Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 10
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR10 HEILBRIGÐISMÁL Læknaskortur Sjúkrahússins á Akureyri er við- varandi vandamál og á sumum deildum þess starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað. Þetta er meðal niðurstaðna stjórnsýsluúttektar Ríkisendur- skoðunar sem hvetur Landlæknis- embættið til að gera úttekt á öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu. Starfsemi sjúkrahússins fer nú fram í 38 einingum og eru milli- stjórnendur um fimmtíu en starfs- menn samtals um 600. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikil- vægt að fækka einingum með því að sameina þær. Í úttektinni er fjallað um skipu- lag, stefnu og stjórnun sjúkra- hússins. Fram kemur að sam- kvæmt viðhorfskönnun sem Ríkisendurskoðun gerði meðal starfsmanna ríkir óánægja með ýmsa þætti í skipulagi og stjórnun þess. Ríkisendurskoðun telur að móta þurfi nýja stefnu og framtíðarsýn fyrir sjúkrahúsið og leggur til að velferðarráðuneytið ákveði fram- tíðarskipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. - shá Ríkisendurskoðun finnur að ýmsu í rekstri Sjúkrahússins á Akureyri í nýrri skýrslu: Vilja úttekt á öryggi sjúklinga ■ Landlæknir geri úttekt á öryggi sjúklinga vegna viðvarandi læknaskorts ■ Starfsmenn óánægðir með ýmsa þætti í skipulagi og stjórnun sjúkrahússins ■ Einfalda þarf skipulagið og styrkja framkvæmdastjórn ■ Móta þarf nýja stefnu fyrir sjúkrahúsið Helstu niðurstöður Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur Þjóðtrúin kennir okkur að á Jónsmessu getum við fundið töfrasteina á fjalli og læknast af ýmsum kvillum við að velta okkur upp úr dögginni. Laugardagskvöldið 25. júní bjóða Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á árlega Jónsmessugöngu sem hefst við Sundlaug Grindavíkur kl. 20.30. Gakktu með okkur á fjallið Þorbjörn og njóttu þess að hlusta á Hreim Örn Heimisson og Vigni Snæ Vigfússon úr Vinum Sjonna leika tónlist við varðeld á fjallinu. Komdu svo með okkur í Bláa Lónið þar sem tónlistin heldur áfram til miðnættis og þú færð Blue Lagoon kokteil í boði hússins. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og félagar í Vinaklúbbi Bláa Lónsins komast í Bláa Lónið fyrir 1.950 kr. Félagar í Vinaklúbbnum geta unnið fjölskylduárskort í Bláa Lónið, aðgang fyrir tvo í Betri stofuna eða glæsilegan vinning frá Grindavíkurbæ. Nánari upplýsingar um skráningu í Vinaklúbbinn, Jónsmessugönguna og skipulagðar sætaferðir má sjá á www.bluelagoon.is BLÁA LÓNIÐ HÉR UPPLIFIR ÞÚ TÖFRAMÁTT JÓNSMESSUNNAR HÉR LÍÐUR ÞÉR VEL www.bluelagoon.is Sjáðu meira með snjallsímanum þínum. ÍS L E N S K A S IA .I S B L A 5 55 09 0 6/ 11 FINNLAND Jyrki Katainen hlaut í gær stuðning 118 þingmanna gegn 72 til myndunar sex flokka ríkis- stjórnar, sem hann boðaði í síðustu viku að yrði mynduð. Ásamt Þjóðstjórnarflokki Katai- nens, sem er hægriflokkur, eiga Sósíaldemókratar, Vinstribanda- lagið, Græningjar, Sænski þjóðar- flokkurinn og Kristilegir demó- kratar aðild að stjórninni. Stefna stjórnarflokkanna sex er afar mismunandi, því þarna eru innbyrðis jafnt hægri sem vinstri flokkar. Meginforsenda stjórnar- samstarfsins virðist hafa verið sú helst að halda Sönnum Finnum, hinum umdeilda stjórnmálaflokki vinstri þjóðernissinna, utan við stjórnina. Sannir Finnar fengu mikið fylgi í þingkosningunum, sem haldnar voru fyrir tveimur mánuðum. Þeir eru nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi, með 39 þingmenn af 200, næst á eftir Þjóðstjórnarflokki Kaitanens, sem er með 44 þing- sæti, og Sósíaldemókrötum, sem eru með 42 þingmenn. Sannir Finnar hafa staðið hart gegn því að Finnland taki þátt í kostnaði við fjárhagslegar björg- unaraðgerðir Evrópusambandsins vegna skuldavanda Grikklands og fleiri evruríkja. Öll aðildarríki Evrópusam- bandsins þurfa að standa sameig- inlega að þeim björgunaraðgerð- um, þannig að andstaða finnsku stjórnarinnar, væru Sannir Finn- ar innanborðs, myndi hleypa þeim aðgerðum í uppnám. Katainen sagði stjórnarmyndun- arviðræðurnar hafa verið erfiðar og viðurkenndi að líklega verði stjórnarsamstarf flokkanna sex ekki auðvelt. Tveir þingmanna Vinstri- bandalagsins greiddu atkvæði gegn stjórninni í gær, þrátt fyrir að flokkur þeirra eigi aðild að stjórnarsamstarfinu. Tarja Halonen, forseti Finn- lands, sagði í ávarpi sínu til nýju stjórnarinnar að hún yrði að taka tortryggni kjósenda, sem kom fram í þingkosningunum fyrir tveimur mánuðum, alvarlega. Auk Sannra Finna er Miðflokk- urinn utan stjórnarinnar, en Mið- flokkurinn er bændaflokkur á miðju pólitíska litrófsins. Hann fékk 35 þingsæti í kosningunum og er þar með fjórði stærsti flokk- urinn á þingi. gudsteinn@frettabladid.is Sex flokka stjórnin tekin við völdum Tveimur mánuðum eftir þingkosningar tókst Jyrki Katainen, leiðtoga Þjóðstjórnarflokksins í Finn- landi, að koma saman ríkisstjórn. Hinir umdeildu Sönnu Finnar eru ekki með í stjórnarsamstarfinu. NÝJU RÁÐHERRARNIR Jyrki Katainen forsætisráðherra ásamt nokkrum af meðráð- herrum sínum á leið til forsetahallarinnar í Helsinki í gær. NORDICPHOTOS/AFP er sá fjöldi þingmanna sem styður hina nýju sex flokka ríkis- stjórn Jyrki Katainen. 72 þing- menn eru í stjórnarandstöðu. 118 TVÍBURATJARNIR Þar sem Tvíbura- turnarnir í New York stóðu eru nú þessar tvíburatjarnir til minningar um hryðjuverkin 2001. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri sem situr nú í gæslu- varðhaldi vegna fíkniefnasmygls var með fjögur kíló af amfetamíni í ferðatösku þegar hann var tekinn við reglubundið eftirlit í Sunda- höfn. Maðurinn, Íslendingur á fer- tugsaldri, sem verið hafði skip- verji á Goðafossi, skipi Eimskipa- félagsins, var handtekinn við komu skipsins hingað til lands 13. júní síðastliðinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. júlí, að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. - jss Skipverjinn á Goðafossi: Amfetamínið var í ferðatösku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.