Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 10

Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 10
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR10 HEILBRIGÐISMÁL Læknaskortur Sjúkrahússins á Akureyri er við- varandi vandamál og á sumum deildum þess starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað. Þetta er meðal niðurstaðna stjórnsýsluúttektar Ríkisendur- skoðunar sem hvetur Landlæknis- embættið til að gera úttekt á öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu. Starfsemi sjúkrahússins fer nú fram í 38 einingum og eru milli- stjórnendur um fimmtíu en starfs- menn samtals um 600. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikil- vægt að fækka einingum með því að sameina þær. Í úttektinni er fjallað um skipu- lag, stefnu og stjórnun sjúkra- hússins. Fram kemur að sam- kvæmt viðhorfskönnun sem Ríkisendurskoðun gerði meðal starfsmanna ríkir óánægja með ýmsa þætti í skipulagi og stjórnun þess. Ríkisendurskoðun telur að móta þurfi nýja stefnu og framtíðarsýn fyrir sjúkrahúsið og leggur til að velferðarráðuneytið ákveði fram- tíðarskipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. - shá Ríkisendurskoðun finnur að ýmsu í rekstri Sjúkrahússins á Akureyri í nýrri skýrslu: Vilja úttekt á öryggi sjúklinga ■ Landlæknir geri úttekt á öryggi sjúklinga vegna viðvarandi læknaskorts ■ Starfsmenn óánægðir með ýmsa þætti í skipulagi og stjórnun sjúkrahússins ■ Einfalda þarf skipulagið og styrkja framkvæmdastjórn ■ Móta þarf nýja stefnu fyrir sjúkrahúsið Helstu niðurstöður Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur Þjóðtrúin kennir okkur að á Jónsmessu getum við fundið töfrasteina á fjalli og læknast af ýmsum kvillum við að velta okkur upp úr dögginni. Laugardagskvöldið 25. júní bjóða Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á árlega Jónsmessugöngu sem hefst við Sundlaug Grindavíkur kl. 20.30. Gakktu með okkur á fjallið Þorbjörn og njóttu þess að hlusta á Hreim Örn Heimisson og Vigni Snæ Vigfússon úr Vinum Sjonna leika tónlist við varðeld á fjallinu. Komdu svo með okkur í Bláa Lónið þar sem tónlistin heldur áfram til miðnættis og þú færð Blue Lagoon kokteil í boði hússins. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og félagar í Vinaklúbbi Bláa Lónsins komast í Bláa Lónið fyrir 1.950 kr. Félagar í Vinaklúbbnum geta unnið fjölskylduárskort í Bláa Lónið, aðgang fyrir tvo í Betri stofuna eða glæsilegan vinning frá Grindavíkurbæ. Nánari upplýsingar um skráningu í Vinaklúbbinn, Jónsmessugönguna og skipulagðar sætaferðir má sjá á www.bluelagoon.is BLÁA LÓNIÐ HÉR UPPLIFIR ÞÚ TÖFRAMÁTT JÓNSMESSUNNAR HÉR LÍÐUR ÞÉR VEL www.bluelagoon.is Sjáðu meira með snjallsímanum þínum. ÍS L E N S K A S IA .I S B L A 5 55 09 0 6/ 11 FINNLAND Jyrki Katainen hlaut í gær stuðning 118 þingmanna gegn 72 til myndunar sex flokka ríkis- stjórnar, sem hann boðaði í síðustu viku að yrði mynduð. Ásamt Þjóðstjórnarflokki Katai- nens, sem er hægriflokkur, eiga Sósíaldemókratar, Vinstribanda- lagið, Græningjar, Sænski þjóðar- flokkurinn og Kristilegir demó- kratar aðild að stjórninni. Stefna stjórnarflokkanna sex er afar mismunandi, því þarna eru innbyrðis jafnt hægri sem vinstri flokkar. Meginforsenda stjórnar- samstarfsins virðist hafa verið sú helst að halda Sönnum Finnum, hinum umdeilda stjórnmálaflokki vinstri þjóðernissinna, utan við stjórnina. Sannir Finnar fengu mikið fylgi í þingkosningunum, sem haldnar voru fyrir tveimur mánuðum. Þeir eru nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi, með 39 þingmenn af 200, næst á eftir Þjóðstjórnarflokki Kaitanens, sem er með 44 þing- sæti, og Sósíaldemókrötum, sem eru með 42 þingmenn. Sannir Finnar hafa staðið hart gegn því að Finnland taki þátt í kostnaði við fjárhagslegar björg- unaraðgerðir Evrópusambandsins vegna skuldavanda Grikklands og fleiri evruríkja. Öll aðildarríki Evrópusam- bandsins þurfa að standa sameig- inlega að þeim björgunaraðgerð- um, þannig að andstaða finnsku stjórnarinnar, væru Sannir Finn- ar innanborðs, myndi hleypa þeim aðgerðum í uppnám. Katainen sagði stjórnarmyndun- arviðræðurnar hafa verið erfiðar og viðurkenndi að líklega verði stjórnarsamstarf flokkanna sex ekki auðvelt. Tveir þingmanna Vinstri- bandalagsins greiddu atkvæði gegn stjórninni í gær, þrátt fyrir að flokkur þeirra eigi aðild að stjórnarsamstarfinu. Tarja Halonen, forseti Finn- lands, sagði í ávarpi sínu til nýju stjórnarinnar að hún yrði að taka tortryggni kjósenda, sem kom fram í þingkosningunum fyrir tveimur mánuðum, alvarlega. Auk Sannra Finna er Miðflokk- urinn utan stjórnarinnar, en Mið- flokkurinn er bændaflokkur á miðju pólitíska litrófsins. Hann fékk 35 þingsæti í kosningunum og er þar með fjórði stærsti flokk- urinn á þingi. gudsteinn@frettabladid.is Sex flokka stjórnin tekin við völdum Tveimur mánuðum eftir þingkosningar tókst Jyrki Katainen, leiðtoga Þjóðstjórnarflokksins í Finn- landi, að koma saman ríkisstjórn. Hinir umdeildu Sönnu Finnar eru ekki með í stjórnarsamstarfinu. NÝJU RÁÐHERRARNIR Jyrki Katainen forsætisráðherra ásamt nokkrum af meðráð- herrum sínum á leið til forsetahallarinnar í Helsinki í gær. NORDICPHOTOS/AFP er sá fjöldi þingmanna sem styður hina nýju sex flokka ríkis- stjórn Jyrki Katainen. 72 þing- menn eru í stjórnarandstöðu. 118 TVÍBURATJARNIR Þar sem Tvíbura- turnarnir í New York stóðu eru nú þessar tvíburatjarnir til minningar um hryðjuverkin 2001. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri sem situr nú í gæslu- varðhaldi vegna fíkniefnasmygls var með fjögur kíló af amfetamíni í ferðatösku þegar hann var tekinn við reglubundið eftirlit í Sunda- höfn. Maðurinn, Íslendingur á fer- tugsaldri, sem verið hafði skip- verji á Goðafossi, skipi Eimskipa- félagsins, var handtekinn við komu skipsins hingað til lands 13. júní síðastliðinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. júlí, að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. - jss Skipverjinn á Goðafossi: Amfetamínið var í ferðatösku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.