Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 44
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
ÞORVALDUR RÆÐIR KONU Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, leiðir gesti á sunnudag um sýninguna KONA/
FEMME - Louise Bourgeois í Listasafni Íslands. Þorvaldur skoðar verkin út frá táknmerkingu myndmálsins og les í verkin með gestum. Hann
mun jafnframt rifja upp kynni sín af verkum listakonunnar frá Documenta 9 sýningunni í Kassel árið 1992. Dagskráin hefst klukkan 14.
Georg Guðni myndlistar-
maður féll frá um liðna
helgi, langt fyrir aldur
fram. Ragna Sigurðardótt-
ir, myndlistarrýnir Frétta-
blaðsins, fer yfir feril lista-
mannsins og metur áhrif
hans og vægi.
Georg Guðni var fæddur í Reykja-
vík árið 1961. Hann nam mynd-
list við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands á árunum 1980-85 og við
Jan van Eyck Akademie í Maast-
richt í Hollandi 1985-87. Hann var
meðal okkar ástsælustu og eftir-
sóttustu málara, málverk hans láta
engan ósnortinn.
Ferill Georgs Guðna var glæst-
ur allt frá upphafi. Þegar árið 1985
hlaut einkasýning hans í Nýlista-
safninu einróma lof gagnrýnenda.
Bragi Ásgeirsson skrifaði um ungan
myndlistarmann sem „verður væri
allrar athygli og stuðnings,“ og taldi
víst að listamaðurinn „ætti eftir að
leggja sitthvað til málanna á vett-
vangi íslenzkrar myndlistar“. Þau
orð voru ekki ofsögð. Ekki löngu
síðar fékk Lars Bohman Gallery i
Svíþjóð Georg Guðna á mála hjá sér
og sýndi hann verk sín þar alloft en
á ferli sínum sýndi hann auk þess
verk sín víða um heim, á Norður-
löndunum, í Evrópu, í Bandaríkj-
unum og víðar.
Georg Guðni var þrisvar sinnum
tilnefndur til hinna virtu, norrænu
Carnegie-verðlauna og var einn-
ig tilnefndur til Ars Fennica-verð-
launanna í Finnlandi. Málverk eftir
hann eru í eigu allra helstu safna
hér á landi, að auki mætti nefna
Moderna Museet í Stokkhólmi og
Nútímalistasafnið í Ósló. Árið 1998
sýndi Georg Guðni á Kjarvalsstöð-
um, 2003 var haldin yfirlitssýning
á verkum hans á Listasafni Íslands
og árið 2007 var Georg Guðni með
einkasýningu á verkum sínum í
Listasafni Akureyrar.
Mikilvægi Georgs Guðna fyrir
sögu íslenskrar myndlistar verð-
ur seint ofmetið. Hann setti ekki
bara mark sitt á listasöguna, hann
breytti henni. Og framlag hans tak-
markast ekki við listasöguna heldur
urðu málverk hans til þess að veita
almenningi nýja sýn á íslenska nátt-
úru. Einn á ferð og öllum að óvörum
vakti Georg Guðni íslenskt lands-
lagsmálverk úr áratuga dvala, list
hans gaf almenningi nýja hugmynd
um náttúru landsins.
Við upphaf síðustu aldar tengd-
ust íslensk landslagsmálverk sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar órjúfan-
legum böndum. Málurum var í mun
að birta landið sem sælureit því slík
sýn átti betur við innblásnar hug-
myndir sjálfstæðisbaráttunnar.
Myndefnið tengdist gjarnan sögu
þjóðarinnar og Íslendingasögum.
Kjarval var einstakur í málverk-
um sínum af hinu smáa, hrauni og
gróðri, en um miðja öldina hvarf
landslagsmálverkið af sjónarsvið-
inu sem brýnn tjáningarmiðill
í myndlist. Það var ekki fyrr en
Georg Guðni kom fram með sína
sterku og óvæntu sýn að landslag-
ið opnaðist íslenskum myndlistar-
mönnum á ný sem frjó uppspretta
myndverka.
Georg Guðni opnaði augu okkar
fyrir fegurð og dulúð auðnarinn-
ar, leyndardómum þokuslunginna
dala, lýsandi birtu dúnmjúks mosa
í dalverpi, máttugu, einföldu formi
fjalls. Náttúran í myndum hans er
íslensk og einstök, en inntak listar
hans er samruni mannshugans og
náttúrunnar. Hann skapaði draum-
kenndar myndir af jarðbundnum
fyrirbærum. Skrifaði í skissubók-
um sínum um fjöll sem hugarástand
sem hann fór inn í og rannsakaði í
andanum. Í málverkum hans öðlast
hugmyndir um fjarlægðina og and-
rúmsloftið nýjar víddir. Hvert fjall
er öll fjöll, dalir, kvosir, lautir, sam-
nefnarar fyrir fyrirbæri náttúrunn-
ar, möguleikar á ferðalagi hugans.
Á síðustu árum hafa málverk
Georgs Guðna öðlast enn víðtækara
gildi, í samhengi við nýrri viðhorf
til viðkvæmrar náttúru sem svo
mikilvægt er að standa vörð um og
vernda. Án efa hefur Georg Guðni
verið afar meðvitaður um þenn-
an þátt frá upphafi, en atburðir og
þróun síðustu ára hafa aðeins stað-
fest slíka sýn.
Fjölmörg orð má hafa um mál-
verk Georgs Guðna en þau ná ekki
að gera list hans skil, málverk hans
eru innblásin og ógleymanleg.
Skyndilegt fráfall listamannsins á
hápunkti glæsilegs ferils er áfall
fyrir íslenska myndlist. List Georgs
Guðna á sér marga fylgisveina en
engan eftirmann. Ragna Sigurðardóttir
MÁLARI EILÍFÐARINNAR
GEORG GUÐNI Málverk hans breyttu íslenskri listasögu og veittu almenningi nýja sýn á náttúruna, að mati myndlistarrýnis
Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Georg Guðni opnaði
augu okkar fyrir
fegurð og dulúð auðnarinnar,
leyndardómum þokuslung-
inna dala, lýsandi birtu
dúnmjúks mosa í dalverpi,
máttugu, einföldu formi fjalls.
Skáldsagan Ljósa eftir
Kristínu Steinsdóttur og
smásagnasafnið Milli
trjánna eftir Gyrði Elías-
son eru komin út á hljóð-
bók á vegum Dimmu.
Ljósa kom út fyrir síð-
astliðin jól. Þar er rakin
saga titilpersónunnar,
sem glímir við geðhvarfa-
sýki í kringum aldamótin
1900. Bókin hlaut á dög-
unum Fjöruverðlaunin.
Höfundurinn les söguna.
Milli trjánna er safn
47 smásagna eftir Gyrði
Elíasson. Bókin kom út
fyrir jól 2009. Hún var
tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna og
hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs
í ár. Sigurður Skúlason
leikari les.
Tvær nýjar hljóðbækur
KRISTÍN
STEINSDÓTTIR
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Allt á floti
Kajsa Ingemarsson
Fimbulkaldur
Lee Child
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Rauðbrystingur - kilja
Jo Nesbø
10 árum yngir á 10 vikum
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
15.06.11 - 21.06.11
Ævintýri góða dátans Svejks
Jaroslav Hasek
Handbók um íslensku
Jóhannes B. Sigtryggs., ritst.
Nemesis - kilja
Jo Nesbø
Óskabarn - Bókin um Jón
Sigurðsson - Brynhildur Þ.
Eyjafjallajökull
Ari Trausti Guðmundsson