Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 24
24 23. júní 2011 FIMMTUDAGUR Það er umhugsunarefni hvers vegna ekki er gert meira af því að koma á framfæri ein- földum upplýsingum varðandi það sem hefur verið að gerast í sjávarútveginum hér á landi á síðustu tveim áratugum. Af sögulegum ástæðum og vegna mikilvægis greinarinnar búa fáar atvinnugreinar við eins nákvæma skráningu á megin hagstærðum sínum og sjávar- útvegurinn. Á meðfylgjandi mynd er sett fram hvernig nokkrar stærðir í greininni hafa þróast frá árinu 1991 eða frá þeim tíma sem fiskveiðistjór- nunarkerfið hefur verið í núver- andi horfi. Þær tölulegu upplýs- ingar sem hér eru settar fram byggja allar á gögnum frá Hag- stofu Íslands og Fiskistofu. 1. Starfandi í greininni, sjó- mönnum og landverkafólki, hefur fækkað um rúmlega 50% eða úr 15.600 árið 1994 og í 7.300 árið 2008 (fjölgaði aðeins aftur 2009). 2. Á sama tíma stendur útflutn- ingsverðmæti greinarinnar nánast í stað eða vex örlítið í krónum talið á verðlagi ársins 2008 eins og sýnt er á mynd- inni. Sé þróunin hins vegar skoðuð í erlendri mynt (SDR) þá stendur verðmætið nánast í stað. 3. Það vekur athygli að á þessum árum minnkar afli úr sjó úr því að vera 700.000 tonn, talið í þorskígildum, í það að vera 500.000 tonn eða um 29%. Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessar þróun? • Launahlutfall í greininni hefur lækkað mun minna en sem nemur fækkun starfa (1997 – 2008 fækkar starfandi um rúmlega 48% en launahlut- fall lækkar um tæplega 19%). Það þýðir að raunlaun þeirra sem vinna við greinina hafa hækkað mikið á tímabilinu. Það er hægt að fá það staðfest í gögnum frá Hagstofunni sem sýna að á tímabilinu hafa laun í sjávarútvegi hækkað veru- lega umfram meðaltal. Þetta þýðir einnig að ef greinin væri með svipaðan mannafla og var 1991-1997 væru laun á starfs- mann í greininni 36% lægri en þau eru í dag miðað við sama launahlutfall og þá var en 48% miðað við launahlutfallið 2008. • Hærra afurðaverð hefur unnið upp samdráttinn í afla og gert það að verkum að samdráttur- inn hefur ekki komið fram í lægri útflutningsverðmætum. Þessa hækkun er ekki hægt að skýra nema að hluta með almennri hækkun á afurða- verði erlendis. Verulegur hluti hækkunarinnar er kom- inn til vegna markaðsdrifins þróunar starfs þar sem virðis- keðjan er látin vinna saman frá veiðum og til neytandans og leitað er inn á þá markaði sem greiða hæst verð. Markaðsdrifinn þekkingariðnaður Samandregið má segja að á tímabilinu hafi orðið bylting í sjávarútvegi á Íslandi. Greinin hefur á tveim áratugum breyst úr veiðadrifnum framleiðsluiðn- aði í markaðsdrifinn þekkingar- iðnað. Þetta má öllum vera ljóst sem fylgst hafa með þróun- inni og er hægt að styðja með margvíslegum rökum. Markaðs- drifin vinnsla sem byggir á nýj- ustu tækni og þekkingu þýðir að væntanlega hefur fækkun starfa í veiðum og vinnslu verið mætt að einhverju leyti með fjölgun afleiddra starfa sérfræðinga í stuðningsgreinum atvinnu- vegarins. Að öllum líkindum er um ræddur tími einnig lengsta tíma bilið í nútíma útflutnings- sögu sjávarafurða á Íslandi sem greinin hefur ekki þurft á stuðningsaðgerðum ríkisvalds- ins að halda; þrátt fyrir allt sem á hefur gengið. Það er til að mynda skoðun undirritaðs að greinin sem heild geti unnið sig út úr þeim hremmingum sem fylgdu bankahruninu. Að verða við kalli tímans Ef litið er til þess að grunn- þættirnir í íslenskum sjávar- útvegi séu mannafli, þekking, fjármagn og aðgangur að hrá- efni þá má varpa fram eftir- farandi kenningu: Eftir 1990 hefur þekking og fjárfestingar í tæknibúnaði og markaðsstarfi leyst mannafla í auknum mæli af hólmi við að skapa aukin verðmæti úr takmarkaðri auð- lind. Áður hefur komið fram að laun í greininni hafa hlut- fallslega hækkað verulega á tímabilinu. Það er síðan sjálf- stætt rannsóknar efni að kanna hvort þessi kenning stenst og þá í hvaða hlutföllum þetta hefur gerst ásamt því að kanna hvaða störf hafa orðið til í stoð- greinum; það er hvort sjávar- útvegurinn hefur ekki brugðist við kalli tímans og fært greinina inn í umhverfi upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins. Það væri glapræði að gera grundvallar breytingar á fyrirkomu lagi sjávarútvegs á Íslandi án þess að þetta sé rann- sakað og vonandi verður tíminn sem vinnst við að stóra kvóta- frumvarpið er tekið af dagskrá Alþingis notaður vel hvað þetta varðar. Hærra afurðaverð hefur unnið upp sam- dráttinn í afla og gert það að verkum að samdrátturinn hefur ekki komið fram í lægri útflutningsverðmætum. 1991 1994 1997 2001 2004 2008 200 160 120 80 40 0 16.000 12.000 8.000 4.000 0 Afli í þorskígildum Útflutningstekjur; milljarðar 700.000 tonn 500.000 tonn Fjöldi starfandi Sjávarútvegur 1991-2008 Útflutningstekjur, fjöldi starfa og afli í þorskígildum Þróun í sjávarútvegi – stóra myndin frá 1991-2008 Sjávarútvegsmál Jóhannes Geir Sigurgeirsson sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Saga Fjárfestingarbanka Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar af Nicotinell lyfjatyggigúmmíi mega aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, að meðtöldu Prinzmetal afbrigði hjartaangar, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Sjúklingar með háþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á, stöðuga hjartaöng, sjúkdóm í heilaæðum, teppusjúkdóm í útlægum slagæðum, hjartabilun, sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli, auk alvarlega skertrar nýrna- og/eða lifrarstarfsem skulu gæta varúðar við notkun á Nicotinell. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. -49% -45% -52% -21% -23% -34% * Meðalverð á kartoni í verslunum 10-11, Shell, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún. Könnun gerð 26. maí 2011 **Verðkönnun gerð í 14 apótekum og apótekskeðjum 5., 16.-19. og 26. maí 2011 ***Í flestum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta Það er ódýrara að nota Nicotinell Fruit heldur en að reykja!52%SPARNAÐUR! 34% SPARNA ÐUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.