Fréttablaðið - 23.06.2011, Side 32

Fréttablaðið - 23.06.2011, Side 32
23. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR2 ● kynning ● gönguskór Jónsmessan er á morgun og af því tilefni verða fjölbreyttar gönguferðir víða um land. Jónsmessan er fæðingarhátíð Jó- hannesar skírara og þaðan er nafn hátíðarinnar fengið, enda var hann oft nefndur Jón eða Jóan skírari. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörðunar Rómarkirkju um að halda skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöðuhátíðum, á stysta og lengsta degi ársins á norður- hveli jarðar. Hátíðarhald á Jónsmessu hér- lendis hefur löngum verið minna en sunnar í Evrópu. Í Evrópu var Jónsmessan mikil alþýðuhátíð með brennum og dansi sem gjarnan tengdust yfirnáttúrulegum verum, nornum og djöflum. Ísland býður nú upp á ýmsar gönguferðir kringum Jónsmessu í hinum ýmsu landshlutum, þar má meðal annars nefna: ● Menningarnefnd Seltjarnarnes- bæjar hefur skipulagt Jónsmessu- göngu sem hefst klukkan 20 í kvöld í Plútóbrekku. Að þessu sinni verð- ur húsasöguganga um Framnesið. ● Jónsmessuganga verður einnig í Garðinum í kvöld og hefst klukk- an 21. Mæting er við veitingahúsið Tvo vita og gengið frá Stóra-Hólmi að Garðskagavita. ● Rauðanesganga á Jónsmessu- nótt verður í Þistilfirðinum í kvöld. Lagt verður af stað frá byrjunarreit merktrar göngu- leiðar um Rauðanesið klukk- an 22. ● Ferðafélag barnanna býður upp á gönguferð á Vífilsfell á morgun. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 klukkan 18. Álfa- dans og leik- ir, lifandi tón- list og dulúðug stemning ein- kennir gönguna. ● Jónsmessuganga í Ölfusi verð- ur farin á morgun í tilefni af al- þjóðlegu ári skóga 2011. Lagt verður af stað frá bænum Gljúfri í Ölfusi klukkan 20 og gengið um skógræktina. Skógarbændur, skógræktarbændur og aðrir með græna fingur eru velkomnir. ● Gönguklúbbur Seyðisfjarðar efnir til gönguferðar á morgun. Gengið verður um gamla jeppaslóð frá Selsstöðum út á Brimnes og til baka. Gangan hefst klukkan 20. ● Árleg Jónsmessuganga 24x24 verður farin á laug- ardag og hefst klukkan 7, en farið verður um Siglufjörð og nágrenni. Gengið verður frá Strákum, suður eftir fjalls- eggjunum og fyrir fjörðinn og norður eftir Siglunesi. Stefnt er að því að vera þar um miðnætur- bil og njóta miðnætursólarinnar. Siglt verður til baka til Siglu- fjarðar. ● Hin árlega Jónsmessu- ganga á fjallið Þorbjörn er á laugardag. Lagt verð- ur af stað klukkan 20.30 frá Sundlaug Grindavík- ur. Vignir og Hreim- ur munu skemmta með söng og spili við varð- eld hjá fjallinu. Gangan endar í Bláa lóninu. - mmf Gengið inn í Jónsmessu Framnesið á Seltjarnarnesi verður gengið í kvöld. MYND/PJETUR Skipulagðar göngur verða víða um land í tilefni af Jónsmessu. MYND/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. ● ALLUR ER VARINN GÓÐUR Hafðu eftirfarandi hollráð í huga áður en þú leggur upp í göngu: ● Frystu vatn á flösku og geymdu hana svo í ullarsokk til að halda vatninu köldu yfir daginn. ● Vertu alltaf með armbandsúr í gönguferðum. Það hjálpar til við að reikna út hraða göngunnar til að halda ferðaáætlun í skorðum. ● Hafðu ávallt meðferðis lítið vasaljós ef ferðaáætlun breytist og myrkur skellur á. ● Farðu aldrei í gönguferð án þess að taka með varabirgðir af mat og drykk. Þú þakkar fyrir forsjálnina þegar lengist óvænt í ferðinni. ● Ávextir, eins og appelsínur, epli, perur og plómur, styðja vel við vatnsbúskap líkamans. ● Taktu farsímann með í gönguna. Hann kemur sér vel ef kalla þarf á hjálp í nauðum. DAKOTA™ 10 - kr. 49.900 án korts Dakota gerir fjallaleiðsögn skemmtilega og áreynslulausa með traustum, glampavörðum, 2,6” litasnertiskjá. Notendaumhverfið er þægilegt og einfalt, svo þú eyðir meiri tíma í að njóta útsýnisins og minni tíma í að leita að upplýsingum. Bæði endingargott og vatnshelt, Dakota er byggt til að þola náttúruöflin: högg, ryk, drulla og vatn komast ekki í tæri við þetta sterkbyggða tæki. Og með næma GPS móttakaranum með HotFix™ gervihnatta útreikningum staðsetur Dakota þig fljótt, nákvæmlega og örugglega. Jafnvel í djúpum fjörðum og dölum. “ ÉG FER ALLA LEIÐ MEÐ GARMIN” Kíktu á úrvalið á garmin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja, útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik. Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis. Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.