Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 12
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR12 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Fiskveiðistjórn og byggðaþróun Samþykkt var í sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd Alþingis á þriðjudag að óskað yrði eftir við sjávarútvegs- ráðuneytið að gerð verði úttekt á áhrifum fisk- veiðistjórnunarkerfisins á íslenskt samfélag allt frá árinu 1991. Áhrif á íbúa og byggðaþróun verði skoðuð auk annarra samfélagslegra þátta. Greinargerð sérfræðingahóps sjávarútvegsráðuneytisins um hagræn áhrif breytinga á fisk- veiðistjórnuninni voru til umfjöll- unar á fundinum. Eins og kunnugt er gefur sérfræðingahópurinn lítið fyrir breytingatillögurnar flestar hverjar, sem felast í frumvörpum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra. Gerð úttektarinnar er runnin undan rifjum þeirra Lilju Raf- neyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og formanns nefndarinnar, og Ólínu Þorvarð- ardóttur, þingmanns Samfylking- arinnar og varaformanns nefndar- innar. En er þörf á nýrri úttekt á sam- félagslegum og hagrænum áhrif- um kvótakerfisins? Með og á móti Rök Lilju Rafneyjar og Ólínu fyrir gerð úttektarinnar er að æskilegt sé að fara í slíka vinnu í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á fisk- veiðistjórnuninni. Einar K. Guðfinnsson, þing- og nefndarmaður úr röðum Sjálf- stæðisflokksins, telur að um örvæntingarfulla tilraun sé að ræða til að byggja undir breyt- ingatillögurnar og flest það sem rannsaka skal hafi komið fram áður. „Mikið af þessu er hægt að finna í úttekt sérfræðihóps ráðu- neytisins, eins var unnin góð úttekt um stjórn fiskveiða og sam- félagsmál fyrir Auðlindanefndina árið 2000. Þá eru ónefndar upp- lýsingar sem Fiskistofa hefur yfir að ráða, rannsóknir Byggðastofn- unar svo eitthvað sé talið.“ Einar segir hins vegar gagnrýniverðast að tillaga um úttektina komi fram þegar frumvörp um breytingar liggja fyrir en slík vinna hefði átt að fara fram áður en breytingatil- lögurnar voru unnar. Lilja Rafney segir að vissu- lega séu miklar upplýsingar til en því mikilvægara að draga alla þá vitneskju saman á einn stað til að yfirsýn náist. Um niðurstöð- ur hagfræðiúttekta á samhengi byggðaröskunar og fiskveiði- stjórn-unar síðustu ára, þar sem fáir hagfræðingar sjá afdráttar- laust samband á milli, segir Lilja Rafney að ekki þurfi hagfræðing til að sýna fram á það samhengi. „Vitneskjan um afleiðingar kvóta- kerfisins liggur fyrir. En það er ekki sama með hvaða gleraugum menn skoða þessi mál. Þar eru engin ein sannindi og þeir þekkja þetta manna best sem hafa lifað og starfað í þessu umhverfi. Það þarf enginn hagfræðingur að segja mér eitt eða neitt í þessum efnum. Ég þekki þetta á eigin skinni eins og margir íbúar landsbyggðarinn- ar. Tölur á blaði geta aldrei sagt fólki til um hvaða áhrif þetta kerfi hefur haft á líf þess.“ Flókið samspil Sveinn Agnarsson, forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, vann úttektina um stjórnun fiskveiða fyrir Auðlinda- nefndina árið 2000, sem Einar vísar til. „Það er stjórnmálanna að meta það hvort þörf sé á svona úttekt,“ segir Sveinn. „Þetta hefur verið rannsakað og töluvert verið skrifað, ekki bara frá hendi hag- fræðinga heldur einnig mann- fræðinga, félagsfræðinga og landfræðingar hafa líka komið að þessu. Á löngum tíma verður til mikið af efni og kannski er tilefni til að taka það saman og gera eitt- hvað nýtt því til viðbótar.“ Sveinn segir að samband fisk- veiðistjórnunar og byggðarösk- unar sé flókið. „Margir þættir snertast þegar byggðaþróun er skoðuð og það getur verið erfitt að draga eitthvað eitt þar út sem orsakavald.“ Þjóðhagsstofnun sendi frá sér skýrslu árið 2000 sem ber heitið Stjórnkerfi fiskveiða og byggða- þróun. Þar segir að samband milli búsetuþróunar og kvótakerfisins sé afar flókið. Því sé ósvarað hver sé þáttur kerfisins í þeirri fólks- fækkun sem sannarlega hafði átt sér stað í mörgum útgerðarpláss- um til þess tíma. Enn erfiðara sé að fullyrða nokkuð um hvort annað stjórnkerfi fiskveiða hefði reynst betur hvað varðar byggð- aröskun. Til þessarar niðurstöðu vitn- aði Birgir Þór Runólfsson, dósent við Hagfræðideild HÍ, í mars síð- astliðnum á málþingi áhugahóps háskólamanna um sjávarútvegs- mál. Þar kynnti hann rannsóknir sínar þar sem hann fann þess ekki stað að kvótakerfið hefði haft bein áhrif á byggðaþróun. Þó beindi hann rannsóknum sínum sérstak- lega að Vestfjörðum sem þráfald- lega eru nefndir í umræðu um fiskveiðistjórnun og meinta upp- lausn byggða henni fylgjandi. Hann sagði að Vestfirðingum hefði fækkað stöðugt frá stríðs- lokum, jafnt fyrir og eftir innleið- ingu fiskveiðistjórnunarkerfisins. Sigríður Ólafsdóttir, sérfræð- ingur á sviði auðlindastjórnunar haf- og strandveiða og stunda- kennari við líf- og umhverfissvið HÍ, gagnrýndi rannsóknir Birgis í grein í Fréttatímanum í apríl og véfengdi niðurstöður hans. Hún sagði gögn Birgis hvorki sanna né afsanna tengsl innleiðingar kvótakerfisins og byggðaröskun- ar. Þau sýndu einvörðungu marg- slunginn veruleika sjávarbyggð- anna. Hún hnykkti sérstaklega á því að niðurstaðan hefði kannski orðið önnur ef aðferðum ann- arra fræðigreina en hagfræðinn- ar hefði verið beitt, sérstaklega félagsfræðinnar. Skammur tími til stefnu Lilja Rafney segir að sjávarút- vegsráðuneytið muni bera ábyrgð á því hvernig rannsóknarnefnd- in verði skipuð. Það verði svo Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem kveði endanlega upp úr um það hverjir verða fengnir til að vinna verkið. Lilja segir að hún sem formaður nefndarinnar og varaformaður hennar muni gera sínar tillögur um nefndarmenn, ásamt fleirum. Tímarammi vinnunnar er þröngur. Lagt er út frá því að nið- urstöður liggi fyrir áður en þing kemur saman í október. „Sú skoðun hefur heyrst að kvótakerfið og frjálst framsal aflaheimilda hafi valdið hluta af byggðaröskun síðustu ára og stefnt byggð á mörgum útgerðarstöðum, einkum hinum smærri, í verulega hættu. Fyrirliggjandi gögn benda hins vegar ekki til þess að þessi skoðun eigi við sterk rök að styðjast og sé að minnsta kosti mikil einföldun á því sem gerst hefur. ■ Í fyrsta lagi er ljóst af þeim gögnum er fyrir liggja að miklar sveiflur hafa lengi einkennt sjávarútveg og meðal annars komið fram í breytilegum afla og hag einstakra byggða. Ef á heildina er litið er ekki að sjá að tilkoma kvótakerfisins og síðan frjáls framsals hafi markað þáttaskil í þessu efni. ■ Í öðru lagi eru engin merki þess, sé litið á landið í heild, að útgerð eða vinnsla séu að flytjast frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Skipu- lagsbreytingar í átt til aukinnar hagkvæmni hafa hins vegar leitt til þess að útgerð hefur eflst sums staðar en dalað annars staðar. Óljóst er þó hvaða þátt kvótakerfið gæti átt í þessari þróun sem getur verið hagkvæm fyrir þjóðarbúið í heild þótt henni fylgi félagsleg röskun. Hin pólitíska spurning er hvort eigi að hamla gegn þessum breytingum þótt allar líkur séu til þess að þær nái fram að ganga fyrr eða síðar af hagkvæmnisástæðum. ■ Í þriðja lagi hafa átt sér stað miklar breytingar á mörgum atriðum í starfs- umhverfi útgerðarinnar á síðustu árum sem ýtt hafa undir samþjöppun og tilflutning aflaheimilda milli byggða. Þar má nefna tæknivæðingu og tilkomu frystitogara, bættar samgöngur, hlutafjárvæðingu og viðleitni fyrirtækja til að dreifa þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir ætíð fisk- veiðum. Minni staðir eru að auki ekki færir um að bjóða alla þá þjónustu sem fylgir nútíma útgerð. Sveinn Agnarsson, Stjórnun fiskveiða á Íslandi, Fylgiskjal 2 með áliti Auðlindanefndar, kafli 6.3 Ályktanir úr skýrslu Auðlindanefndar Þörf á nýrri byggðaúttekt véfengd Í HÖFN Vikum saman hafa þing og þjóð tekist á um tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða. Ljóst er þó að deilurnar til þessa eru aðeins upptakturinn að því sem verður á vetri komanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bókaðu gistingu á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gistiverð frá 5.700 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí BROSANDI ALLAN HRINGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.