Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 48
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is Kvikmyndin Beastly með þeim Alex Pettyfer og Vanessu Hudgens verður frumsýnd um helgina. Myndin byggir á kunnuglegu stefi en hún segir frá unga, ríka og myndarlega pabbastráknum Kyle. Hann á allt sem hugurinn girnist og níðist gjarnan á skólafélögum sínum þegar tækifæri gefst til. Engin er auðveldari bráð en Kendra, undarleg stúlka sem Kyle niðurlægir á skólaballi. Í ljós kemur að hún er norn og leggur á strákinn þau álög að hann skuli afmyndast. Drengurinn neyðist til að flýja úr skóla og loka sig af í íbúð í New York því eini möguleiki hans til að aflétta álög- unum er að hann fái einhvern til að elska sig eins og hann er. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Neil Patrick Harris sem áhorfendur Stöðvar 2 kannast við sem Barney Stinson úr gamanþáttunum How I Met Your Mother. Vanessa Hudgens er hvað þekktust fyrir leik sinn í söngvamyndunum High School Musical þar sem hún lék á móti fyrrverandi kærasta sínum, Zach Effron. Alex Pettyfer vakti hins vegar fyrst athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Alex Rider: Opera- tion Stormbreaker en hann lék síðast í hasarmyndinni I Am Number Four. Kvikmyndin Beastly fær 4,9 á imdb.com. Aleinn í álögum UPPRENNANDI Vanessa Hudgens sló fyrst í gegn í High School Musi- cal. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í Beastly. Með hártoppinn beinstífan upp í loftið heillaði hún áhorfendur er hún lék Mary í myndinni There´s Some- thing About Mary. Það er hin leggjalanga og ljós- hærða Cameron Diaz sem leikur aðalhlutverkið í gam- anmyndinni Bad Teacher en myndin var frumsýnd hér á landi í gær. Það var í byrjun tíunda áratugar- ins sem Cameron Diaz var send á vegum Elite-fyrirsætuskrifstof- unnar í prufur fyrir myndina The Mask. Með enga leikreynslu að baki landaði Diaz aðalkvenhlut- verki myndarinnar og skaust hratt upp á stjörnuhimininn í kjölfarið. Ferilskráin hefur lengst talsvert og inniheldur kvikmyndir á borð við My Best Friend´s Wedding, Being John Malkovich, Vanilla Sky og Gangs of New York ásamt einum af englunum þremur í Charlie´s Angels myndunum. Einnig ljáði Cameron Diaz prinsessunni Fionu, í teiknimyndunum um græna ris- ann Shrek, rödd sína við miklar vinsældir. Leikkonan hefur toppað lista fjölmiðla yfir fegurstu konur heims og þykir bros hennar á hvíta tjaldinu hafa mikið aðdráttarafl á áhorfendur. Flestar myndir sem hún leikur í hafa rakað inn pen- ingaseðlum en rómantískar gam- anmyndir virðast vera hennar sér- flokkur. Nýjasta mynd hennar, Bad Teac- her, fellur einmitt undir þann flokk kvikmynda en þar bregður Diaz sér í hlutverk fátæks og drykkfellds kennara, Elisabeth Hasley. Henni leiðist starf sitt óskaplega og leggur sig því ekki mikið fram í vinnunni. Þess vegna einsetur hún sér að næla í forríka forfallakennarann, leikinn af Justin Timberlake, en til þess þarf hún að taka sig á í starfi. Jason Segel, sem er best þekktur úr gamanþáttaröðinni How I Met Your Mother, leikur íþróttakennara sem gerir hosur sínar grænar fyrir Elisabeth án teljandi lukku. Ekkert lát virðist vera á vinsæld- um Cameron Diaz sem fagnar fer- tugsafmæli sínu á næsta ári. Hún er þessa dagana að taka upp mynd- ina Gambit, sem skartar breska leikaranum Colin Firth í aðalhlut- verki, en hún verður frumsýnd árið 2012. alfrun@frettabladid.is Fyrirsætan sem sló í gegn HEILLANDI BROS Fyrirsætan fyrrverandi, Cameron Diaz, verður fertug á næsta ári og þrátt fyrir skort á leikaramenntun er hún meðal vinsælustu leikara í Hollywood í dag. NORDICPHOTO/GETTY Í myndinni Bad Teacher leika Cameron Diaz og Justin Timberlake, fyrrum kær- ustuparið, á móti hvort öðru og hefur það gefið slúðurmiðlum vestanhafs nóg að skrifa um. Diaz og Timberlake voru saman á árunum 2003-2006 en virðast hafa haldið góðri vináttu sín á milli eftir sam- bandsslitin. Meira að segja svo góðri að Diaz og Timberlake þóttu sérstaklega innileg á rauða dreglinum við frum- sýningu myndarinnar í Berlín í vikunni. Bæði eru þau nýkomin úr sambandi og því ástæða til að halda að einhverjar glæður hafi kviknað á milli þeirra við tökur. Diaz hefur verið kennd við marga menn innan skemmtanaiðnaðarins en ekkert samband virðist endast lengur en í nokkur ár hjá leikkonunni. Leikarinn Matt Dillon, tónlistarmaður- inn Jared Leto, leikarinn Edward Norton og nú síðast hafnaboltastjarnan Alex Rodriguez eru meðal þeirra manna sem Diaz hefur átt í ástarsambandi við. Diaz hefur aldrei gengið upp að altarinu né eignast börn og í viðtölum lýst því yfir að henni þyki hið hefðbundna fjöl- skyldulíf ekki eftirsóknarvert. SJÁLFSTÆÐ KONA BBC hefur ákveðið að ráðast í gerð kvikmyndar sem fjalla á um fárið í kringum Monty Python-myndina Life of Brian. Handrit eftir Tony Roche er tilbúið og búið er að ráða í helstu hlutverk. Samkvæmt frétt Guardian kemur enginn af meðlimum grínhóps- ins nálægt myndinni. Þeim hafi þó verið gefið tækifæri til að gera athuga- semdir við handrit og koma sínum skoðunum á framfæri. Life of Brian var frumsýnd árið 1979. Hún segir sögu gyðingsins Brians Cohen sem fyrir misskilning er talinn vera Jesús. Kirkjunnar mönnum fannst þessi hugmynd ekkert fyndin, þvert á móti þótti þeim bresku grínistarnir vera að stunda guðlast og hafa þján- ingu Krists í flimtingum. Myndin var að endingu bönnuð á Írlandi og í Nor- egi auk þess sem nokkur sveitarfélög á Bretlandi neituðu að sýna hana. Miðpunktur myndarinnar verður frægur umræðuþáttur þar sem Monty Python-liðarnir John Cleese og Michael Palin þurftu að þola miklar árásir af hendi kaþólska blaðamannsins Mal- colm Muggeridge og biskupsins Mer- vyn Stockwood. Þeim Muggeridge og Stockwood var boðið að sjá myndina fyrir umræðuþáttinn en komu korteri of seint. Þeir misstu þar með af upphaf- inu en þar kemur einmitt fram að Brian og Jesús eru tvær ólíkar persónur. Life of Brian efniviður í nýja mynd UMDEILD MYND Life of Brian eftir Monty Python-flokkinn var ákaflega umdeild og nú stendur til að gera kvikmynd um fárið í kringum hana. Bandarísku leikkonunni Megan Fox bregður fyrir í litlu hlutverki í kvikmyndinni The Dictator. John C. Reilly verður í svipuðu hlutverki í myndinni. Ekki liggur fyrir hvers eðlis hlutverkin eru en mikil leynd hvílir yfir tökunum sem standa nú yfir. The Dictator er nýjasta kvikmynd Sacha Bar- ons Cohen en henni er leikstýrt af Larry Charles, manninum á bak við sjónvarpsþættina Seinfeld og Curb Your Enthusiasm. Hún segir frá arabískum einræðisherra sem hefur kúgað þjóð sína í ára- tugi. Hann neyðist þó til að flýja land og fær geita- hirði, sem raunar er tvífari hans, til að taka við embættinu um stundarsakir. Einræðisherr- ann ákveður að setjast að í New York þar sem hann reynir að læra nýja siði af íbúum borg- arinnar. Þegar hefur verið tilkynnt að Anna Faris og Sir Ben Kingsley leiki stór hlutverk í myndinni. Cohen hefur auk þess lýst því yfir að myndin sé innblásin af skáldsögu sem talið er að Saddam Hussein hafi skrifað á valdatíma sínum í Írak. > NÝ MYND FRÁ LOPEZ Jennifer Lopez er sögð vera í viðræð- um um að leika aðahlutverk- ið í glæpamyndinni Parker þar sem mótleikari hennar yrði harðhausinn Jason Statham. Lopez hefur ekki átt góðu gengi að fagna á hvíta tjald- inu en vill nú snúa þeirri þróun við. ÞOKKAGYÐJAN OG GRÍNISTINN Megan Fox leikur lítið hlutverk í nýjustu gamanmynd Sacha Baron Cohen, The Dictator. Fox í feluhlutverki hjá Cohen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.