Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 6
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR6 SKÓLAMÁL Borgarstjórn Reykjavík- ur samþykkti á þriðjudag tillögu um stofnun skóla- og frístunda- sviðs sem mun taka yfir starf- semi menntasviðs, leikskólasviðs og frístundahluta íþrótta- og tóm- stundasviðs. Undir nýtt svið fell- ur rúmlega helmingur útgjalda borgarinnar og miðað við fjár- hagsramma þessa árs má áætla að reksturinn nemi um 30 millj- örðum á ári. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting sé fagnaðarefni og mjög í takt við það sem viðgengst í þessum mála- flokkum hjá borgum í nágranna- löndunum. „Það eru mikil tækifæri sem fel- ast í nánari samþættingu skóla- og frístundastarfs til að skapa heilstæðan vinnudag barna, sem hefur verið kallað eftir síðasta ára- tuginn eða svo. Frístundastarfið í borginni er frábært og margt sem skólastarfið getur lært af því og það gildir líka á hinn veginn.“ Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans, en minni- hlutinn greiddi atkvæði gegn breytingunum enda hafa fulltrúar bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna deilt hart á þessa tillögu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að gagnrýni þeirra beinist að óljósum markmiðum um fjárhags- lega hagræðingu, en allra helst að vinnubrögðum meirihlutans í þessu máli. „Okkur finnst að þau hafi átt að leggja meira upp úr samráði í þessu ferli, bæði við okkur í minni- hlutanum og starfsfólk. Mín skoð- un er sú að þetta sé rekið í gegn til málamyndana í þeim tilgangi að sefa réttmæta gagnrýni úr skóla- umhverfinu. Þar var mjög hart deilt á meirihlutann vegna þess að þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerð- ir í skólakerfinu hafði ekki verið tilkynnt um neinn niðurskurð í miðlægri stjórnsýslu.“ Þorbjörg bætti því við að borgar- stjórnarflokkur sjálfstæðismanna sé alls ekki andsnúin stjórnkerfis- breytingum sem slíkum og hafi í raun kallað eftir þeim. Fulltrúar Vinstri grænna lögð- ust einnig gegn hugmyndunum, en í bókun þeirra á fundinum segir að breytingarnar séu „afar varhuga- verðar“. Þau setji sig ekki gegn því að sameina menntasvið og leikskóla- svið, en frístundastarfið eigi ekki heima á sama stað og með þessu sé vegið að jákvæðri þróun mála- flokksins síðustu ár og frístunda- mál í raun sett undir þrjú fagsvið. „Með þessu er þannig verið að gera lítið úr frístundafræðum sem fagi, enda verður enginn sam- starfs- eða þróunarvettvangur til staðar á vettvangi Reykjavík- urborgar“, segir í bókuninni og klykkt út með því að segja vinnu- brögð meirihlutans til skammar. Oddný vísar þessari gagnrýni á bug. Þó að tölur um ætlaða fjár- hagslega hagræðingu liggi ekki fyrir, hafi það sýnt sig í fyrri sam- einingum sviða að hagræði hljót- ist af, en ekki síst bætt þjónusta fyrir borgarana. „Þetta mun skila okkur skýrara og skilvirkara kerfi og í því hljóta að felast fjárhagsleg tækifæri.“ Stefnt er að því að innleiðingu verði að fullu lokið í árslok og muni nýja sviðið þá taka formlega til starfa. thorgils@frettabladid.is Þetta mun skila okkur skýrara og skilvirkara kerfi og í því hljóta að felast fjárhagsleg tækifæri. ODDNÝ STURLUDÓTTIR FORMAÐUR MENNTARÁÐS Hefur þú lent í miklum seinkunum í flugi með Iceland Express? Já 48,5% Nei 51,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur eldsneytisverðið áhrif á ferðalög þín innanlands? Segðu þína skoðun á vísir.is. MEÐ BÚNAÐI, MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.  MJÖG HAGSTÆÐ KJÖR FYRIR RÉTTA AÐILA.  GOTT TÆKIFÆRI FYRIR FAGFÓLK AÐ TAKA SAMAN HÖNDUM OG HEFJA EIGIN REKSTUR. OPIÐ HÚS 18:00 - 20:00 Í DAG FIMMTUDAGINN 23.JÚNÍ TIL LEIGU HÁRGREIÐSLUSTOFA Vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið furugerdi3@gmail.com eða í síma 693-8310 Nýtt fagsvið skólamála með 30 milljarða rekstur á ári Nýtt fagsvið skóla- og frístundamála hefur verið samþykkt í borgarstjórn. Formaður menntaráðs segir breytinguna fagnaðarefni. Minnihlutinn átelur vinnubrögð meirihlutans og segir meint hagræði óljóst. Í SKÓLANUM Borgarstjórn hefur samþykkt stofnun nýs fagsviðs. Undir það heyra málefni leikskóla, grunnskóla og frístundahluta Íþrótta- og tómstundasviðs. Á myndinni eru börn í Hlíðaskóla að þreyta samræmt próf. „Hið nýja svið mun annast rekstur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva, félagsmiðstöðva, frístundaheimila ásamt umsjón með daggæslu í heima- húsum. Jafnframt heyrir rekstur Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamið- stöðvar og skólahljómsveita undir hið nýja svið. Sviðið mun hafa umsjón og/eða eftirlit með starfsemi sjálfstætt starf- andi leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og myndlistarskóla, auk annarrar sambærilegrar starfsemi sem styrkt er af Reykjavíkurborg. Skóla- og frí- stundasvið mun jafnframt hafa umsjón og eftirlit með þjónustusamningi við þjónustumiðstöðvar í hverfum í tengslum við sérfræðiþjónustu til leik- og grunnskólabarna og frístundaráðgjöf.“ (Af vef Reykjavíkur) Viðfangsefni nýja sviðsins BANDARÍKIN, AP Öldungadeild Bandaríkjanna hefur fallist á að Leon Panetta, yfirmaður leyni- þjónustunn- ar CIA, verði varnarmálaráð- herra Banda- ríkjanna þegar Robert Gates lætur af emb- ætti um næstu mánaðamót. Panetta fékk mikinn stuðn- ing meðal þing- manna beggja flokka og segja repúblikanar að Barack Obama forseti hafi valið alveg réttan mann í starfið. Panetta er orðinn 72 ára og fær meðal annars það verkefni að stjórna brottflutningi Banda- ríkjahers frá Afganistan næstu misserin. - gb Panetta verður ráðherra: Tekur við af Robert Gates GRIKKLAND Þótt Georgios Papand- reú, forsætisráðherra Grikklands, hafi fengið meirihlutastuðning þingsins til að halda áfram að ná tökum á skuldavanda ríkisins, á hann þó enn mikið verk óunnið því ekki er öruggt að þingmeirihlutinn fallist á þær skattahækkanir og niðurskurð sem hann hefur boðað. Á tveggja daga leiðtogafundi ESB, sem hefst í Brussel í dag verður bæði skuldavandi Grikk- lands og hinn almenni vandi evru- ríkjanna til umræðu, ekki síst áform um nánara samstarf um evruna. Bæði Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri Evrópusambandsins, og John Lipsky, sem til bráðabirgða gegnir yfirmannsstarfi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, hafa hvatt Evrópusambandið til að styrkja umgjörðina um evrusamstarfið. Angela Merkel Þýskalands- kanslari hefur staðið hart gegn því að endursamið verði um skuld- ir Grikklands, nema á grundvelli frjálsra samninga við skuldunaut- ana, en hefur nú í fyrsta sinn ljáð máls á því að greiðsluþak verði sett svo létta megi byrðinni að hluta af Grikkjum. - gb Papandreú tryggði sér þingmeirihluta en á erfitt verk fyrir höndum: Aðhaldsaðgerðir óafgreiddar MÓTMÆLI Í AÞENU Enn er mikil and- staða meðal Grikkja við væntanlegar aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP LEON PANETTA DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Akranesi hefur ákært konu á fer- tugsaldri fyrir fjárdrátt. Konunni er gefið að sök að hafa aðfaranótt mánudagsins 30. ágúst á síðasta ári farið í pen- ingaskáp verslunarinnar Sam- kaupa Strax í Dalabyggð og tekið þar tæpar 885 þúsund krónur og sex bandaríska dollara. Konan var verslunarstjóri þegar þetta gerðist. Í peninga- skápnum var afrakstur helgarsölu verslunarinnar svo og skiptimynt. Lögregla lagði hald á um 358 þúsund hjá konunni. Sam- kaup krefjast þess að hún greiði afganginn, rúm 526 þúsund með vöxtum. - jss Kona ákærð fyrir fjársvik: Tók um milljón úr peningaskáp Samkaupa MENNING Myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson var í gær útnefnd- ur borgarlistamaður Reykjavík- ur 2011. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr, borg- arstjóri, veitti Magnúsi ágrafinn stein, heiðursskjal og viðurkenn- ingarfé. Magnús fæddist á Eskifirði 25. desember árið 1929 og nam bæði í Birmingham og Vínarborg eftir stúdentspróf. Fyrstu einkasýn- inguna hélt hann í Ásmundarsal árið 1967 og hefur síðan sýnt verk sín reglulega á Íslandi og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Magnús hefur verið í farar- broddi íslenskra listamanna um áratugi en auk þess að mála hefur hann búið til skúlptúra, samið ljóð, framkvæmt gjörninga, samið hljóð- og leikverk auk ýmiss fleira. Þá hefur hann verið brautryðjandi í myndlistarkennslu á Íslandi. - mþl Borgarstjóri útnefndi borgarlistamann ársins 2011 í Höfða í gær: Magnús Pálsson heiðraður HÖFÐI Borgarstjórn hélt móttöku Magnúsi til heiðurs í gær þar sem útnefningin var tilkynnt. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG KJARAMÁL Ljósmæðrafélag Íslands hefur lýst yfir stuðningi við baráttu leikskólakennara fyrir bættum kjörum. Í tilkynningu frá félaginu segir að kjarabarátta leikskólakennara snúist um að störf þeirra verði metin í samræmi við menntun og ábyrgð og þá grunnhugmynd að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi á launum sínum. Leikskólakennarar munu boða til verkfalls þann 22. ágúst ef ekki tekst að ná saman um kjara- samninga fyrir þann tíma. - mþl Ljósmæðrafélag Íslands: Styður við leik- skólakennara KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.