Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 4
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR4 Vegna fréttar blaðsins þann 14. júní þar sem fjallað var um að erlend fyrirtæki hefðu í sumum tilfellum minnkað innihald sælgætispakkninga án þess að lækka verð, vill heild- salan Innnes árétta að pakkningar Toblerone súkkulaðis sem selt sé hér á landi hafi ekki breyst að stærð. ÁRÉTTING ÞJÓÐKIRKJAN Séra Örn Friðriks- son, fyrrverandi sóknarprestur Mývetninga, skrifaði félagsmála- yfirvöldum bréf í september árið 1998 til varnar dæmdum kyn- ferðisbrota- manni. Mað- ur i nn hafði misnotað stjúp- dætur sínar kynferðislega um langt skeið og var dæmd- ur í tveggja ára fangelsi í júní árið 1995. Hann afplánaði fangelsisdóminn á Kvía- bryggju og var sleppt einu og hálfu ári síðar. Maðurinn, sem ólst upp í sókn prestsins í Mývatnssveit, átti tvær dætur með eiginkonu sinni fyrrverandi. Fór hún fram á að félagsmálayfirvöld ábyrgðust umgengni hans við börnin þeirra eftir að hann losnaði úr fangelsi. Af því tilefni skrifaði séra Örn yfirvöldum bréf þar sem hann sagði meðal annars að maðurinn, sem áður var skólastjóri í sveit- inni, væri „myndarlegur maður og vel gefinn“. Þá skrifaði Örn að sér væri ljóst að það sem olli hjónaskilnaði mannsins og konu hans hefði ekki verið „meint mis- notkun hans á dætrum hennar.“ Hann sakaði konuna um rógburð og lygi og sagði að dómurinn yfir manninum hafi verið hæpinn. Hún hefði ákveðið „að reyna að fá hann dæmdan.“ Þá skrifar séra Örn: „Hverjir svo sem gallar [mannsins] kunna að vera, verður það ekki af honum skafið að hann er einstaklega ljúf- ur og góður piltur. Honum þykir afarvænt um dætur sínar.“ Móðir stúlknanna sendi bréf Arnar til siðanefndar Presta- félagsins. Nefndin áleit skrifin ámælisverð og sagði í umsögn, dagsettri 30. september 1999, að bréf Arnar hefði í heild sinni ómálefnalegt yfirbragð. „Órök- studdar fullyrðingar í svona við- kvæmum málum eru ámælisverð- ar og ættu aldrei að vera lagðar fram sem umsögn í jafnviðkvæm- um málum eins og þessum.“ Þá var það samdóma álit nefnd- arinnar að með óvarkárum og órökstuddum málflutningi hefði séra Örn brotið siðareglur. Afrit af álitinu var sent Karli Sigur- björnssyni biskupi, Geir Waage, formanni Prestafélagsins, og Erni sjálfum. Ekkert var þó frekar að gert, enda var séra Örn hættur störfum. Siðanefndin taldi þó að hann félli áfram undir siðareglur Prestafélagsins. sunna@frettabladid.is Prestur skrifaði til varnar barnaníðingi Séra Örn Friðriksson skrifaði bréf til félagsmálayfirvalda árið 1998 til varnar dæmdum barnaníðingi. Siðanefnd Prestafélagsins áleit skrif prestsins ámælis- verð. Örn véfengdi orð ásakendanna í rannsóknarskýrslu þjóðkirkjunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings segir að séra Örn hafi verið einn þeirra prófasta sem á sínum tíma lýstu yfir stuðningi við Ólaf Skúlason. Í andmælabréfi sínu til nefndarinnar, dags. 11. maí síðastliðinn, skrifar Örn meðal annars að hann trúi ekki konunum sem ásaka Ólaf, þær hafi líklega verið á höttunum eftir pen- ingum. „Það er vel þekkt staðreynd, að stundum ljúga konur í slíkum málum, og hefi ég persónulega orðið fyrir slíku,“ skrifaði séra Örn til rannsóknarnefndarinnar. Segist sjálfur hafa verið ásakaður MÝVATNSSVEIT Séra Örn var sóknarprestur í Mývatnssveit en hafði hætt störfum þegar hann skrifaði bréfið til félagsmálayfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖRN FRIÐRIKSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 28° 23° 18° 21° 18° 18° 18° 24° 17° 24° 28° 35° 17° 18° 15° 19°Á MORGUN Fremur hæg N-læg eða breytileg átt LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur 39 10 2 8 8 5 3 8 5 9 4 57 9 9 10 4 3 2 7 3 10 9 8 8 9 8 10 9 7 7 SKYN OG SKÚRIR Ágætis veður næstu daga. Áfram hægur vindur víðast hvar og hitatölur frá 5 upp í 15 stig. Tiltölulega bjart á V-landi í dag en léttast syðst á morgun. Stöku skúrir seinnipartinn næstu daga. Dálítil væta NA-lands á morgun. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður DANMÖRK Muhudiin Mohamed Geele, sem réðist inn á heimili skopmyndateiknarans Kurts Westergaard á nýársdag í fyrra, vopn- aður öxi, var í gær dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir landsrétti. Geele, sem er af sómal- ískum uppruna, réðist inn til Westergaards í reiði sinni út af hinum umdeildu Múhameðsteikningum þess síðar- nefnda. Westergaard náði að fela sig inni á baðherbergi þegar Geele réðist inn í húsið og eftir snörp átök við lögreglu var árás- armaðurinn handtekinn. - þj Axarmaðurinn í Árósum: Tíu ára fangelsi í Landsrétti KURT WESTERGAARD DÓMSMÁL Alls 65,7 prósent lands- manna eru mótfallin því að höfðað hafi verið sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráherra. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar MMR. Fylgj- andi málshöfðuninni voru 34,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu en svarhlutfall var 83,6 prósent. Töluverður munur var á afstöðu eftir stjórnmálaskoð- unum. Þannig var mikill meiri- hluti Sjálfstæðismanna á móti en rúm 70 prósent fylgismanna VG fylgjandi. Þegar spurt var um stuðn- ing við málshöfðun gegn Geir í september 2010 voru 60 prósent þeirra sem tóku afstöðu fylgjandi málshöfðun. - mþl Skoðanakönnun MMR: Meirihluti gegn málshöfðun BRASILÍA Maria Gomes Valentim, sem talin hefur verið elsta kona í heimi, lést í Brasilíu í gær 114 ára og 347 daga gömul. Heimsmeta- bók Guinnes h a fð i s a n n - reynt nýverið að fæðingar- vottorð hennar væri ófalsað og skráði hana í sínar bækur í síðasta mánuði. María átti aðeins nokkrar vikur í að ná 115 ára aldri en hún var fædd árið 1896. Nú er Besse Cooper frá Georgíu í Bandaríkjunum elsta kona heims samkvæmt sérfræð- ingum Guinnes. Hún er 48 dögum eldri en Valentim heitin. Elsta kona heims er látin: Varð 114 ára og 347 daga gömul MARIA GOMES VALENTIM SÞ Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna var í fyrrakvöld endurkjörinn í emb- ættið til fimm ára. Þetta var ákveðið á aðalþingi stofnunarinnar en áður hafði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt endurkjörið. Enginn bauð sig fram á móti og þykir Ban Ki-moon njóta almenns stuðnings. Ban Ki-moon endurkjörinn: Nýtur almenns stuðnings STJÓRNSÝSLA Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að beita Seðlabankann dag- sektum vegna vanrækslu á afhend- ingu gagna og upplýsinga um útlán banka. Forsaga málsins er sú að Sam- keppniseftirlitið óskaði eftir gögn- um frá Seðlabankanum í tengslum við rannsókn á samkeppnisaðstæð- um á bankamarkaði. Seðlabankinn hafnaði hins vegar beiðninni með vísan til trúnaðar- og þagnarskyldu sem hvíldi á bankanum og benti á að eðlilegra væri að leitað væri beint til umræddra banka. Seðlabank- inn fær í kjölfar úrskurðarins í gær frest til 1. júlí til að veita Sam- keppniseftirlitinu þau gögn sem um var beðið en ella sæta dagsektum. Í tilkynningu sem barst eftir að úrskurðurinn lá fyrir er hann sagð- ur vera til skoðunar hjá Seðlabank- anum. Þá er það sagt mat Seðla- bankans að úrskurðurinn muni að óbreyttum lögum hafa áhrif á þá starfsemi bankans sem snýr að hagskýrslugerð. „Rík trúnaðar- og þagnarskylda hvílir á ríkisstofnun- um sem sinna opinberri hagskýrslu- gerð og skulu upplýsingar sem aflað er til hagskýrslugerðar eingöngu notaðar í slíkum tilgangi,“ segir enn fremur í tilkynningunni en þar er ekki útilokað að málinu verði vísað til dómstóla. - mþl Áfrýjunarnefnd staðfesti rétt Samkeppniseftirlitsins til að beita dagsektum: Hafnaði rökum Seðlabankans SEÐLABANKINN Seðlabankanum er skylt að afhenda Samkeppniseftirlitinu upp- lýsingar um útlán banka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JEMEN Tugir liðsmanna al Kaída hryðjuverkasamtakanna flúðu úr fangelsi í suðurhluta Jemens í gær í kjölfar árásar á fang- elsið. Yfirvöld segja að félagar fanganna hafi gert árás og um leið hafi brotist út bardagi á milli fanganna og fangavarða. Að minnsta kosti fjörutíu kom- ust undan og þar á meðal eru menn sem fengið hafa dóma fyrir hryðjuverkastarfsemi. Mikill órói hefur verið í Jemen undanfarna mánuði eins og víðar í Mið-austurlöndum. Bardagi í jemensku fangelsi: Tugir liðsmanna al Kaída sluppu GENGIÐ 22.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,6622 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,64 115,18 184,86 185,76 164,7 165,62 22,077 22,207 20,839 20,961 17,975 18,081 1,4281 1,4365 183,06 184,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Gleraugnaverslunin þínPIPA R \ TB W A • SÍ A • 11 15 9 0 SÓLGLER með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15 AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30 SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.