Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 58
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR46 golfogveidi@frettabladid.is G O LF & H EI LS A Eru rassvöðvarnir í fríi? Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. Eru rassvöðvarnir í sumarfríi? spyr Magni Bernhardsson kírópraktor sem segir að vöðvarnir gegni mikil- vægu hlutverki í golfsveiflunni. Oftar en ekki séu þeir ekki virkir, sem leiði til þess að nálægir vöðvar sinni hlutverki þeirra með miður góðum árangri. „Algengt er að golfarar fullyrði að rassvöðvarnir séu ekki vanda- málið heldur bakið vegna þess að verkurinn er þar en svo er oft ekki því rassvöðvarnir eru í fríi og bakið er látið vinna alla vinnuna, þess vegna er bakið stíft en rassvöðvarnir slakir, segir Magni. „Rassvöðvarnir ásamt kviðvöðvun- um gegna því mikilvæga hlutverki að mynda stöðugleika í golfsveiflunni. Þegar þessir vöðvar eru ekki virkir þá er mikil hætta á að bakmeiðsl myndist ásamt verk í lærvöðva, aftan í læri. Bakmeiðsl eru algengustu meiðsl sem golfarar finna fyrir og geta verið þrálát ef ekkert er að gert.“ En hvað er til ráða? Magni segir að fyrst verði að athuga hvort rassvöðvarnir séu virkir. „Leggist á bakið með iljar á gólfinu, setjið hægri hendi undir hægri rass- kinn og vinstri hendi undir vinstri rasskinn. Kreppið rassvöðvann án þess að kreppa bakið eða aftan- verða lærvöðva. Ef þú finnur fyrir því að þú kreppir rassvöðvana án þess að kreppa nálæga vöðva þá eru rass- vöðvarnir ekki í fríi, en ef þú finnur að þú kreppir aðra vöðva með þá er tími kominn á rassæfingar.“ Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, gefur smá hugleiðingu sem hann kallar „Golf með skynsemi“. Að hleypa fram úr Sú siðaregla, sem sennilega er oftast brotin og veldur hvað mestri óánægju, er án efa reglan um hvenær og hvernig hleypa skuli fram úr. Þú hleypir fram úr: 1. ...þegar hópur, sem á rétt á að fara fram úr, nær hópi sem þú ert í. 2. ...þegar hópar sem leika heilan hring (18 holur) og þinn hópur hefur hafið leik á annarri holu en þeirri fyrstu (oftast tíundu). 3. ...þegar þinn hópur leikur hægar en þeir sem á eftir koma. 4. ...ef þinn hópur hefur dregist aftur úr þannig að brautin fyrir framan ykkur er auð og hópurinn á eftir ykkur þarf að bíða. 5. ...ef bolti einhvers leikmanns í þínum hópi er týndur og þið finnið hann ekki strax (½ mín.). Aðeins er leyfilegt að leita í 5 mínútur að hverjum bolta. Finnist hann ekki á þeim tíma er hann, skv. reglunni, týndur og bannað að leita lengur að honum. Eigandi hans verður að fara til baka og slá nýjan bolta gegn einu vítishöggi. Það er algengur misskilningur að ekki þurfi að hleypa fram úr fyrr en eftir þessar 5 mín. Hið rétta er að hleypa skal fram úr þegar ljóst er að boltinn er ekki auðfundinn. Leikhraði: Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur að sá leiktími sem gefinn er sé sá tími sem á að taka til að ljúka hring. Sá tími sem gefinn er, er hámarkstími fyrir hring og því ættu kylfingar að reyna að spila innan þess tíma. Aðalreglan er hins vegar sú að leikhópar ættu ávallt að halda í við næsta leikhóp fyrir framan. Hollráð Hinna Skynsemin í pokanum „Það eru bara tveir kylfingar sem gera mig agndofa þegar þeir slá boltann. Rory og Tiger,“ skrifar atvinnukylfingurinn Darren Clarke í ítarlegri grein í Guardian, en tilefni skrif- anna er ótrúlegur sigur kylf- ingsins Rory McIlroy á Opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Clarke, og golfheimur- inn allur, eru á einu máli um að afrek McIlroy sé aðeins sá fyrsti af fjölmörgum stórsigrum þessa 22 ára pilts frá Norður-Írlandi og spáð er metaregni. Afrek Þegar McIlroy ýtti golfbolta sínum niður í lokaholu hins alræmda Congressional-vallar á sunnudaginn var ljóst að hann hafði leikið á 268 höggum eða 16 höggum undir pari, og fjórum höggum betur en Tiger Woods árið 2000. Sú frammistaða hefur verið talin ein sú besta í golfsög- unni, enda vann Tiger mótið með 15 höggum. McIlroy varð yngsti sigurvegarinn síðan 1923 og þriðji kylfingurinn í sögu móts- ins sem spilar alla mótsdagana undir 70 höggum. Clarke segir í grein sinni að McIlroy hafi „fáránlega mikla hæfileika“. Um frammistöðu hans á mótinu segir Clarke. „Hann lét þetta líta út fyrir að vera barnaleikur.“ Aðrir afrekskylfingar taka undir með Clarke því eftir sigur- inn um helgina hafa menn keppst við að lofa frammistöðuna. Ekki síst þeir sem deildu vellinum með honum á þessu móti og sig- urvegarar liðinna ára. Mark O´Meara fullyrðir að hann sé mun betri en Tiger á sama aldri; Geoff Ogilvy segir hann langbesta unga kylfing- inn sem hann hefur leikið með. Ernie Els var ekki orðmargur en þetta misskilst ekki: „Næsti númer eitt.“ Flestir bera hann saman við Tiger Woods, auðvitað, og telja McIlroy eiga alla möguleika á því að endurtaka sigurgöngu hans, og bæta um betur. Gull- björninn, Jack Nicklaus, segir hann geta náð hæstu hæðum, taki hann réttar ákvarðanir um framgang ferilsins á næstu árum. Hann telur met sitt, 18 risatitlar, ekki fjarstæðukennt takmark fyrir Norður-Írann unga. Auðæfi Það er nú svo að McIlroy hefur náð þessum hæðum í einni af þeim íþróttum sem gefa afreks- mönnum mest af veraldlegum gæðum. Tiger Woods er lifandi dæmi um það. McIlroy hefur þegar aflað meiri tekna en hann mun nokkru sinni geta eytt því um leið og hann gerðist atvinnu- maður árið 2007 gerði hann góða samninga við nokkur stórfyrir- tæki. Sérfræðingar telja hins vegar að það sé aðeins byrjunin því milljarðar á milljarða ofan muni falla McIlroy í skaut á næstunni þegar nýir samningar verða und- irritaðir. Umboðsmaður hans hefur nokkra tugi slíkra samn- inga til skoðunar, sem reyndar lágu fyrir áður en sigur vannst á bandaríska meistaramótinu. svavar@frettabladid.is Kynslóðaskiptin staðreynd Það vill gleymast í öllu fjölmiðlafárinu í kringum sigurvegarann Rory McIlroy að annar kornungur kylfingur, Jason Day, tryggði sér annað sætið á US Open. Hann var einnig í öðru sæti á Masters, fyrsta risamóti ársins. Day er 23 ára gamall Ástrali og situr hann nú í níunda sæti heimslistans. Fréttaskýrendur í golfheiminum eru á einu máli um að kynslóðaskipti séu að verða í alþjóðlegu golfi. Tiger Woods og Phil Mickelson hafa leitt vagninn um langt skeið en ungkylfingar eins og McIlroy og Day auk Ricky Fowler (f. 1988), Anthony Kim (f.1985) og Dustin Johnson (f. 1984) eru líklegir til að berjast um æðstu metorð næstu árin. Þá má ekki gleyma þeim Ryo Ishikawa (f. 1991) og Matteo Manassero (1993) sem þegar eru orðnir tveir af bestu kylfingum heims. Kynslóðaskipti í golfinu Með sigri Rory McIlroy á Opna bandaríska meistara- mótinu um helgina virðist ljóst að kynslóðaskipti eru að verða í alþjóðlegu golfi. Kollegar Rory spá því að hann muni senn taka við sem fremsti kylfingur samtímans. Hæfileikar hans eru taldir slíkir að fátt geti komið í veg fyrir að hann slái öll met. RORY MCILROY Fyrir sjö árum veðjaði faðir hans Gerry 100 pundum á að sonurinn myndi vinna Opna breska fyrir 25 ára aldur. Líkur veðbankans voru þá 500:1. Nú eru þær metnar 3:1. 471 METRI er lengsta teighögg sem mælt hefur verið í sögunni. 114 METRAR er lengsta pútt sem skráð hefur verið í golfsögunni Ragnar Ólafsson, landsliðsein- valdur í golfi, hefur valið landslið Íslands sem leika á Evrópumót- um áhugamannalandsliða í júlí næstkomandi. Karlarnir leika á Oceanico Victoria-vellinum á Vilamoura-svæðinu í Portúgal, en konurnar á Murhof í Austurríki. Karlaliðið er þannig skipað: Arnar Snær Hákonarson, Alfreð Brynjar Kristinsson og Guð- mundur Ágúst Kristjánsson, allir úr GR, Axel Bóasson úr Keili, Guðjón Henning Hilmars- son úr GKG og Ólafur Björn Lofts- son úr Nesklúbbnum. Kvennalandslið Íslands: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Arnórs- dóttir og Tinna Jóhanns- dóttir, allar úr Keili, Ólafía Þór- unn Kristins- dóttir og Sunna Víðisdóttir úr GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni. - shá Evrópumót áhugakylfinga: Landsliðsvalið liggur nú fyrir EINPÚTT Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er ein af landsliðsstelp- unum okkar. Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.