Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 18
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á banda- rískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. Breska viðskiptablaðið Financi- al Times segir þetta í samræmi við yfirlýsingar kínverskra ráða- manna þess efnis að stjórnvöld ætli að styðja fjárhagslega við þau Evrópuríki sem glími við fjárhags- erfiðleika. Kínverski seðlabankinn hefur keypt bandarísk ríkisskuldabréf viðstöðulítið síðastliðin sex ár og var í mars síðastliðnum stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna með þrjú þúsund milljarða dala af skuldabréfum í hirslum sínum. Það var breski bankinn Stand- ard Chartered sem vann mat á fjárfestingum kínverskra stjórn- valda upp á síðkastið. Gögn bank- ans benda til að gjaldeyrisforði Kínverja hafi aukist um tvö hundr- uð milljarða Bandaríkjadala á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Stephen Green, aðalhagfræðing- ur Standard Chartered í málefnum Kína, segir í samtali við Financial Times ævinlega erfitt að átta sig á fjárfestingum kínverska seðla- bankans. Hann fjárfesti í gegnum fjármálastofnanir utan landsteina, svo sem í London og Hong Kong í þeim tilgangi að fela slóð fjárfest- inga sinna. - jab Kínverja sagðir hættir að kaupa bandarísk skuldabréf: Snúa sér til Evrópu NÁÐ Í PENINGA Kínverjar hafa síðastliðin sex ár verið iðnir við kaup á bandarískum ríkisskuldabréfum. Sá tími kann að vera að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÖRYGGISVIÐVÖRUN VEGNA UVEX FUNRIDE SKÍÐAHJÁLMA UVEX VILL KOMA ÞVÍ Á FRAMFÆRI AÐ VIÐ REGLUBUNDIÐ GÆÐAEFTIRLIT KOM Í LJÓS AÐ FUNRIDE-SKÍÐAHJÁLMAR GETA VERIÐ GALLAÐIR. Nánari upplýsingar á: www.uvex-sports.de/en/recall NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 54 37 0 6/ 11 MIKILVÆG Við hjá UVEX tökum slagorðið okkar „protecting people“ (til verndar fólki) alvarlega. Sem framleiðendur gæðavöru viljum við biðjast innilega afsökunar á óþægindunum. Við þökkum aðstoðina og vonum að þú hafir sömu trú á vörum okkar eftir sem áður. Framleiðslugallinn getur dregið úr högg- deyfingu og brotstyrk á lykilhlutum hjálms- ins (við loftop, hnoð og samskeyti) sem getur valdið alvarlegum áverkum við fall. Vinsamlega hættu að nota hann og skilaðu honum í Útilíf í Glæsibæ gegn fullri endurgreiðslu á kaupverðinu. Skíðahjálmurinn þinn er Funride-hjálmur ef hann ber þetta merki: Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrir- tækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blað- síðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjár- málageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evr- ópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bret- landi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnar- manna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnar- formaður Santander- bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármála- fyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er banka- stjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnars- dóttir bankastjóri Spari- bankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Banka- sýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Krist- ín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfall- ið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarfor- maður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslands- banka, eða tvær af sjö stjórnar- mönnum. - jab ESB vill fjölga konum í stjórnum fjármálafyrirtækja: Breskir bankamenn óttast tillögurnar Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann muni kaupa síðasta skammtinn af ríkisskuldabréfum í lok mánaðar í næstu viku. Eftir það muni ljúka þessum stuðningi hins opinbera við banka og fjár- málafyrirtæki þar í landi sem varað hefur síðastliðin þrjú ár. Bankastjórnin vísaði til þess í tilkynningu í gær að þessi hjálpar- lína seðlabankans hafi verið dreg- in til baka þar sem vísbendingar séu um að efnahagslífið sé að taka við sér þótt gangurinn sé hægari en áður var reiknað með. Nú er gert ráð fyrir 2,7 til 2,9 prósenta hagvexti á árinu í stað allt að 3,3 prósenta vaxtar. Að sama skapi hefur dregið verulega úr vænting- um um allt að 4,2 prósenta hagvöxt á næsta ári. Alþjóðlegar sveiflur hafa helst sett strik í reikning bankastjórn- arinnar, svo sem verðhækkun á raforkuverði og hrávöru auk þess sem jarðskjálftinn í Japan í mars hefur sitt að segja en hann olli töluverðri truflun hjá bílafram- leiðendum. Verðlag hefur lækk- að nokkuð frá áramótum og gerir bandaríski seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga fari ekki mikið yfir tvö prósent á árinu. Þá gera spár bankans ráð fyrir að draga muni út atvinnuleysi næstu misseri þótt það hafi auk- ist til skamms tíma. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9,1 pró- sent í síðasta mánuði. Á sama tíma drógu fyrirtæki vestanhafs úr ráðningum. Þótt seðlabankinn hafi hætt kaupum á ríkisskuldabréfum er ekki þar með sagt að hann ætli að sleppa hagkerfinu alveg út í lífið. Bandarískir fjölmiðlar segja að seðlabankinn muni enn hafa slaka á peningamálastefnunni og halda stýrivöxtum niðri við núll- ið í langan tíma. Bandaríska stór- blaðið New York Times hefur eftir sérfræðingum á fjármálamarkaði að ekki séu líkur á hækkun stýri- vaxta fyrr en einhvern tíma á næsta ári. jonab@frettabladid.is Hjálpardekk losað af vestra Bandaríski seðlabankinn hefur dregið úr stuðningi við banka og fjármálafyrirtæki. Nokkuð hefur dregið úr væntingum um hagvöxt vestra á árinu. SAT FYRIR SVÖRUM Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, skýrði hags- tjórnarstefnu bankans og framtíðarhorfur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ANA PATRICIA BOTÍN Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing STIG ER VÍSITALA BYGGINGARKOSTNAÐAR um miðjan mánuðinn. Hún hefur hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Hækkun launa vegna kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands skýra hækkunina að miklu leyti, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. 109,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.