Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 48
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR36
bio@frettabladid.is
Kvikmyndin Beastly með þeim Alex Pettyfer og
Vanessu Hudgens verður frumsýnd um helgina.
Myndin byggir á kunnuglegu stefi en hún segir
frá unga, ríka og myndarlega pabbastráknum
Kyle. Hann á allt sem hugurinn girnist og níðist
gjarnan á skólafélögum sínum þegar tækifæri
gefst til.
Engin er auðveldari bráð en Kendra,
undarleg stúlka sem Kyle niðurlægir á
skólaballi. Í ljós kemur að hún er norn og
leggur á strákinn þau álög að hann skuli
afmyndast. Drengurinn neyðist til að flýja
úr skóla og loka sig af í íbúð í New York
því eini möguleiki hans til að aflétta álög-
unum er að hann fái einhvern til að elska
sig eins og hann er. Meðal annarra leikara
í myndinni má nefna Neil Patrick Harris
sem áhorfendur Stöðvar 2 kannast við sem
Barney Stinson úr gamanþáttunum How I
Met Your Mother.
Vanessa Hudgens er hvað þekktust fyrir
leik sinn í söngvamyndunum High School
Musical þar sem hún lék á móti fyrrverandi
kærasta sínum, Zach Effron. Alex Pettyfer
vakti hins vegar fyrst athygli fyrir leik
sinn í kvikmyndinni Alex Rider: Opera-
tion Stormbreaker en hann lék síðast í
hasarmyndinni I Am Number Four.
Kvikmyndin Beastly fær 4,9 á
imdb.com.
Aleinn í álögum
UPPRENNANDI
Vanessa Hudgens
sló fyrst í gegn í
High School Musi-
cal. Hún leikur eitt
aðalhlutverkanna í
Beastly.
Með hártoppinn beinstífan
upp í loftið heillaði hún
áhorfendur er hún lék Mary
í myndinni There´s Some-
thing About Mary. Það er
hin leggjalanga og ljós-
hærða Cameron Diaz sem
leikur aðalhlutverkið í gam-
anmyndinni Bad Teacher en
myndin var frumsýnd hér á
landi í gær.
Það var í byrjun tíunda áratugar-
ins sem Cameron Diaz var send á
vegum Elite-fyrirsætuskrifstof-
unnar í prufur fyrir myndina The
Mask. Með enga leikreynslu að
baki landaði Diaz aðalkvenhlut-
verki myndarinnar og skaust hratt
upp á stjörnuhimininn í kjölfarið.
Ferilskráin hefur lengst talsvert
og inniheldur kvikmyndir á borð
við My Best Friend´s Wedding,
Being John Malkovich, Vanilla Sky
og Gangs of New York ásamt einum
af englunum þremur í Charlie´s
Angels myndunum. Einnig ljáði
Cameron Diaz prinsessunni Fionu,
í teiknimyndunum um græna ris-
ann Shrek, rödd sína við miklar
vinsældir.
Leikkonan hefur toppað lista
fjölmiðla yfir fegurstu konur
heims og þykir bros hennar á hvíta
tjaldinu hafa mikið aðdráttarafl á
áhorfendur. Flestar myndir sem
hún leikur í hafa rakað inn pen-
ingaseðlum en rómantískar gam-
anmyndir virðast vera hennar sér-
flokkur.
Nýjasta mynd hennar, Bad Teac-
her, fellur einmitt undir þann flokk
kvikmynda en þar bregður Diaz sér
í hlutverk fátæks og drykkfellds
kennara, Elisabeth Hasley. Henni
leiðist starf sitt óskaplega og leggur
sig því ekki mikið fram í vinnunni.
Þess vegna einsetur hún sér að
næla í forríka forfallakennarann,
leikinn af Justin Timberlake, en til
þess þarf hún að taka sig á í starfi.
Jason Segel, sem er best þekktur
úr gamanþáttaröðinni How I Met
Your Mother, leikur íþróttakennara
sem gerir hosur sínar grænar fyrir
Elisabeth án teljandi lukku.
Ekkert lát virðist vera á vinsæld-
um Cameron Diaz sem fagnar fer-
tugsafmæli sínu á næsta ári. Hún
er þessa dagana að taka upp mynd-
ina Gambit, sem skartar breska
leikaranum Colin Firth í aðalhlut-
verki, en hún verður frumsýnd árið
2012. alfrun@frettabladid.is
Fyrirsætan sem sló í gegn
HEILLANDI BROS Fyrirsætan fyrrverandi, Cameron Diaz, verður fertug á næsta ári og
þrátt fyrir skort á leikaramenntun er hún meðal vinsælustu leikara í Hollywood í dag.
NORDICPHOTO/GETTY
Í myndinni Bad Teacher leika Cameron
Diaz og Justin Timberlake, fyrrum kær-
ustuparið, á móti hvort öðru og hefur
það gefið slúðurmiðlum vestanhafs nóg
að skrifa um.
Diaz og Timberlake voru saman á
árunum 2003-2006 en virðast hafa
haldið góðri vináttu sín á milli eftir sam-
bandsslitin. Meira að segja svo góðri að
Diaz og Timberlake þóttu sérstaklega
innileg á rauða dreglinum við frum-
sýningu myndarinnar í Berlín í vikunni.
Bæði eru þau nýkomin úr sambandi og
því ástæða til að halda að einhverjar
glæður hafi kviknað á milli þeirra við
tökur. Diaz hefur verið kennd við marga
menn innan skemmtanaiðnaðarins
en ekkert samband virðist endast
lengur en í nokkur ár hjá leikkonunni.
Leikarinn Matt Dillon, tónlistarmaður-
inn Jared Leto, leikarinn Edward Norton
og nú síðast hafnaboltastjarnan Alex
Rodriguez eru meðal þeirra manna
sem Diaz hefur átt í ástarsambandi við.
Diaz hefur aldrei gengið upp að altarinu
né eignast börn og í viðtölum lýst því
yfir að henni þyki hið hefðbundna fjöl-
skyldulíf ekki eftirsóknarvert.
SJÁLFSTÆÐ KONA
BBC hefur ákveðið að ráðast í gerð
kvikmyndar sem fjalla á um fárið í
kringum Monty Python-myndina Life
of Brian. Handrit eftir Tony Roche
er tilbúið og búið er að ráða í helstu
hlutverk. Samkvæmt frétt Guardian
kemur enginn af meðlimum grínhóps-
ins nálægt myndinni. Þeim hafi þó
verið gefið tækifæri til að gera athuga-
semdir við handrit og koma sínum
skoðunum á framfæri.
Life of Brian var frumsýnd árið
1979. Hún segir sögu gyðingsins Brians
Cohen sem fyrir misskilning er talinn
vera Jesús. Kirkjunnar mönnum fannst
þessi hugmynd ekkert fyndin, þvert
á móti þótti þeim bresku grínistarnir
vera að stunda guðlast og hafa þján-
ingu Krists í flimtingum. Myndin var
að endingu bönnuð á Írlandi og í Nor-
egi auk þess sem nokkur sveitarfélög á
Bretlandi neituðu að sýna hana.
Miðpunktur myndarinnar verður
frægur umræðuþáttur þar sem Monty
Python-liðarnir John Cleese og Michael
Palin þurftu að þola miklar árásir af
hendi kaþólska blaðamannsins Mal-
colm Muggeridge og biskupsins Mer-
vyn Stockwood. Þeim Muggeridge og
Stockwood var boðið að sjá myndina
fyrir umræðuþáttinn en komu korteri
of seint. Þeir misstu þar með af upphaf-
inu en þar kemur einmitt fram að Brian
og Jesús eru tvær ólíkar persónur.
Life of Brian efniviður í nýja mynd
UMDEILD MYND Life of Brian eftir Monty
Python-flokkinn var ákaflega umdeild og nú
stendur til að gera kvikmynd um fárið í kringum
hana.
Bandarísku leikkonunni Megan Fox bregður fyrir
í litlu hlutverki í kvikmyndinni The Dictator. John
C. Reilly verður í svipuðu hlutverki í myndinni.
Ekki liggur fyrir hvers eðlis hlutverkin eru en mikil
leynd hvílir yfir tökunum sem standa nú yfir.
The Dictator er nýjasta kvikmynd Sacha Bar-
ons Cohen en henni er leikstýrt af Larry Charles,
manninum á bak við sjónvarpsþættina Seinfeld og
Curb Your Enthusiasm. Hún segir frá arabískum
einræðisherra sem hefur kúgað þjóð sína í ára-
tugi. Hann neyðist þó til að flýja land og fær geita-
hirði, sem raunar er tvífari hans, til að taka við
embættinu um stundarsakir. Einræðisherr-
ann ákveður að setjast að í New York þar sem
hann reynir að læra nýja siði af íbúum borg-
arinnar.
Þegar hefur verið tilkynnt að Anna Faris
og Sir Ben Kingsley leiki stór hlutverk í
myndinni. Cohen hefur auk þess lýst því yfir
að myndin sé innblásin af skáldsögu sem
talið er að Saddam Hussein hafi skrifað á
valdatíma sínum í Írak.
> NÝ MYND FRÁ LOPEZ
Jennifer Lopez er sögð vera í viðræð-
um um að leika aðahlutverk-
ið í glæpamyndinni Parker þar
sem mótleikari hennar yrði
harðhausinn Jason Statham.
Lopez hefur ekki átt góðu
gengi að fagna á hvíta tjald-
inu en vill nú snúa þeirri
þróun við.
ÞOKKAGYÐJAN OG
GRÍNISTINN Megan Fox
leikur lítið hlutverk í nýjustu
gamanmynd Sacha Baron
Cohen, The Dictator.
Fox í feluhlutverki hjá Cohen