Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 44
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is ÞORVALDUR RÆÐIR KONU Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, leiðir gesti á sunnudag um sýninguna KONA/ FEMME - Louise Bourgeois í Listasafni Íslands. Þorvaldur skoðar verkin út frá táknmerkingu myndmálsins og les í verkin með gestum. Hann mun jafnframt rifja upp kynni sín af verkum listakonunnar frá Documenta 9 sýningunni í Kassel árið 1992. Dagskráin hefst klukkan 14. Georg Guðni myndlistar- maður féll frá um liðna helgi, langt fyrir aldur fram. Ragna Sigurðardótt- ir, myndlistarrýnir Frétta- blaðsins, fer yfir feril lista- mannsins og metur áhrif hans og vægi. Georg Guðni var fæddur í Reykja- vík árið 1961. Hann nam mynd- list við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1980-85 og við Jan van Eyck Akademie í Maast- richt í Hollandi 1985-87. Hann var meðal okkar ástsælustu og eftir- sóttustu málara, málverk hans láta engan ósnortinn. Ferill Georgs Guðna var glæst- ur allt frá upphafi. Þegar árið 1985 hlaut einkasýning hans í Nýlista- safninu einróma lof gagnrýnenda. Bragi Ásgeirsson skrifaði um ungan myndlistarmann sem „verður væri allrar athygli og stuðnings,“ og taldi víst að listamaðurinn „ætti eftir að leggja sitthvað til málanna á vett- vangi íslenzkrar myndlistar“. Þau orð voru ekki ofsögð. Ekki löngu síðar fékk Lars Bohman Gallery i Svíþjóð Georg Guðna á mála hjá sér og sýndi hann verk sín þar alloft en á ferli sínum sýndi hann auk þess verk sín víða um heim, á Norður- löndunum, í Evrópu, í Bandaríkj- unum og víðar. Georg Guðni var þrisvar sinnum tilnefndur til hinna virtu, norrænu Carnegie-verðlauna og var einn- ig tilnefndur til Ars Fennica-verð- launanna í Finnlandi. Málverk eftir hann eru í eigu allra helstu safna hér á landi, að auki mætti nefna Moderna Museet í Stokkhólmi og Nútímalistasafnið í Ósló. Árið 1998 sýndi Georg Guðni á Kjarvalsstöð- um, 2003 var haldin yfirlitssýning á verkum hans á Listasafni Íslands og árið 2007 var Georg Guðni með einkasýningu á verkum sínum í Listasafni Akureyrar. Mikilvægi Georgs Guðna fyrir sögu íslenskrar myndlistar verð- ur seint ofmetið. Hann setti ekki bara mark sitt á listasöguna, hann breytti henni. Og framlag hans tak- markast ekki við listasöguna heldur urðu málverk hans til þess að veita almenningi nýja sýn á íslenska nátt- úru. Einn á ferð og öllum að óvörum vakti Georg Guðni íslenskt lands- lagsmálverk úr áratuga dvala, list hans gaf almenningi nýja hugmynd um náttúru landsins. Við upphaf síðustu aldar tengd- ust íslensk landslagsmálverk sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar órjúfan- legum böndum. Málurum var í mun að birta landið sem sælureit því slík sýn átti betur við innblásnar hug- myndir sjálfstæðisbaráttunnar. Myndefnið tengdist gjarnan sögu þjóðarinnar og Íslendingasögum. Kjarval var einstakur í málverk- um sínum af hinu smáa, hrauni og gróðri, en um miðja öldina hvarf landslagsmálverkið af sjónarsvið- inu sem brýnn tjáningarmiðill í myndlist. Það var ekki fyrr en Georg Guðni kom fram með sína sterku og óvæntu sýn að landslag- ið opnaðist íslenskum myndlistar- mönnum á ný sem frjó uppspretta myndverka. Georg Guðni opnaði augu okkar fyrir fegurð og dulúð auðnarinn- ar, leyndardómum þokuslunginna dala, lýsandi birtu dúnmjúks mosa í dalverpi, máttugu, einföldu formi fjalls. Náttúran í myndum hans er íslensk og einstök, en inntak listar hans er samruni mannshugans og náttúrunnar. Hann skapaði draum- kenndar myndir af jarðbundnum fyrirbærum. Skrifaði í skissubók- um sínum um fjöll sem hugarástand sem hann fór inn í og rannsakaði í andanum. Í málverkum hans öðlast hugmyndir um fjarlægðina og and- rúmsloftið nýjar víddir. Hvert fjall er öll fjöll, dalir, kvosir, lautir, sam- nefnarar fyrir fyrirbæri náttúrunn- ar, möguleikar á ferðalagi hugans. Á síðustu árum hafa málverk Georgs Guðna öðlast enn víðtækara gildi, í samhengi við nýrri viðhorf til viðkvæmrar náttúru sem svo mikilvægt er að standa vörð um og vernda. Án efa hefur Georg Guðni verið afar meðvitaður um þenn- an þátt frá upphafi, en atburðir og þróun síðustu ára hafa aðeins stað- fest slíka sýn. Fjölmörg orð má hafa um mál- verk Georgs Guðna en þau ná ekki að gera list hans skil, málverk hans eru innblásin og ógleymanleg. Skyndilegt fráfall listamannsins á hápunkti glæsilegs ferils er áfall fyrir íslenska myndlist. List Georgs Guðna á sér marga fylgisveina en engan eftirmann. Ragna Sigurðardóttir MÁLARI EILÍFÐARINNAR GEORG GUÐNI Málverk hans breyttu íslenskri listasögu og veittu almenningi nýja sýn á náttúruna, að mati myndlistarrýnis Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Georg Guðni opnaði augu okkar fyrir fegurð og dulúð auðnarinnar, leyndardómum þokuslung- inna dala, lýsandi birtu dúnmjúks mosa í dalverpi, máttugu, einföldu formi fjalls. Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur og smásagnasafnið Milli trjánna eftir Gyrði Elías- son eru komin út á hljóð- bók á vegum Dimmu. Ljósa kom út fyrir síð- astliðin jól. Þar er rakin saga titilpersónunnar, sem glímir við geðhvarfa- sýki í kringum aldamótin 1900. Bókin hlaut á dög- unum Fjöruverðlaunin. Höfundurinn les söguna. Milli trjánna er safn 47 smásagna eftir Gyrði Elíasson. Bókin kom út fyrir jól 2009. Hún var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna og hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár. Sigurður Skúlason leikari les. Tvær nýjar hljóðbækur KRISTÍN STEINSDÓTTIR 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Allt á floti Kajsa Ingemarsson Fimbulkaldur Lee Child Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Rauðbrystingur - kilja Jo Nesbø 10 árum yngir á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 15.06.11 - 21.06.11 Ævintýri góða dátans Svejks Jaroslav Hasek Handbók um íslensku Jóhannes B. Sigtryggs., ritst. Nemesis - kilja Jo Nesbø Óskabarn - Bókin um Jón Sigurðsson - Brynhildur Þ. Eyjafjallajökull Ari Trausti Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.