Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 16
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ Kertavaxið burt Hárþurrkan er til margra hluta nytsamleg Verðið á kílói af innfluttu kaffi hefur hækkað um 41,9% á þremur árum.41,9% Hver meindýrategund á sína uppáhalds- plöntu. Sumar vilja bara eina plöntu en aðrar margar. ERLING ÓLAFSSON SKORDÝRAFRÆÐINGUR Sá sem hefur ræktað garð í nokkur ár þekkir garð- inn sinn. Hann getur þess vegna úðað sjálfur til þess að bjarga ákveðnum teg- undum sem viðkvæmar eru fyrir meindýrum. „Sumar plöntur, sem komnar eru út fyrir sín náttúrulegu heim- kynni, eru mjög viðkvæmar fyrir meindýrum. Þetta er spurning um rétt val á plöntum í garðinn í stað þess að velja plöntur sem étnar eru upp til agna nema þær séu fullar af eitri. Ákveðnum teg- undum er ekki vært nema þeim sé hjálpað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Hann getur þess að í raun sé allt kerfið rústað þegar eitrað er. „Hver meindýrategund á sína uppáhaldsplöntu. Sumar vilja bara eina plöntu en aðrar marg- ar. Fjölhæfu meindýrategund- irnar gera mestan skaða, þar á meðal lirfa fiðrildisins haustfeta sem er aðallega að éta í júní. Hún á hins vegar sína óvini eins og sníkjuvespur sem verpa eggjum inn í lirfur annarra. Þær eru svo étnar upp innan frá. Þetta kerfi brenglast við eitrunina.“ Það er mat Erlings að garðeig- endur fái ekki nægilega ráðgjöf. „Fagmaður sér hvert stefnir í garðinum og hvaða plöntur eru í hættu. Garðeigendur þurfa slíka ráðgjöf í stað þess að fá mann sem þekkir ekki til lífríkisins en á eiturefnabrúsa og sullar um allan garðinn.“ Að sögn Erlings kemur græn- sápublanda að góðum notum við garðaúðun. „Hún brotnar hratt niður í jarðveginum og er miklu huggulegri en eitrið.“ Brynjar Kjærnested, eig- andi Garðlistar ehf., segir eftir- spurn eftir úðun með eitri gegn meindýrum svipaða nú og áður. „Margir leyfa þó maðkinum að vera. Það er rosalega misjafnt hvar mörkin liggja hjá viðskipta- vinunum. Sumir hafa þá stefnu að úða alls ekki með eitri. Menn geta auðvitað notað vistvænt eitur og það er einnig hægt að úða með grænsápublöndu en árangurinn hefur ekki reynst eins góður.“ Brynjar leggur áherslu á að þegar einungis sé hægt að njóta einkagarðs í um tvo mánuði á ári vilji menn hafa hann fallegan. „Menn vilja kannski ekki vera með hálfétna runna við sólpallinn en það má alltaf deila um hvort úða hefði þurft með eitri.“ Hjá Garðlist kostar úðun einka- garðs með eitri frá 5.020 kr. til 8.660 kr. Ódýrasti úðunarbrúsinn til heimabrúks kostar 1.449 kr. hjá Blómavali. „Þessi stærð hentar ef menn ætla að úða á lítinn runna,“ segir Ásdís Ragnarsdóttir, deild- arstjóri Blómavals í Skútuvogi. Brúsar sem taka 5 lítra fást á 5.995 kr. en einnig á 14.495 kr. Þá er um mjög öflugan kút að ræða, að sögn Ásdísar. 100 ml skammtur af eitri kost- ar 2.299 kr. „Ef ílátið er haft lokað á eitrið að geymast í fimm til sex ár,“ segir Ásdís. ibs@frettabladid.is Nauðsyn að fá ráðgjöf vegna garðaúðunar EITRI ÚÐAÐ Á MEINDÝRIN Ákveðnum tegundum er ekki vært nema þeim sé hjálpað, að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræð- ings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Söfn Borgarbókasafns verða öll opin í sumar. Ég vona að því verði ekki breytt. Í fyrra voru önnur söfn en aðalsafn í Grófarhúsi og Kringluhúsi lokuð í tvær til þrjár vikur,“ segir Erla Kristín Jónasdóttir, safnstjóri aðalsafns. Hún segir júlí einn af mestu útlánamánuðum árs- ins. „Áður fyrr var mesta útlánið yfir háveturinn en júlí er glettilega hár þótt skólanemar þurfi ekki jafnmikið á bókasöfnum að halda og yfir veturinn. Fólk er að ná sér í alls konar lesefni í sumarfríinu.“ Árin 2008 og 2009 voru bókasöfnin afar vel sótt, að því er Erla greinir frá. Árið 2008 voru útlán 1.033.949 en voru 941.249 árið 2007. Útlán jukust enn meir árið 2009 og voru þá 1.176.720. Þeim fækk- aði hins vegar í fyrra og voru þá 1.147.312. „Sumarlokunin hefur haft einhver áhrif á útláns- og gestatölur,“ segir Erla. Heildar gestafjöldinn 2007 var 572.119, árið 2008 voru gestirnir 632.470 og 698.133 árið 2009. Í fyrra voru þeir 684.707 talsins. Á undanförnum sex árum hefur gestum Borgar- bókasafns fjölgað um 26 prósent en útlán hafa auk- ist um 20 prósent. - ibs Öll söfn Borgarbókasafns verða opin allt sumarið: Aukinn fjöldi gesta og útlána Erfitt getur verið að ná kertavaxi burtu en við slíkar aðstæður getur hárþurrkan komið sér vel. Best er að beina hárþurrkunni að blettinum og þurrka svo yfir með klút. Ef þessi aðferð virkar ekki og enn eimir eftir af blett- inum, til dæmis á viðarborði, þá getur verið þjóðráð að blanda saman ediki og vatni, til helminga. Vætið tusku og strjúkið síðan rólega yfir blettinn. Mjólkursamsalan hefur hafið framleiðslu á Fjörmjólk í fernum með skrúfuðum tappa. Mjólkin endist betur í slíkum umbúðum, þar sem hægt er að loka þeim alveg. Fjörmjólk kom á markað í lok árs 1993 og hefur notið vinsælda síðan. Útliti Fjörmjólkurumbúðanna hefur einnig verið breytt lítillega í tilefni af nýju fernunum. NÝJUNG FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI FJÖRMJÓLK KOMIN Í FERNUR MEÐ TAPPA 188 356 1666 2612 2643 3516 3998 4562 4593 4981 5405 5458 5463 7325 7347 7855 8058 8573 8801 10458 11094 11231 11762 13188 14883 14929 16201 16779 17213 17632 19262 20737 21132 21192 22084 22169 23637 25287 25947 26120 26421 26804 27104 27457 27560 28553 28916 29538 31145 31813 31835 32081 35248 35291 36033 37626 38775 38917 39807 40496 41391 42182 42320 42876 43014 43137 45172 45390 45874 46761 47880 48122 48259 48696 48800 49051 49066 51698 51769 52420 53248 55833 56887 57169 57925 58321 58426 59935 60417 61172 61491 61978 63906 64035 64130 65064 65499 66132 66200 67761 68652 69860 70041 71008 71309 71986 72308 72313 73208 78577 81601 81748 81770 81804 82688 82699 83061 85147 85222 86926 88663 88825 88850 89247 91323 92550 93139 93436 96586 97500 98601 99365 99545 101132 101135 102419 102974 103032 104164 105209 105278 106183 106784 106875 106981 107443 108425 108713 109484 110455 110806 111376 112593 112924 113965 114002 114233 114525 115297 115424 115590 115675 118083 118384 119107 119770 120613 121681 121749 122003 123822 123934 124967 125138 126527 127333 127445 127742 128859 131556 134039 134389 134803 136148 136246 136948 137405 138509 139250 140042 140718 141374 141872 142027 144095 144107 145081 145222 145630 145686 145857 146695 7565 9453 10044 23971 31028 32986 34787 39974 41033 62329 83265 86768 97327 101294 103068 122092 122763 124042 125428 126823 Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 30. júní nk. Bi rt án á by rg ›a r Chevrolet Captiva, 5.590.000 kr. 118329 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 110604 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. Sumarhappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur 17. júní 2011 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Á BÓKASAFNI Bókasöfn eru jafnvinsæl að sumri og yfir veturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.