum stað sem við byggðum upp veitti okkur mikið frelsi,“ sagði Vernon. „Hann er bara fimm kílómetrum frá húsinu þar sem ég ólst upp og bara í tíu mínútna fjarlægð frá barnum þar sem foreldrar mínir kynntust.“ Hinn þrítugi Vernon stofnaði Bon Iver árið 2007 eftir að hann hætti í þjóðlagabandinu DeYarmon Edison og sömuleiðis með kærust- unni sinni. Hann langaði að kom- ast í burtu og flutti upp í fjalla- kofa föður síns. Þar fékk hann hugmyndina að Bon Iver-nafninu, samdi lágstemmd kassagítarlög og texta þar sem sambandsslitin voru krufin til mergjar. Eftir að hafa fengið góð viðbrögð við lög- unum hjá vinum sínum gerði hann samning við fyrirtækið Jagjaguw- ar sem gaf út plötuna For Emma, Forever Ago árið 2008. Hún fékk mikið lof gagnrýnenda og lagið Skinny Love naut sérstakra vin- sælda. Rapparinn Kanye West var einn þeirra sem sperrti eyrum og fékk Vernon til að aðstoða sig á síðustu plötu sinni, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, með góðum árangri. Flottir tónlistarmenn aðstoðuðu Vernon við upptökurnar á nýju plötunni og hann segir þá eiga alveg jafnmikinn hlut í Bon Iver- verkefninu og hann sjálfur. Eiga þeir það sammerkt að hafa unnið með virtum flytjendum á borð við Tom Waits, Arcade Fire, Sufjan Stevens, Antony and the Johnsons og The National. Útsetningarnar eru fjölbreytt- ari en áður og elektróník kemur við sögu. Andrúmsloftið er engu að síður svipað og á For Emma, For- ever Ago þar sem notaleg falsettu- rödd Vernons svífur yfir vötnun- um. Platan hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. The Guardian gefur henni fullt hús, eða fimm stjörn- ur, Uncut sömuleiðis og Pitchfork splæsir á hana 9,5 í einkunn af 10 mögulegum. Tímaritin Mojo og Q eru einnig hrifin og gefa henni fjórar stjörnur af fimm á meðan Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og segir að á henni sé meira af öllu en á síðustu plötu. freyr@frettabladid.is Meira af öllu frá Bon Iver BON IVER Önnur plata Bon Iver, samnefnd hljómsveitinni, er nýkomin út. Rokkararnir í Kings of Leon höfnuðu boði um að semja aðallag næstu James Bond-myndar. Sjálfur 007, Daniel Craig, bað hljóm- sveitina þrívegis um að semja fyrir sig lagið en varð ekki að ósk sinni. Þrátt fyrir þetta segjast rokkararnir núna vera tilbúnir til að semja lagið enda hafa þeir alltaf viljað prófa að nota strengja- hljóðfæri og þetta veiti þeim gott tæki- færi til þess. Óvíst er samt hvort þeir fá verkefnið enda líklegt að Craig hafi leitað annað eftir að þeir neituðu honum í þrígang. Ný heimildarmynd um Kings of Leon er komin út. Hún nefnist Talihina Sky og þar ræða Followill-bræðurnir um upp- vöxt sinn í suðurríkjum Bandaríkjanna og leið sína upp á stjörnuhimininn. Sveit- in spilaði í Hyde Park í London í gær- kvöldi og endurtekur leikinn í kvöld. Höfnuðu James Bond KINGS OF LEON Rokkararnir vildu ekki semja lag fyrir James Bond. Bandaríski upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Brian Burton, sem er þekktari undir nafninu Dangermouse, er ekki þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir í tónlistarsköpun sinni. Hann vakti fyrst athygli fyrir The Grey Album sem var sambland af hinu hvíta albúmi Bítl- anna og The Black Album með Jay-Z. Hann hefur síðan tekið þátt í mörgum spennandi tónlistarverkefnum, m.a. með Gorillaz og Gnarls Barkley auk þess að vera í dúóinu Broken Bells með James Mercer, leiðtoga The Shins. Nýjasta útspil Dangermouse er platan Rome, gerð með ítalska tónlistarmanninum Daniele Luppi, sem er þekktur í heimalandinu bæði fyrir popp og kvikmyndatónlist. Ítalinn og Bandaríkjamaður- inn eiga sameiginlegt mikið dálæti á tónlist spaghettívestr- anna sem Ennio Morricone gerði. Þegar þeir kynntust fyrir fimm árum ákváðu þeir að gera plötu saman sem væri óður til ítalskrar kvikmynda- tónlistar sjöunda og áttunda áratugarins. Hugmyndin fékk tíma til að þróast og á endan- um ákváðu þeir að gera plöt- una með sömu hljóðfæraleikurum og unnu með Morricone á sjöunda áratugnum og taka hana upp í Forum Music Village í miðborg Rómar og nota eingöngu gamladags upptökugræjur. Í Forum Music Village er hið goðsagnakennda Ortophonic hljóðver sem Morricone og fleiri not- uðu á sjöunda áratugnum. Rome kom út í maí. Tónlistin á henni sækir mikið í stemningu og hljóð- heim Morricones. Lögin eru samt flest popplög með söngmelódíum og til að syngja þau fengu þeir félagar m.a. Jack White (úr White Stripes) og Noruh Jones. Útkoman er fín plata sem er í senn nútímaleg og gam- aldags. Hún á eflaust eftir að draga athygli margra hlustenda að þeirri frábæru tónlist sem Morricone og fleiri gerðu á sjöunda áratugnum. Aftur til Rómar FARSÆLT SAMSTARF Jack White, Norah Jones, Dangermouse og Daniele Luppi. >PLATA VIKUNNAR Ég trúi á þig ★★★★ Bubbi og Sólskuggarnir „Fjölbreytt og vel heppnað ferða- lag inn í heim sálartónlistarinn- ar.“ - TJ >Í SPILARANUM Sævar - Laugardagur í apríl Varsjárbandalagið - Russian Bride Beyoncé - 4 Fucked Up - David Comes to Life BEYONCE KNOWLES SÆVAR MAGNÚSSON Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.