Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 6
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR6 SKÓLAMÁL Borgarstjórn Reykjavík- ur samþykkti á þriðjudag tillögu um stofnun skóla- og frístunda- sviðs sem mun taka yfir starf- semi menntasviðs, leikskólasviðs og frístundahluta íþrótta- og tóm- stundasviðs. Undir nýtt svið fell- ur rúmlega helmingur útgjalda borgarinnar og miðað við fjár- hagsramma þessa árs má áætla að reksturinn nemi um 30 millj- örðum á ári. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting sé fagnaðarefni og mjög í takt við það sem viðgengst í þessum mála- flokkum hjá borgum í nágranna- löndunum. „Það eru mikil tækifæri sem fel- ast í nánari samþættingu skóla- og frístundastarfs til að skapa heilstæðan vinnudag barna, sem hefur verið kallað eftir síðasta ára- tuginn eða svo. Frístundastarfið í borginni er frábært og margt sem skólastarfið getur lært af því og það gildir líka á hinn veginn.“ Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans, en minni- hlutinn greiddi atkvæði gegn breytingunum enda hafa fulltrúar bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna deilt hart á þessa tillögu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að gagnrýni þeirra beinist að óljósum markmiðum um fjárhags- lega hagræðingu, en allra helst að vinnubrögðum meirihlutans í þessu máli. „Okkur finnst að þau hafi átt að leggja meira upp úr samráði í þessu ferli, bæði við okkur í minni- hlutanum og starfsfólk. Mín skoð- un er sú að þetta sé rekið í gegn til málamyndana í þeim tilgangi að sefa réttmæta gagnrýni úr skóla- umhverfinu. Þar var mjög hart deilt á meirihlutann vegna þess að þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerð- ir í skólakerfinu hafði ekki verið tilkynnt um neinn niðurskurð í miðlægri stjórnsýslu.“ Þorbjörg bætti því við að borgar- stjórnarflokkur sjálfstæðismanna sé alls ekki andsnúin stjórnkerfis- breytingum sem slíkum og hafi í raun kallað eftir þeim. Fulltrúar Vinstri grænna lögð- ust einnig gegn hugmyndunum, en í bókun þeirra á fundinum segir að breytingarnar séu „afar varhuga- verðar“. Þau setji sig ekki gegn því að sameina menntasvið og leikskóla- svið, en frístundastarfið eigi ekki heima á sama stað og með þessu sé vegið að jákvæðri þróun mála- flokksins síðustu ár og frístunda- mál í raun sett undir þrjú fagsvið. „Með þessu er þannig verið að gera lítið úr frístundafræðum sem fagi, enda verður enginn sam- starfs- eða þróunarvettvangur til staðar á vettvangi Reykjavík- urborgar“, segir í bókuninni og klykkt út með því að segja vinnu- brögð meirihlutans til skammar. Oddný vísar þessari gagnrýni á bug. Þó að tölur um ætlaða fjár- hagslega hagræðingu liggi ekki fyrir, hafi það sýnt sig í fyrri sam- einingum sviða að hagræði hljót- ist af, en ekki síst bætt þjónusta fyrir borgarana. „Þetta mun skila okkur skýrara og skilvirkara kerfi og í því hljóta að felast fjárhagsleg tækifæri.“ Stefnt er að því að innleiðingu verði að fullu lokið í árslok og muni nýja sviðið þá taka formlega til starfa. thorgils@frettabladid.is Þetta mun skila okkur skýrara og skilvirkara kerfi og í því hljóta að felast fjárhagsleg tækifæri. ODDNÝ STURLUDÓTTIR FORMAÐUR MENNTARÁÐS Hefur þú lent í miklum seinkunum í flugi með Iceland Express? Já 48,5% Nei 51,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur eldsneytisverðið áhrif á ferðalög þín innanlands? Segðu þína skoðun á vísir.is. MEÐ BÚNAÐI, MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.  MJÖG HAGSTÆÐ KJÖR FYRIR RÉTTA AÐILA.  GOTT TÆKIFÆRI FYRIR FAGFÓLK AÐ TAKA SAMAN HÖNDUM OG HEFJA EIGIN REKSTUR. OPIÐ HÚS 18:00 - 20:00 Í DAG FIMMTUDAGINN 23.JÚNÍ TIL LEIGU HÁRGREIÐSLUSTOFA Vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið furugerdi3@gmail.com eða í síma 693-8310 Nýtt fagsvið skólamála með 30 milljarða rekstur á ári Nýtt fagsvið skóla- og frístundamála hefur verið samþykkt í borgarstjórn. Formaður menntaráðs segir breytinguna fagnaðarefni. Minnihlutinn átelur vinnubrögð meirihlutans og segir meint hagræði óljóst. Í SKÓLANUM Borgarstjórn hefur samþykkt stofnun nýs fagsviðs. Undir það heyra málefni leikskóla, grunnskóla og frístundahluta Íþrótta- og tómstundasviðs. Á myndinni eru börn í Hlíðaskóla að þreyta samræmt próf. „Hið nýja svið mun annast rekstur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva, félagsmiðstöðva, frístundaheimila ásamt umsjón með daggæslu í heima- húsum. Jafnframt heyrir rekstur Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamið- stöðvar og skólahljómsveita undir hið nýja svið. Sviðið mun hafa umsjón og/eða eftirlit með starfsemi sjálfstætt starf- andi leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og myndlistarskóla, auk annarrar sambærilegrar starfsemi sem styrkt er af Reykjavíkurborg. Skóla- og frí- stundasvið mun jafnframt hafa umsjón og eftirlit með þjónustusamningi við þjónustumiðstöðvar í hverfum í tengslum við sérfræðiþjónustu til leik- og grunnskólabarna og frístundaráðgjöf.“ (Af vef Reykjavíkur) Viðfangsefni nýja sviðsins BANDARÍKIN, AP Öldungadeild Bandaríkjanna hefur fallist á að Leon Panetta, yfirmaður leyni- þjónustunn- ar CIA, verði varnarmálaráð- herra Banda- ríkjanna þegar Robert Gates lætur af emb- ætti um næstu mánaðamót. Panetta fékk mikinn stuðn- ing meðal þing- manna beggja flokka og segja repúblikanar að Barack Obama forseti hafi valið alveg réttan mann í starfið. Panetta er orðinn 72 ára og fær meðal annars það verkefni að stjórna brottflutningi Banda- ríkjahers frá Afganistan næstu misserin. - gb Panetta verður ráðherra: Tekur við af Robert Gates GRIKKLAND Þótt Georgios Papand- reú, forsætisráðherra Grikklands, hafi fengið meirihlutastuðning þingsins til að halda áfram að ná tökum á skuldavanda ríkisins, á hann þó enn mikið verk óunnið því ekki er öruggt að þingmeirihlutinn fallist á þær skattahækkanir og niðurskurð sem hann hefur boðað. Á tveggja daga leiðtogafundi ESB, sem hefst í Brussel í dag verður bæði skuldavandi Grikk- lands og hinn almenni vandi evru- ríkjanna til umræðu, ekki síst áform um nánara samstarf um evruna. Bæði Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri Evrópusambandsins, og John Lipsky, sem til bráðabirgða gegnir yfirmannsstarfi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, hafa hvatt Evrópusambandið til að styrkja umgjörðina um evrusamstarfið. Angela Merkel Þýskalands- kanslari hefur staðið hart gegn því að endursamið verði um skuld- ir Grikklands, nema á grundvelli frjálsra samninga við skuldunaut- ana, en hefur nú í fyrsta sinn ljáð máls á því að greiðsluþak verði sett svo létta megi byrðinni að hluta af Grikkjum. - gb Papandreú tryggði sér þingmeirihluta en á erfitt verk fyrir höndum: Aðhaldsaðgerðir óafgreiddar MÓTMÆLI Í AÞENU Enn er mikil and- staða meðal Grikkja við væntanlegar aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP LEON PANETTA DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Akranesi hefur ákært konu á fer- tugsaldri fyrir fjárdrátt. Konunni er gefið að sök að hafa aðfaranótt mánudagsins 30. ágúst á síðasta ári farið í pen- ingaskáp verslunarinnar Sam- kaupa Strax í Dalabyggð og tekið þar tæpar 885 þúsund krónur og sex bandaríska dollara. Konan var verslunarstjóri þegar þetta gerðist. Í peninga- skápnum var afrakstur helgarsölu verslunarinnar svo og skiptimynt. Lögregla lagði hald á um 358 þúsund hjá konunni. Sam- kaup krefjast þess að hún greiði afganginn, rúm 526 þúsund með vöxtum. - jss Kona ákærð fyrir fjársvik: Tók um milljón úr peningaskáp Samkaupa MENNING Myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson var í gær útnefnd- ur borgarlistamaður Reykjavík- ur 2011. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr, borg- arstjóri, veitti Magnúsi ágrafinn stein, heiðursskjal og viðurkenn- ingarfé. Magnús fæddist á Eskifirði 25. desember árið 1929 og nam bæði í Birmingham og Vínarborg eftir stúdentspróf. Fyrstu einkasýn- inguna hélt hann í Ásmundarsal árið 1967 og hefur síðan sýnt verk sín reglulega á Íslandi og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Magnús hefur verið í farar- broddi íslenskra listamanna um áratugi en auk þess að mála hefur hann búið til skúlptúra, samið ljóð, framkvæmt gjörninga, samið hljóð- og leikverk auk ýmiss fleira. Þá hefur hann verið brautryðjandi í myndlistarkennslu á Íslandi. - mþl Borgarstjóri útnefndi borgarlistamann ársins 2011 í Höfða í gær: Magnús Pálsson heiðraður HÖFÐI Borgarstjórn hélt móttöku Magnúsi til heiðurs í gær þar sem útnefningin var tilkynnt. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG KJARAMÁL Ljósmæðrafélag Íslands hefur lýst yfir stuðningi við baráttu leikskólakennara fyrir bættum kjörum. Í tilkynningu frá félaginu segir að kjarabarátta leikskólakennara snúist um að störf þeirra verði metin í samræmi við menntun og ábyrgð og þá grunnhugmynd að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi á launum sínum. Leikskólakennarar munu boða til verkfalls þann 22. ágúst ef ekki tekst að ná saman um kjara- samninga fyrir þann tíma. - mþl Ljósmæðrafélag Íslands: Styður við leik- skólakennara KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.