Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 23. júní 2011
Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það
gjarnan gleymast hversu mikil
viðskipti íslensku álverin eiga við
hundruð innlendra fyrirtækja á ári
hverju. Heildarfjárhæð þessara við-
skipta árið 2010 nam 24 milljörðum
króna og eru raforkukaup þar ekki
meðtalin. Ál iðnaður hefur starf-
að á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá
því álverið í Straumsvík hóf starf-
semi sína árið 1969. Framan af var
álframleiðsla lítil, innan við 100
þúsund tonn á ári eða sem samsvar-
aði um 0,5% af heimsframleiðslu.
Mikil aukning hefur orðið á liðnum
árum og á síðasta ári voru flutt út
frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli
fyrir 222 milljarða króna. Þetta
samsvarar 2% af heimsframleiðslu
áls, sem er sambærilegt vægi okkar
í fiskveiðum í heiminum.
Aukið vægi áliðnaðar á liðnum
10 árum hefur ekki aðeins aukið
útflutningstekjur þjóðarinnar held-
ur hefur einnig myndast fjöldi fyr-
irtækja í kringum iðnaðinn. Þetta
er í samræmi við þá þróun sem
orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar
í landi sinna liðlega 4 þúsund fyr-
irtæki þjónustu við áliðnað. Kana-
dísk fyrirtæki eru í fararbroddi
í bæði hönnun, byggingu og þjón-
ustu við álver um allan heim. Þar
er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum
í kringum áliðnað að minnsta kosti
jafnmikill og virðis aukinn af álver-
unum sjálfum.
Þessarar þróunar er farið að
gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra
fyrirtækja er, auk þess að sinna
þjónustu við íslensk álver, einnig
tekinn að flytja út þjónustu sína eða
vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir
íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á
komandi árum. Hér starfa stærstu
alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði.
Fyrirtæki sem hefur sýnt og sann-
að getu sína til að þjónusta álver hér
á landi er um leið orðið gjaldgengt
í þessum iðnaði um heim allan,
enda kröfurnar sem gerðar eru til
þjónustu aðila hér síst minni en ann-
ars staðar í heiminum.
Dæmi um þessa þróun er Véla-
verkstæði Hjalta Einars sonar sem
hefur sérhæft sig í þjónustu við
áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir ann-
ars vegar ýmiss konar þjónustu við
daglegan rekstur ál veranna en jafn-
framt framleiðir það úrval tækja-
búnaðar til álframleiðslu undir
vörumerkinu Stímir. Þessi búnað-
ur hefur verið seldur til álvera í 19
mismunandi löndum.
Annað dæmi er Efla verkfræði-
stofa, sem hefur um árabil unnið að
framkvæmdum við álver og orku-
frekan iðnað um allan heim. Fyrir-
tækið hefur unnið við tugi álvera
í löndum eins og Noregi, Svíþjóð,
Argentínu, Venesúela, Óman, Bar-
ein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi
séu nefnd.
Þetta er svipuð þróun og hófst
í sjávarútvegi fyrir um aldar-
fjórðungi þegar fyrirtæki á borð
við Marel fóru að vaxa og dafna í
tengslum við sjávarútveginn.
Marel byggir afkomu sína núna
að óverulegu leyti á íslenskum
sjávarútvegi en hefði hins vegar
aldrei komist á legg nema fyrir til-
stilli hans. Ekki er ólíklegt að hér
geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og
raunin varð í sjávarútvegi.
Oft vill gleymast að sú mikla
þekking sem hér hefur byggst upp
í kringum iðnaðinn skapar einnig
fjölda tækifæra.
Klasamyndun í áliðnaði
Áliðnaður
Þorsteinn
Víglundsson
framkvæmdastjóri
Samál – Samtaka
álframleiðenda á Íslandi
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Verðkönnunin var gerð í eftirtöldum apótekum daganna 5., 16.-19. og 26. maí:
Lyfja, Apótekið, Lyf og heilsa, Apótekarinn, Skipholtsapótek, Lyfjaval, Lyfjaver, Garðs Apótek, Rima Apótek, Urðarapótek, Apótek
Hafnarfjarðar, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands og Akureyrar Apótek. Ath. að röðin á apótekunum er ekki sú sama og
kemur fyrir í töflunum fyrir ofan.
Samanlagt ná þessi apótek yfir 90% af markaðnum.
Nicotinell Fruit
- ódýrara!
Verðkönnun á Nicotinell Fruit og Nicorette Fruitmint í maí 2011
Nicotinell
Nicotinell
Í þessari könnun voru verð pr. pakka og tyggjó borin saman og mismunurinn er sýndur sem
prósentutala. Nicotinell Fruit var ódýrara í öllum 14 apótekunum þar sem verðkönnunin var
gerð. Það er alveg sama hvernig verðin voru borin saman, pr. pakka eða pr. tyggjó, Nicotinell
Fruit var alltaf ódýrara.
Aðeins kr. 27.9
00
Farangurspoki 270
lítra
Gott verð - góða fe
rð!
Aðeins kr. 64.9
00
Farangursbox 450
lítra
Verð frá kr. 3.9
90
Sætaáklæði í úrva
li
Aðeins kr. 19.9
90
Kælibox 12V/220V
25L.
Verð frá kr. 5.4
90
Hjólagrindur í úrv
ali
Verð frá kr. 3.9
90
Framlengdir spegl
ar
Opnunartími verslunar:
Opið virka daga frá kl. 08-18.
Vagnhöfði 23 - S: 590 2000
benni.is - verslun@benni.is
Sérfræðingar í bílum