Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 32
23. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR2 ● kynning ● gönguskór Jónsmessan er á morgun og af því tilefni verða fjölbreyttar gönguferðir víða um land. Jónsmessan er fæðingarhátíð Jó- hannesar skírara og þaðan er nafn hátíðarinnar fengið, enda var hann oft nefndur Jón eða Jóan skírari. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörðunar Rómarkirkju um að halda skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöðuhátíðum, á stysta og lengsta degi ársins á norður- hveli jarðar. Hátíðarhald á Jónsmessu hér- lendis hefur löngum verið minna en sunnar í Evrópu. Í Evrópu var Jónsmessan mikil alþýðuhátíð með brennum og dansi sem gjarnan tengdust yfirnáttúrulegum verum, nornum og djöflum. Ísland býður nú upp á ýmsar gönguferðir kringum Jónsmessu í hinum ýmsu landshlutum, þar má meðal annars nefna: ● Menningarnefnd Seltjarnarnes- bæjar hefur skipulagt Jónsmessu- göngu sem hefst klukkan 20 í kvöld í Plútóbrekku. Að þessu sinni verð- ur húsasöguganga um Framnesið. ● Jónsmessuganga verður einnig í Garðinum í kvöld og hefst klukk- an 21. Mæting er við veitingahúsið Tvo vita og gengið frá Stóra-Hólmi að Garðskagavita. ● Rauðanesganga á Jónsmessu- nótt verður í Þistilfirðinum í kvöld. Lagt verður af stað frá byrjunarreit merktrar göngu- leiðar um Rauðanesið klukk- an 22. ● Ferðafélag barnanna býður upp á gönguferð á Vífilsfell á morgun. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 klukkan 18. Álfa- dans og leik- ir, lifandi tón- list og dulúðug stemning ein- kennir gönguna. ● Jónsmessuganga í Ölfusi verð- ur farin á morgun í tilefni af al- þjóðlegu ári skóga 2011. Lagt verður af stað frá bænum Gljúfri í Ölfusi klukkan 20 og gengið um skógræktina. Skógarbændur, skógræktarbændur og aðrir með græna fingur eru velkomnir. ● Gönguklúbbur Seyðisfjarðar efnir til gönguferðar á morgun. Gengið verður um gamla jeppaslóð frá Selsstöðum út á Brimnes og til baka. Gangan hefst klukkan 20. ● Árleg Jónsmessuganga 24x24 verður farin á laug- ardag og hefst klukkan 7, en farið verður um Siglufjörð og nágrenni. Gengið verður frá Strákum, suður eftir fjalls- eggjunum og fyrir fjörðinn og norður eftir Siglunesi. Stefnt er að því að vera þar um miðnætur- bil og njóta miðnætursólarinnar. Siglt verður til baka til Siglu- fjarðar. ● Hin árlega Jónsmessu- ganga á fjallið Þorbjörn er á laugardag. Lagt verð- ur af stað klukkan 20.30 frá Sundlaug Grindavík- ur. Vignir og Hreim- ur munu skemmta með söng og spili við varð- eld hjá fjallinu. Gangan endar í Bláa lóninu. - mmf Gengið inn í Jónsmessu Framnesið á Seltjarnarnesi verður gengið í kvöld. MYND/PJETUR Skipulagðar göngur verða víða um land í tilefni af Jónsmessu. MYND/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. ● ALLUR ER VARINN GÓÐUR Hafðu eftirfarandi hollráð í huga áður en þú leggur upp í göngu: ● Frystu vatn á flösku og geymdu hana svo í ullarsokk til að halda vatninu köldu yfir daginn. ● Vertu alltaf með armbandsúr í gönguferðum. Það hjálpar til við að reikna út hraða göngunnar til að halda ferðaáætlun í skorðum. ● Hafðu ávallt meðferðis lítið vasaljós ef ferðaáætlun breytist og myrkur skellur á. ● Farðu aldrei í gönguferð án þess að taka með varabirgðir af mat og drykk. Þú þakkar fyrir forsjálnina þegar lengist óvænt í ferðinni. ● Ávextir, eins og appelsínur, epli, perur og plómur, styðja vel við vatnsbúskap líkamans. ● Taktu farsímann með í gönguna. Hann kemur sér vel ef kalla þarf á hjálp í nauðum. DAKOTA™ 10 - kr. 49.900 án korts Dakota gerir fjallaleiðsögn skemmtilega og áreynslulausa með traustum, glampavörðum, 2,6” litasnertiskjá. Notendaumhverfið er þægilegt og einfalt, svo þú eyðir meiri tíma í að njóta útsýnisins og minni tíma í að leita að upplýsingum. Bæði endingargott og vatnshelt, Dakota er byggt til að þola náttúruöflin: högg, ryk, drulla og vatn komast ekki í tæri við þetta sterkbyggða tæki. Og með næma GPS móttakaranum með HotFix™ gervihnatta útreikningum staðsetur Dakota þig fljótt, nákvæmlega og örugglega. Jafnvel í djúpum fjörðum og dölum. “ ÉG FER ALLA LEIÐ MEÐ GARMIN” Kíktu á úrvalið á garmin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja, útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik. Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis. Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.