Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 34
23. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR4 ● kynning ● gönguskór ● HUGSAÐU VEL UM GÖNGU SKÓNA Gönguskór geta enst árum saman ef vel er um þá hirt. Hreinsaðu gönguskóna alltaf strax og heim er komið eftir gönguferð svo óhreinindin þorni ekki inn í leðrið. Blauta gönguskó skal frek- ar þurrka við stofuhita en leggja þá á ofn eða í þurrkskáp, hitinn getur farið illa með leðrið. Með því að troða dagblöðum ofan í skóna þorna þeir fyrr því blöðin draga í sig rakann innan úr skónum. Hreina og þurra skó má svo vatnsverja með þar til gerðum efnum, vaxi eða leðurfeiti, sem nuddað er vel inn í leðrið. ● HEIMSÓKN Í HÖFÐASKÓG Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarð- ar fagnar 65 ára afmæli í ár. Í tilefni af því stendur félagið fyrir skógargöng- um í sumar til að kynna skógræktarsvæði sín. Farin verður ganga á vegum félagsins í Höfðaskógi í kvöld. Lagt verður af stað frá Gróðrarstöðinni Þöll klukkan 20. Gangan tekur um klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á kaffi. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Skógræktarfélags Íslands, www.skog.is ● SKILDU TÁFÝLUNA EFTIR HEIMA Eftir langa göngu er kærkomið að toga af sér gönguskóna í rómantískri náttúru. Slík töfrastund getur fljótt breyst í martröð ef henni fylgir megn táfýla. Hér koma því gild ráð til að verjast illa lykt- andi tám: ● Notið fótapúður, táfýluúða eða bakteríudrepandi sápur til að útrýma bakteríum og halda fótum þurrum. Hafið fætur alltaf skraufþurra áður en farið er í sokka, og gleymið ekki að þurrka vel á milli tánna. ● Forðist daunilla skó og notið ekki sömu skó dag eftir dag. Látið skó sem rakir eru af svita þorna vel í sól eftir notkun og takið fram sandala sem inniloka ekki fætur en halda tánum þurrum. ● Klæðist ávallt sokkum þegar verið er í lokuðum skóm. Sokk- arnir taka við svita og skórnir verða síður gróðrarstía táfýlu og baktería. Ullarsokkar og bómullarsokkar eru einkar góðir til þess arna. ● RÁÐ VIÐ FÓTKULDA Ef kuldinn nær að tánum þrátt fyrir að göngumaður sé á hreyfingu í gönguskóm og í góðum og þurrum sokkum, er eitt ráðið að nota einangrandi leppa í skóna. Þeir fást í skóbúðum og mynda einangrunarlag milli sokkanna og sólans. Lélegt blóðflæði gæti verið orsökin en auk þess þröngir sokkar eða of þétt reim- aðir skór. Stundum dugar bara að hreyfa tærnar inni í skónum. Heimild: Góða ferð - handbók um útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.